Siglfirðingur


Siglfirðingur - 05.10.1935, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 05.10.1935, Blaðsíða 1
VIII. árg. Siglufirði, laugardaginn 5. okt. 193S 31. tbl. Síldarútvegsnefnd svarar fyrir sig. var leyfð og birtist í blaðinu 3. ágúst Sildarútvegsnefnd hefir nd tekið rögg á sig og sent flestum íslenzk- blöðum grein til birtingar þar sem hún ber sig sérstaklega upp undan því, að á sig hafi verið ráðizt ómak- lega í sumar í blöðum Sjálfstæðis- flokksins. Kveður hún sér þar hafa aðal- lega verið fundið til foráttu þetta tvennt: 1. Að hún hafi látið hefja sölt- un alltof seint í sumar og skaðað með því alla þá, er við síldveiði og síldarsöltun hafa fengizt í ár og þar með þjóðina í heild. 2. Að hún seinni , hluta sumars hafi haldið niðri fersksíldarverðinu til stórtjóns fyrir sjómenn og út- gerðarmenn. Það skal tekið hér fram strax, að Siglfirðingur sá eigi ástæðu til að eyðatakmörkuðurúmi sínu undir grein þessa sakir þess, að bæði stjórnarblöðin hér munu birta hana og er hún þegar komin út í mál- gagni Alþýðufiokksins hér. Munu bæjarbúar fá nóg af að lesa hana í tveim blöðum, þótt þeir eigi fái þriðja samritið prentað í Siglfirðingi. Pað sem einkennir gréin þessa fyrst og fremst er það, hve ein- kennilega hörundsár nefndin er, og hve sárlega hún ber sig undan á- rásum. Siglfirðingur verður að játa það. að hann hefir eigi átt kost á að lesa öll blöð og ekki einu sinni öll blöð Sjálfstæðisflokksins, en þau fáu blöð er bann hefir séð og á síldannál þessi hafa minnzr, man hann ekki til að hafi birt neinar árásir í því sambandi á nefndina, að minnsta kosti ekki, að henni sé sérstaklega kennt um að eigi var hafin síldarsöltun fyr en raun varð á, enda þótt nefndin ákvæði fyrsta leyfilegan söltunardag. Pau einu orð í þessu sambandi, er nefndin gæti hengt hatt sinn á og ráðið út úr árás á sig í Sigl" firðingi eru þessi orð í niðurlagi greinar í 23. tbl. Siglfirðings frá 3. ágúst: „Ráðstöfun þessi í ár að salta ekki fyr en 25. júlí (sem varð þó 22.) mun vera einn þáttur í núverandi allsherjarskipulagi hinna ráðandi flokka." Liggur nærri að halda að sam- vizkan sé verri en mann hetði grunað um þetta atriði, fyrst hún hefur upp slíkt harmakvein yfir árás í þessu efni, sem reynist svo að vera tómir órar og ímyndun. Var lika þessi ráðstöfun einn þátt- ur „skipulagsins". Pegar Siglfirðingur hafði heiður- inn af því að deila á þann ósið, að láta almanakið eitt saman ráða um söltunarhæfni sildarinnar, var langt frá því, að „auðséð" væri að síldveiði mundi bregð- ast, svo sem raun varð á, þó nefndin vilji nú svo vera láta, því að greinin var skrifuð á ljórða degi frá því er söltun eða rúmri viku eftir að söltun hófst. Og má því til sanns vegar færa að greinarhöf. hafi þarna reynzt meiri spámaður en hinar stjórnstimpluðu síldarforsjónir í nefndinni. Er ekki laust við að kenni all- mikillar drýldni og óþarflega fyrir- ferðamikillar mikilmennsku í skrifi þeirra. Munu margir þeir, er skrif- að hafa um síldarmálin á þessu sumri, hafa fullkomlega eins mikið vit á síld og síldarverzlun eins og sumir nefndarmanna og mun meiri reynslu í þeim efnum. Ættu því hinir háttvirtu nefnd- armenn að leggja sér fast á minni, að það er ekki einhlítt til allrar vi/ku, þótt þeir hafi orðið fyrir þeim vafasama heiðri að vera fyrir tilhlutun núverandi óstjórnar til þess kjörnir að standa fyrir einok- un á einni af verðmætustu fram- leiðsluvörum þjóðarinnar. Peir verða líka að hafa það hug- fast, að enda þótt allt sé nú í kalda koli tim afkomu síldarútvegsins, þá kostar nefndin og allt þetta „skipulagsumstang" svo mikið té, sem beinlínis er dregiðfrá litilum ágóða útgerðar og sjómanna, að þess er fastlega vænzt, að störf nefndarinnar sé til meira en lítils hagræðis fyrir þenna þrautpínda atvinnuveg. Og það skal sízt dregið í efa að Frá og með 1. þ. m. verður skövinnustofum okkar lokað kl. 6 e. h. alla virka daga nema laugardaga kl. 4 e. h. — Ennfremur hættum við öllum útlánum frá og með deginum í dag. Siglufirði, 1. okt. 1935. Finnur Níelsson. Sumarliði Guðmundsson. Guðlau^ur Si^urðsson.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.