Siglfirðingur


Siglfirðingur - 21.09.1935, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 21.09.1935, Blaðsíða 1
VIÍÍ. árg. Siglufirði, laugardaginn 21. sept. 1935 30. tbl. Fjármál oá utanstefnur. Vögu vér, og vögu vér með vora byrgði þunga, — upp er komið það áður var í öldu Sturlunga — í öldu Sturlunga. (530 ára gömul vísa eftir óþekktan höfund.) Pegar þessi vísa var kveðin var hoignunartímabil í íslenzku þjóð- lífi. Sturlungaöldin hafði sett mark sitt á þjóðina. Afleiðingar hennar og þess stjórnarfars, er af henni leiddi, var æ betur að koma í ijós. Forn menning og fornir þjóðhættir voru að líða undir lok, nýjirstraum- ar að ryðja sér til rúms í þjóðlíf- inu. Ribbaldaháttur og spilling, úr- ræðaleysi og kúgun þjakaði lands- menn. Konungsvaldið var að festa hér öflugar rætur og kirkjuvaldið hafði náð hér fösum tökum. Efna- hag og allrí velgengni almennings var stórhnignað, en verzlun öll flæmd úr höndum landsmanna og komin í hendur erlendra okrara. Og þótt eigi sé vísan orðmörg, liggur bak við hvert orð örvænting og kvíði um framtíðina, en jafn- framt harmur og söknuður eftir glatað frelsi og efnalegt sjálfstæði. Af mörgu illu var landsmönnum þá, og reyndar áður og æ síðan, einna verst við utanstefnurnar. Meun höfðu af því ærna reynslu frá Stnrlungaöldinni, hvernig þær gáfust. Konungsvaldið og fjármagns. skortur landsbúa, og ágirnd utan- stefnumanna, var undirrót að neyð- arástandinu eins og það þá var orðið og síðar varð. Pað varð því eitt af því, er megináberzlan var Iögð á i sam- þykktum íslendinga um þetta leyti gegn konungsvaldinu og svikum þess við Gamla sáttmála, að „utan- stefnur vildu þeir engar hafa", og þar næst, að auka eigi skattabyrð- ina úr því sem orðið var. Svo var t. d. strax í byrjun 14. aldar, að ísl. sögðu við Hákon konung hálegg í samþykkt sinni við hann um afsögn allra nýrra á- lagna og þyngsla og endurnýjun Gamla sártmála: „Viljum vær eingar utan- stefningar hafa framar en lög- bók váttar, því at þar höfum vær margfaldan skaða af feng- ið ok við þat þykjumst vær eigi búa mega. En allr sá boðskapr, er oss býðr meiri afdrátt eður þyngsl en áður er svarit ok samþykt, þá sjáum vær með aungu móti, at undir megi standa sakir fátæktar landsins". Og um 90 árum síðar, er Árnes- ingar samþykktu á Áshildarmýri á Skeiðum samskonar áskorun til konungs, var fyrsta ákvæðið í kröf- um þeirra svohljóðandi: „í fyrstu, að utanstefnur viljum vér aungar hafa, utan þeir menn, sem dæmdir verða af vorum mönnum á Alþingi burt af landinu". Og enn mætti tilfæra mörg dæmi fyr og síðar, að fátt þótti lands- mönnum viðsjárverðara og bera meiri vott um undirlægjuskap en utanstefnurnar. Pað er því eigi nema von þótt það veki nokkra eftirtekt er það kvisast út um byggðir landsins, að nú sé utanstefnur farnar að skjóta hér upp kollinum sakir fjármálaöng- þveitis og greiðsluvandræða íslenzka ríkisins. Ef slíkt reynist satt, að sjálfum fjármálaráðherra ríkisins hafi verið stefnt utan af brezku fjármálavaldi til þess að ræða þar, á brezkri grund, fjármálahorfur og greiðslu- mátt (eða greiðsluvanmátt) ríkisins, er tæplega annars að, vænta en að úr þeirri átt sé að vænta annarra og verrt tíðinda, og að nú sé steínt á yztu nöf um sjálfstæði íslendinga. Og þeim mun sárar rennur slíkt til rifja hverjum íslendingi, ef satt reynist, að núverandi stjórnarflokk- ar hafa stefnt þjóðinni í þenna voða með fádæa frekjulegu ein- ræðisbrölti, sífelidri, gengdarlausri óhdfseyðslu á fé ríkisins og síaukn- um fjármálaafglöpum um átta ára skeið. Pjóðarauður íslendinga er nú tal- inn 200 miljónir, en skuldirnar aftur á móti taldar vera komnar upp í 100 miljónir, þar af 80 milj. brezkar kröfur. Pað er og á allra vitorði, að siðasta þing varð á þrem klukku- stundum að afgreiða heimildarlög til 11 milj. kr. lántöku hjá brezk- um banka til þess að geta staðið við skuldbindingar sínar. Pegar svo er komið, að taka verður tröllaukin miljónalán til þess að greiða með önnur lán, þá er stutt að bíða ó- tiðinda. Pað er að kaupa sér stutt- an gálgafrest við afarkosti. Nú munu greiðslur ríkisins á gömlum og nýjum skuldbindingum eiga fram að fara fyrir þetta ár bráðlega. Hvað verður þá til fanga ? Kunnugt er það og, að síðasta lánið varð eigi fengið nema með auðmýkjandi og ódiplomatiskum skilyrðum, sem fyrirfram var bent á af gætnum fjármálamönnum, að bráðlega mundu koma hinni ís- lenzku fjármálastjórn í koll og auka enn á vandræðin. Nú hefir í ár atvinna manna brugðizt og gjaldþol þegnanna er að engu orðið. Gjaldeyrisvonir ríkisins hafa brugðizt stórkostlega. Hvað er svo framundan ?

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.