Siglfirðingur


Siglfirðingur - 21.09.1935, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 21.09.1935, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 »«^^SNÝJA-BÍO Sunnuúaginn 22. sept. kl. 4|: „Viktor og Viktoría“ Petta er einhver skemmtilegasta og fjörugasta myndin sem sýnd hefir verið lengi. Kl. „ Vermlendingar“. Gullfalleg mynd úr sænsku þjóðlífi. Kl. 8* „Barkskipið Margrét“ Dönsk mynd í 12 þáttum, skemmtileg og spennandi. Aðal leikendur: Karin Nellemose og íb Schpnberg. KI. 10.1: „Farþeginn, sem stalst með skipinu“. Sænsk mynd, afbargðsgóð. — Eg býst við, að það hefði tæplega orðið minna en 1 kr. kíló af 1, flokks kjöti. Pó er það ekki gott um að segja. Kannske ef til vill eitthvað lægra. Jón var að búast til brottferðar og samtalið varð ekki lengra. En af því þóttist blaðið mega ráða þetta tvennt: 1. Að neytendur hér hcíðu feng- ið kjötið með miklum mun lægra verði ef verzlun með það hefði verið frjáls og 2. að framleiðendur hefðu einriig fengið hér mun hærra verð en þeir geta nokkurntíma búizt við að fá hjá kjötverðlagsnefnd. Auk þess, sem bændur hefðu þá að mestu verið vissir um staðgreiðslu í pen- ingum, eða þá í öðrum gagnkvæm- um viðskiftum, er báðum aðiljum hefði verið stór hagnaður að. Og eftir skýrslu kjötverðlagsnefnd- ar, fá bændur aldrei meira greitt fyrir kjöt sitt, að viðbœttri verðupp- bót og styrk rikissjóðs en í hæzta lagi 80 aura á kg. af 1. fl. kjöt. Pað er því ekki nema eðlilegt þótt ýmsum komi það allspánskt fyrir hér. að þurfa að greiða frá 2,07 til 1,27 eða meira fyrir kjöt- kílóið útúr kjötbúðunum. Pað heflr Iegið nærri, að hafi menn freistast til að kaupa sér kjöt til hátiðabrigða til miðdags á sunnu- dögum, hafi sú eina máltíð orðið eins dýr eða dýrari en efni í mið- dagsmatinn alla hina sex daga vik- unnar til samans. Pað er eitthvað bogið við slíkt „skipulag". V eggfóður í stóru úrvali. Einar Jóhannss. & Co. H ú s g ö g, n. 2 stoppaðir stólar Ottoman og eikarborð til sölu nú þegar. — R. v. á. Abessinía. Framhald. Verzlun er lítil við önnur lönd enda skilyrði slæm, helzt er flutt út kaffi. gull, fílabein, hunang, vax, húðir og skinnvara, sennep og myrra. Samgöngur eru erfiðar, lítið um járnbrautir og síma, þó hefir bætzt allmikið úr þessu á síðari árum. Pað voru Egyptar, sem kom- ust fyrst í kynni við Abessiníu og breiddu út þekkingu um hana, en Grikkir urðu til þess að bera þang- að menningu sína og trúarbrögð. Kristnin barst þangað strax á 4. öld og höfðu Grikkir þar mikil ítök þar til á 7. öld, að Falasjar brut- ust til valda og ríktu fram yfir miðja 13. öld, en þá náðu Abessin- íumenn aftur völdum. Abessinía átti í langvarandi trúarbragðadeilum við Portúgala og klofnaði þá ríkið í þrennt og hafði hvert ríki sinn konung unz Theodor 2, sameinaði ríkið í eina heild og var krýndur keisari 1855. En hann féll í skær- um viö Englendinga 1868. Voru nú um hríð innanlandsdeilur og viðsjár í landinu unz einn af for- ingjunum sigraði og krýndist 1872, og kallaðist Jóhannes. Hann var duglegur stjórnandi og reyndi að innleiða vestræna Evrópumenningu í landið. Hann reyndi að fá styrk ýmsra Evrópuþjóða til að fá viður- kennd hafnarréttindi einhversfetaðar við Rauðahafið, helzt Massana. En útaf þessu lenti ríkið í styrjöld við Italíu. Beið Jóhannes ósigur og mest fyrir það, að einn af vold- ugustu höfðingjum. Abessinía gekk í lið með ítölum. Féll Jóhannes í úrslitaorustunni. En Mtnelik, sá er ítalir studdu, varð keisari og hélt hann tryggð við ítali, sem loks tóku að sér vernd Abessiníu. En brátt féll Menelik illa afskifti Italíu og vildi verða laus við þau. En Italir þverskölluðust. 1895 greip Menelik til vopna gegn Ííölum og bar jafnan hærra hlut í þeirra við- skíftum, unz að friður var saminn í Addis Abeba 1896. Létu ítalir af höndum réttindi sín til verndar Abessiníu og greiddu allstóra fjár- hæð af höndum. Hallaði Menelik sér þá að Frökkum og fékk hjá þeim rétt til að leggja járnbraut frá Addis Abeba til hafnarbæjar þeirra Djibouti. 1902 gerði Abessinía samning við Englendinga, þar sem hún skuldbindur sig til að trufla í engu eða hefta rennsli fljóta þeirra er falla úr Abessiníu til Nílar og valda vexti hennar, er viðheldur

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.