Siglfirðingur


Siglfirðingur - 19.10.1935, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 19.10.1935, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR Söltunartími oé síldarverð. Niðurlag, Viðvíkjandi því, að eigi hafi ver- ið unnt að hefja söltun fyrir miðjan júlí vegna þess, að engar tunnubirgðir hefðu verið fyrirliggj- andi frá fyrra ári, er því til að svara að ástæðulaust virðist fyrir saltend- ur og útgerðarmenn að liggja árlangt með stórar birgðir af tunnum. í því liggur alltof mikið bundið fé. En hinsvegar mundi auðvelt þeim, er á annað borð geta fengið tunn' ur og salt, að fá það í byrjun júlí eins og síðari hluta júli, og það mundi vissulega allir hafa gert, og gera, ef þeir vissu að þeir fengi að salta þegar síldin kernur og fitnpiagn leyfir og ef þeireru vissir um marlc- að þeirrar síldar. Eitt af hlutverkum nefndarinnar er að leita nýrra markaða, en að því hefir nefndin, eftir því sem al- mennt er kunnugt, lítið unnið enn- þá. Pað virðist bráð nauðsyn aðryðja úr vegi þeirri firru í hinum eldri markaðslöndum, að síld geti aldrei orðið söltunarhæf fyr en undir júlí- lok, jafnframt hinu, að leita nýrra markaða, er eigi láta slíka „klásúlu" fylgja kauptilboðum. Á þessu hvorutveggja verður nefnd- in að byggja sölu og markaðsleitar- viðleitni sína framvegis, en hætta því og útrýma algjörlega, að allur vor síldarmarkaður „dependeri svo af þeim sænsku“, eins og hingað til hefir viðgengizt. Manni skilzt, að það séu Islend- ingar sjálfir fyrst og fremst, sem eigi að ráða yfir sinni síldarframleiðslu, þó hinsvegar sé sjálfsagt að reyna að fullnægja kröfum kaupenda, svo lengi sem þær byggjast á skynsam- legum takrnörkum og séu eigi til hömlunar á frekari sölumöguleikum og markaðstraflala. Má f þessu sambandi minna á, að stranglega og samvizkusamlega framkvæmt síldarmat á hinum ýmsu markaðs og verkunarflokkum, mundi verða nefndinni mikill styrk- ur, og síldar framleiðslunni yfirleitt. Af því sem hér hefir sagt verið verður eigi séð að nefndinni sé það nokkur málsbót, þótt undafarið hafi það þótt sjálfsagt að hefja eigi sölt- un fyrr en síðast í júlí. Pað verð- ur að. álítast kredda sem á að út- rýma, eða að minnsta kosti ekki að gera að almennri, undantekn- ingariausri reglu. Og að fylgja þeirri tiktúru í blindni bendir tvímæla- laust til kyrstöðu og afturfarar. En manni skilzt, að nefndin muni fyrst og fremst hafa verið sett á laggirnar til þess að BÆTA ástand* ið, en ekki til þess, fyrst og fremst, að halda dauðahaldi í einna var- hugaverðasta vanann, er skapazt hefir fyrir ráðríki Svía og annarra útlendinga. Pá er komið að allra vandræða- legustu afsökun nefndarinnar, en sem hún þó virðist leggja meira upp úr en hún hefði átt að gera. Nefndin segir svo: „Um það atriði, hvort ekki sé réttara að fara eftir fitumagni síldar en almanakinu um byrjun söltunar. má geta þess, að ítarlegar tilraunir hafa verið gerðar *í þá átt af síldar- seljendum, en sænskir síldarkaup- menn að minnsta kosti halda því fram, að júlísíld sé slæm vara, þótt feit sé, því sú síld sé „aldeles u- holdbar", enda kemur þetta heim við reynslu ýmsra þeirra, er við síldarsöltun hafa fengizt hér á landi“. I hinni ítarlega rökstuddu grein í Siglfirðingi 3. ágúst si. var drepið á þetta atriði og bent á, að „skoð- un“ Svíanna um „uholdbarbed" júlísíldar byggðist einna helzt á því, að þeim er óhagkvæmt að fá síld til verksmiðja sinna fyr en í ágúst, en fyr eru þeir ekki, í venjulegu árferði, búnir að selja svo mikið af fyrra árs framleiðslu sinni að þeir kæri sig um að taka við síld til vinnslu. Og þeir vita það, að hér- umbil undantekningarlaust tekst þeim að fá þá síld er þeir þurfa, þótt seint sé og það jafnvel þótt sr.urpusíld bregðist til muna. Og það ætti síldarútvegsnefnd að vera ljóst, að Svíarnir eru on ha/a verið slíkt autoritet hérl. um allt er að síldarmarkaði og síldarverkun lýtur, að svo má segja, að þeir séu hér einvaldir. Peir eru og hafa ver- ið hér allt í senn: matsmenn, bryggjuformenn og mestu ráðandi um veiði og markað neyzlusíldar. Hvaða firru sem þeim dettur í hug að halda fram til framdráttar sinna hagsmuna, hafa löngum orðið hér sem óskráð lög. Og þessi „uhold" barheds“-Kenning sýnir bezt, að allt er gleypt ótuggið og tekið gott og gilt, er þeir segja, enda þótt það hafi engan stuðning í vísindalegri þekkingu og reynslu. Pað er að vísu ekkert undarlegt, þótt Svíar, er kryddsíld kaupa til alveg sérstakrar framleiðslu, fái að hafa hæfilegt eftirlit með því, að eftir þeirra sérstöku uppskriftum sé farið hvað kryddunina og meðferð kryddsíldarinnar snerlir. En fram yfir það ber þeim enginn réttur til jafnvíðtækra afskifta af íslenzkum síldarútvegi og þeim hefir leyfzt hingað til alveg óátalið. Petta hefir gengið svo langt, að þeir hata t. d. í heimildarleysi is- lenzkra laga Ieyft sér að breytafuli- verkaðri saltsíld í Matjessíld, maga- dregið hana uppúr 25 gráða pækl- inum og dembt svo á kana daufari pækli til afvötnunar. Má nærri geta hvaða áhrif slíkt getur haft á mat- jessíldarmarkaðinn, og ekki síður það, hvert virðin£arleysi slíkt skap- ar fyrir íslenzkri framleiðslulöggjöf. Og dæmi eru til þess og þau víst allung, að þegar slíkt athæfi befir verið kært tirsektar, hafa þeirgeng- ið beint í ,iMvítahúsið“ við Lækj- artorg og „dirigerað" þar alveg eins og hérna á síldarpöllunum, og feng- ið fram sitt mál. „Rátfárdighetan segrade", sagði einn Svíinn fyrir stuttu, er hann hafði fengið undanþágu stjórnarinn- ar frá að þurfa að hlíta landslögum um vöruvöndun. Og hvaða sílkarseljendur eru það, sem gert hafa „ítarlegar tilraunir í þessa átt“? Og hvernig stendur á því, að þessar „ítarlegu tilraunir" er svofá- um kunnar? Að minnsta kosti hefir KENNI: Ensku, Pýzku, Dönsku, tvöfalda Bökfærslu og reikning. Kristján Kjartansson. Norðurgötu 16.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.