Siglfirðingur


Siglfirðingur - 27.10.1935, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 27.10.1935, Blaðsíða 1
VIII. árg. Siglufirði, laugardaginn 27. okt. 1935. 34. tbl. ÓFRIÐURINN. Kort af Abessiniu. (Örfarnar sýna stefnu ítölsku hersveitanna.) Það tná nú kalla afráðiðað Þjóða- bandalagið haFi ákveðið að beita skuli refsiaðgerðum gegn ítalíu. En ekki er hilt jafn-afráðið í hverju þaer skuli vera fólgnar. Ákveðið er þó í orði kveðnu einhverskonar viðskiftabann. Eru nú hinar ýmsu þjóðir Banda- lagsins að skeggraaða þetta hver heima hjá sér, sumar eru farnar að breyta löggjöf sinni í samræmi við út- og innflutningsbann til og frá ítalfu. Önnur fara sér dræmt um þessi á- kvæði og þar á meðal stærstu þjóð- irnar, Bretar, Frakkar og Bandaríkja- menn, enda þótt Roosevelt sé búinn að gefa emhverjar fyrirskipanir um sölubann á hráefnum til Italíu er not- uð verði til hergagnaframleiðslu, svo og sölubann á vopnuum þangað. Eitthvað eru Englendingar farnir að tala um þetta sama, en þar stendur nú yfir þingrof, og nýjar kosningar fyrir dyrum. Frakkar, með Laval í broddi fylk- ingar, láta sér tftt um að tala um fyrir Mussolini og fá hann til frið- samlegra umþenklnga, en hann er tregur til, og líklegt að hann finni vel að friðarhjal Frakkans 'muni ekki standa djupt, en sé eins og olfubrá á yfirborði vatns. Virðast Frakkar nú í allmiklum vanda. Peir þora ekki að gera Bretum agnarögn á móti skapi, en hinsvegar illa við að styggja Musso- lint, og vita ekki til hvers draga kann, ef illa tekst til um vináttuna öðru hvoru tuegin. Lelka þeir því mjðg tveim skjöld- um og er bágt að átta sig á, hvað þeir í raun og veru ætlast fyrir. En útúr öllu þeirra fálmi verður það ráðið, að hiklaust ætli þeir sér þann hlut, að lenda ekki þeim megin er ósigurvæn- legri verði. Atinars hafa Bretar haft alla forystu um ákvarðanir Bandalagsins. Peir hafa færzt undan þvf, að draga saman eða minka flota sinn á Mið- jarðarhafi, en alltaf leyfist þó ftölum takmarkalaus vopna- og hergagna- flutningur suðaustur til vfgstöðvanna. Engar stórorustur hafa orðið, en smáskærur og loftárásir og loftnjósnir frá hálfu ítala, einkum á suðurvfg- stöðvunum. Eru nú voðaleglr hitar um þessar slóðir, sem jefnvel sjálfir Abessiníu- menn láta bugast undan, en mennog skepnur, er frá Evrópu koma þangað, örmagnast og verður að viðhafa ítr- ustu nærgætni og varúð í ðllum atriðum. Hermenn og húsdýr er flutt f Iand um nætur og dýrunum komið að næturlagi upp f fjöll þar sem svalara er. Einnig er ítðlum mjög erfitt um öflun drykkjarvatns, en það er allra hluta nauðsynlegast á þessutn brunaslóðum. Fregnir frá vfgstöðvum Abessfníu eru mjög ósamhljóða og oft borið til baka f einni fréttinni það sem fullyrt er f hinni. Pó hafa rní ftalir á valdi sínu héröðin kringum Adua og all- stórt svæði f suðurhluta landsins stuttu norðan við landamæri ítalska Somali- lands. Kort það er hér fylgir af Abess. iníu gefur skýra hugmynd um stefnu og hreyfingar ftölsku herjanna. Hafa ítalir eins og kunnugt er rálizt á þrem stöðum inn f Abessiníu: suður beint úr Eritreu og stefnt á Adua, þá suðvestur inn yfir Danakileyði'

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.