Siglfirðingur


Siglfirðingur - 10.10.1935, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 10.10.1935, Blaðsíða 1
VIII. árg. Siglufirði, fimmtudaginn 10. okt. 1935 32. tbl. Söltunartími og síldarverð. i. Stofnun Síldarútvegsnefndar. Með lögura nr. 74 frá 29- des. 1934 var Síldarútvegsnefnd stofn- sett. Samkvæmt þeim er nefndin skipuð 5 mönnum og 5 til vara, þannig, að sameinað Alþingi kýs 3 menn hlutfallskosningu, Alþýðusam- bnndið einn og síldarútvegsmenn einn, eftir reglum er atvinmimála- ráðherra setur, og varamenn eru kosnir á sama hátt. Síldarútvegsnefndina skipa nú þessir menn: Finnur Jónsson, forstjóri Sam- vinnufélags ísfirðinga, alþingismað- ur, form. nefndarinnar. Sigurður Kristjánsson útgerðarm. og kaupmaður, Siglufirði, varafor- maður nefndarinnar. Jakob Frímannsson, starfsmaður við KEA. Allir kosnir af sameinuðu Alþingi, Sigurður af flokki Sjálfstæðismanna, hinir af stjórnarflokkunum. Jón Arnesen, konsúll, Akureyri, kosinn aí síldarútvegsmönnum og Oskar Jónsson bæjarfulltrúi og út- gerðarmaður Hafnarfirði, kosinn af Alþýðusambandinu. Kosningin gildir til þriggja ára, en skipun formanns til eins árs. Laun nefndarmanna eru greidd úr ríkissjóði og ákveðin afatvinnu- málaráðherra. II. Starfsvið nefndarinnar í 2. gr. laganna um Síldarútvegs- nefnd segir svo: „Síldarútvegsnefnd befir með „höndum uthlutun útfiutnings- „leyfa, veiðileyfa tii verkunar, „söltunarleyfa á síld og löggildi -síldarútflytjendur. Hún skal gera „ráðstafanir til þess að gerðar séu „tilraunir með nýjar veiðiaðferð- „ir og útfiutning á síld með öðr. „um verkunaraðferðum en nú eru „tíðkaðar. Hún skal hafa forgöngu „um markaðsleit og tilraunir til „að selja síld á nýja markaði og „annað það, er lýtur að viðgangi „síldarútvegsins. „ Til þess að standast kostnað „af þessum störfum nefndarinnar, „getur Síldarútvegsnefnd ákveðið, ..með samþykki ráðherra, að greitt „verði í sérstakan sjóð 2 prci — „tveir af hundraði — af andvirði „seldrar síldar. Sjóði þessum má „eingöngu verja í þágu síldarút- „vegsins. Nú verður sjóður þessi „svo mikill að örugt þyki, og get- „ur þá Síldarútvegsnefnd ákveðið, „að fengnu samþykki ráðherra, „að endurgreiða úr honum til „síldareigenda í réttu hlutfalli við „verðmagn seldrar síldár". í 7. gr. laganna segir: „Nú verður það nauðsynlegt, „að dómi Síldarútvegsnefndar, til „þess að tryggja gæði síldar eða „sölu á síldarframleiðslu lands- „manna, að takmarka veiði, og „er'nefndinni þá heimilt að á- „kveða, hvenær söltun megi hefj- „ast, svo og að takmarka eða „banna söltun um skemmri eða „lengri tíma, og ákveða hámark söltunar á hverju skipi". III. Byrjun söltunar. Eins og 7. gr. kveður á um, er það á valdi nefndarinnar hvenær hefja skuli söltun, sömuleiðis það að takmarka söltun og banna sölt- un algerlega um lengri eða skemmri tíma, og á það ákvæði vitanlega að vera til þess, að nefndin geti kom- ið í veg fyrir að framleiðslan fylli um of markaðinn og valdi þar með verðfalli. Aðalafsökun Síldarútvegsnefndar á því að svo seint hófst söltun sem raen varð á er sú, að í gerðum fyr- irframsamningum við Dani og Svía hafi „í ivi nær öllum þessum samn- ingum" verið það ákvæði að sölt- un þeirrar síldar er þeir fjölluðu um mætti eigi hefjast fyr en 25. júlí á saltsíld og 1. ágúst á krydd" síld nema með sérstöku leyfi kaup- enda. Parna var þó sá varnagli sleginn, er nefndin hefði vel mátt nota til umleitana viðkaupendur, hvort þeir vildu fyrir sitt leyti ekki leyfa að hefja söltun fyr en samningar á- kváðu. En eigi er vilað, að nefnd- in hafi gert nokkra tilraun í þá átt. í því sambandi hefði nefndingetað bent kaupendum á, að vísindamað- ur sá er starfaði hér við síldarrann- sóknir teldi síldina ágætis vöru, og að efnarannsóknir sýndu viðunandi fitumagn. Einnig mátti nefndin vel Leigusamningar. Athygli húseigenda skal vakið s því, að Siglu- fjarðarprentsmiðjB hefir fyrirliggjandi LEIGU- SAMNINGA-eyðublöð, cg geta þeir, er á slíkum eyðublöðum þurfa að halda, fengið þau nú keypt í prentsmiðjunni.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.