Siglfirðingur


Siglfirðingur - 21.09.1935, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 21.09.1935, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR Bændur hér í grennd hafa ekki ennþá fengið reikningsskil fyrir kjötverzlun sína síðastliðið haust. Viðtal við Jön Jónsson bónda í Tungu. Hvernig á nú hið fuilvalda ís- lenzka ríki að standa *við skuld- bindingar sínar ? Við stjórnina sitja fjáreyðs'uflokk- ar, er eytt hafa í gengdarlausu ó- hófi miljónunum er mokuðust inn í ríkissjóðinn jrarn yfir líætlun, á góðu árunum. Og forsætið í fjár- málastjórninni er í höndum reynslu- lauss ungmennis, sem einskis trausts nýtur, enda þótt hann Kunni að vera sæmilega að sér í almennum reikningi. Stjórnarflokkarnir lofuðu fyrir kosningarnar ítrasta sparnaði i hví- vetna, endurreisn fjárhagsins og út rýmingu atvinnuleysisins. Efndirnar eru óhófseyðsla, stofn- un á fjórða hundrað nýrra embætta sem kosta rikið 7—8 þúsundir, fjárhagur ríkisins í rústum og al- mennt atvinnuleysi og neyð al- mennings framundan á haustnótt- um. Og sama rauða óhófsstjórnin situr enn á veldisstóli þjóðarinnar ráðalaus og fálmandi. Planökónómian og fjögra ára áætlunin er fokin út í veður og vind eins og lögin og tilskipanirn- ar úr stjórnarhatti Pórðar sáluga úr Hattardal. Stjórnar- og bitlingaherinn bítur á jaxlinn í bræði yfir ósigrinum og þverneitar staðreyndum. Næstu daga kemur saman Al- þingi íslendinga. Pjóðin bíður gerða þess með ugg og kvíða. Notar stjórnarliðið enn veika meirihlutaafstöðu til að brjóta nið- ur allar viturlegar tillögur andstæð- inganna. Beitir það enn forsetaúr- skurðum og þingræðisbrotum sér og liði sfnu til framdráttar? Hangir það enn á fánýtum fræðikenning- ingum marxista til þess að hanga á „planinu“? Eða gefstþaðupp og lætur sér segjast og játar afglöp sín? Verður þetta marxistiska stjórnar- arlið enn látið fara með fjármálin unz öllu er lokið, og nýjar utan- stefnur hefjast með ennþá alvar- legri afleiðingum fyrir fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar en ennþá er orðið? Pjóðin spyr. Svarsins verður stutt að bíða. Næsta Alþingi sker úr. A enn að rætast á þingi voru og þjóð er skáldið kvað fyrir 280 árum : „Pessi öld er undarlig, allir góðir menn um sig Siglfirðingur náði viðtali við Jón bónda í tungu, er vaJ hér á ferð i gær. — Ert þú hér með sláturfé? spyrjum vér. — Nei, ekki í þetta sinn, svarar Jón. Eg fæ ekki að reka hingað fé til slátrunar fyr en 5. október. Mér hefði að sönnu verið mun hagkvæm- ara að koma fyr, því vel getur svo farið, að eg og aðrir, er hingað er stefnt með sláturfé svona seint, komumst ekki hingað þá, t. d. vegna snjóa á fjöllum. — Er ykkur ekki afskömmtuð tala sláturfjár á hverjum stað.? — Jú. í þetta sinn fæ eg að slátra hér 87 kindurri. Eg býst við að þær hefðu þó orðið mun fleiri, ef verzl- un með kjötið hefði verið frjáls. — Hvað fáið þið nú fyrir kjötið ykkar hér í naust? — Eg veit ekkert um það. Kjöt- verðlagsnefnd hefir ákveðið verðlag á kjöti, eins og þú veizt. T. d. er verð á 1. flokks kjöti ákveðið 1,10 hér á Siglufirði á þessu hausti. — Hvað býst þú við að þið fáið mikið greitt fyrir kjötið hér á inn- leggsdegi. — Pað veit eg ekki. Annars fékk eg greitt i fyrra um 80 aura fyrir fyrsta llokks kjöt hér á innleggs- degi. En nú fer engin greiðsla fram hér. Við verðum að eiga um þetta við Samvinnufélag Fljótamanna. — Er þá kjötið fært ykkur til reiknings með hinu fastákveðna verði Kjötverðlagsnefndar? — Nei. Kílóatalan erfærðáinn- leggsnótur okkar án verðs. — Eg sé, að Kjötverðlagsnefnd hefir þegar birt skýrslu sína yfir síðastliðið ár. Hvað fenguð þið ugga mega að mestu, illir taka yfirráð, að því hef eg um stundir gáð. að þeim er fylgt í flestu". Eða fer nú að birta yfir og rofa til lofts, svo að hér fái enn lengi að búa frjálsir menn í frjálsu landi? raunverulega greitt fyrir kjötið frá í fyrrahaust? — Pví get eg eigi svarað, því að reikningsskil hafa ennþá eigi farið fram. Pó býst eg við, að við munum fá 1 kr. fyrir kíló af því 1. flokks kjöti er við lögðum inn i Siglufirði. Að minnsta kosti varþví lofað þá. En aftur á móti fáum við lægra verð fyrir það kjöt, er lögðum inn annarstaðar, En hvað það verð- ur, get eg ekki gizkað á. — Hvenær búizt þið við fulln- aðargreiðslu og reikningsskilum? — Pað veit eg ekki. En það verður væntanlega einhverntíma á þessu hausti-. — Hvað fá þeir, sem skulda kaufélögunum mikið greitt, i pen- ingum? Er það allt látið ganga upp í viðskiftin? Eg veit ekkert um það. En að þvi er eg bezt veit, er það föst regla, að ársviðskiftin greiðist fyrst og fremst, til að forðast frekari skuldasöfnun. Annars býst eg við að hlutaðeigendur fái að minnsta kosti greitt sv<r mikið í peningum er nemur sköttum þeirra og skyld- um, ellegar þá að félögin taki að sér greiðsluna. — Teljið þið bændur ekki bót að kjötsölulögunum? — Ja — ekki hefir mér fundizt það Og eg get bætt því við, að eg hefi talað við marga bændur er segja hið sama. — Hvað býst þú við að þið hefð- uð fengið fyrir kjötið ykkar hér í frjálsri verzlun? — Eg býst við það hefði aldrei orðið minna er. það, er við nú fá- um eða munum fá hjá kjötverð- lagsnefnd. Og megnið af því hefð- um við fengið strax greitt i pen- ingum. » — Pið megið ekki, eftir kjötsölu- lögunum selja kjöt til neyzlu af sláturfé þótt bæði þið og neytend- ur kynnu að telja sér það stórhag? — Nei. Lögin kveða skýrt á um að það megi ekki. Par liggja við, báar sektir. — Hvað munduð þið nú hafa selt kjöt ykkar til neytenda, ef sala hefði verið frjáls eins og áður?

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.