Siglfirðingur


Siglfirðingur - 19.10.1935, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 19.10.1935, Blaðsíða 1
VIII. árg. Siglufirði, laugardaginn 19. okt. 1935 33. tbl. Tryggvi Gtinnarsson. 1835 18. okt. - 1935. í gær voru rétt hundrað ár lið- in frá ' fæðingu Tryggva Gunnars- sonar. Er ekki of mikið í lagt þótt hann sé talinn með allra merkustu Islendingum síðustu alda. Hann var einn af niestu íram- kvæmdamönnum sem ísland hefir átt, viljafastur, tröll að þreki og dugnaði, framsýnn og ráðugur, verk- vís. með afbrigðum, þjóðhagasmið" ur, bóndi ágætur og frömuður um búnaðarmál meðan hann bjó búi sínu. Hann stofnsetti Gránufélagið og stjórnaði því með mikilli rausn og fyrirhyggju unz það varð Iang- stærsta verzlunarfyrirtækið í land- inu, en því hnignaði skjótt er hann sleppti af því sinni föðurhendi. í sambandi við þetta stórbrotna verzl- unarfyrirtæki — eftir þeirrar tíðar mælikvarða — kom hann fótum undir kunnáttu manna um betri hirðingu sjávarfangs til útflutnings og. innanlandsneyzlu. Hann beittist fyrir saltfísksverkun hér norðan- lands og fyrstu gufubræðslu setti hann upp hérlendis. Hann kom hér upp íshúsum, gekkst fyrir ullarmati og endurbætti þilskipaút- gerðina hér bæði beint og óbeint. Hann notaði einna fyrstur manna vatnsafl til smáiðju, hann beitti sér fyrir garðyrkju og skdgrækt, hann var fremstur manna um að koma hér upp strandferðum. Hann stofn- setti alþýðulestrarfélög, hann var öflugur talsmaður í kvenréttinda- málum og eru þá ótalin þau æfi- störf er lengst munun halda minn- ingu hans á lofti. Hann var eini maður hérlendis er svo var verk- vís, að tekið gæti að sér smíði á stórbrúm yfir hættumestu vatnsföll. Hann byggði brú yfir Skjálfanda- fljót árið 1882. Nokkru fyr hafði hann gefið Múlsýslungum efni í brú á Eyvindará og flutti það ó* keypis, tilhöggvið til Seyðisfjarðar, en af því að sýslan tímdi ekki að kosta flutninginn var brúarefnið látið liggja í óhirðu á Seyðisfirði á þriðja ár. Pá byggði hann brúna yfir Jökulsá á Brú og loks hina fyrstu hengibrú hérlendis, brúna yfir Ölvusá, sem enn er eitt með mestu mannvirkjum sinnar tegund- ar hér á landi. Annað, er Iengi mun minnzt, er 17 ára stjórn hans á Landsbankanum. Hið þriðja er það er hann átti frumkvæði að og forystu um að keypt var hingað til lands bóka- og handritasafn Jóns Sigurðssonar. Fjórða er afskiftibans at Þjóvinafélagi'nu, og kannast allir við það er hann hefir skrifað í Almanakið og Dýravininn, og hið fimmta í sambandi við Dýravininn, starf hans í þágu dýranna og vernd þeirra. Segir hann svo í „Endur- minoingum" sínum: „Af því er eg hefi aðhafst um dagana, er tvennt sem mér þykir vænst um; annað eru afskifti mín af högum Jóns Sigurðssonar. Hitt er þa3, sem eg hefi skrifað og unn- ið fyrir dýrin*. Hann keypti Prasta- skógarland við Sogið og gaf það Ungmennafélögum íslands til um- sjár og æfinlegrar eignar. Hann var um mörg ár alþingismaður, og var einn af drjúgvirkustu skörungum þingsins og óbrotgjarnan minnis- varða setti hann sér þar sem er garður Alþingishússins, en sá garð* ur er að öllu hans handaverk. Pað væri nauðsynjaverk að gefin yrði út rækileg æfisaga Tryggva Gunnarssonar, og sjálfsagt, að Menn- ingarsjóður gæfi hana út, og fengi til þess hina hæfustu menn að rita hana. Æfistarf þessa merka manns manns er svo nátengt sögu þjöðar- innar sér9taklega sögu verzlunar og verklegra framkvæmda á síðari hluta nitjándu aldar og fyrsta áratug tutt- ugustu aldarinnar, að hún yrði eitt hið fyllsta heimildarrit um þetta stórmerka tímabil, og menn þá, er þátttóku í framfarabaráttunni þá. Eftirtektarverð grein. Guðm. Hannesson. bæjarfógetí, skrifar ítarlega og rökstudda grein í síðasta tbl. Einherja um það hve „ríkisvaldið hefir hnekkt tekjustofn- um bæjanna og dregið úr gildi þeirra". Bendir bæjarfógeti réttilega á það, að „enginn kaupstaður eða sveitafélag verður þó jafn illa úti og Siglufjörður" um þessa ásælni ríkis- valdsins. Núverandi stjórn hefir gengið lengst í þessum yfirgangi, og er því mikils virði að fá þarna skýlaust á- lit eins merkasta flokksmanns stjórn- arinnar um skattaæðið. Á bæjarfó- geti heiður og þökk skiliðfyrir, hve skorinort og rökfast hann lætur uppi álit sitt í pessu máli. Hefir eigi fyr birzl í blöðum atjórnarinnar ádeila á hana um þessa háskalegu stefnu hennar, og verður að telja þetta fyrirboða þess, að fleiri og fieiri innan stjórnarflokkanna fari nú að opna augun fyrir skaðsemisstefnu þennar í skattamálum. Er í grein þessari rækilega undírstrikaðar kröf- ur og ádeilur Sjálfstæðismanna er þeir látlaust hafa haldið uppi á hendur núverandi stjórnar, bæði innan þings og utan þess. Greinin er því að mörgu leyti gleðilegt tímans tákn og mun hvar- vetna vekja nokkra undrun og mikla eftirtekt. Enda á hún það fullkom- lega skilið. Hafi bæjarfógetinn þökk fyrir greinina og blaðið sömuleiðís fyrir birtingu hennar.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.