Siglfirðingur


Siglfirðingur - 27.10.1935, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 27.10.1935, Blaðsíða 2
4 SIGLFIRÐINGUR merkur rétt aorðan við landamæri frakkneska Somalilands og norður úr Somalilandi ítala austanverðu. Sjást greinilega á kortinu stefnur herjanna, sem táknaðar eru með örfum, og virðast allar stefna til Addis Abeba. Síðustu fregnir herma að nú sé loks sendiherra ítala horfinn úr Addis Abeba, en þar hefir hann setið í trássi, að þvi er virðist, bæði við Ítalíu og Abessiníumenn. Var honum fylgt til Djibúti af lífverði keisarans. Fréttir. Togarinn „Rópur“ hefir legið hér.undanfarna viku til ísfiskskaupa af bátum. Gæftir hafa ver- ið svo slæmar siðan, að eina tvo daga hefir gefið á sjó, og hefir Kópur nú fengið tæpar 30 smálestir. Heldur var afli líflegri seinni daginn og er líklegt að nokkuð mundi fiskast ef tíð væri hagstæð, og vel mundi borga sig að róa enda þótt beitan sé dýr. Ennþá virðist vera alfmikil síld i Faxaflóa, og hefir hún jafnvel, síðast er fréttist gengið grynnra en áður. Hefir mikil síld borizt á land í Hafnarfirði, Akra- nesi og Keflavík f þessum mánuði. Kristján Einarsson, framkvæmdarstjóri er nú farinn til Bandaríkjanna og Kúba í markaðsleit- arerindum fyrir Fisksölusambandfð. Á hann að leitast fyrir um sölu saltfiskj- ar héðan í þessum löndum. Er eigi vonlaust talið að takast megi að fá þarna markað fyrir ísl. saltfisk, en áð- ur hefir sama sem enginn saltfiskur héðan selzt á þessum slóðum. Hvanneyrarkirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 2 e.h. Börnin hafi með sér Sálma- kverið. Karlakórinn „Vísir“ syngur í dag kl. 4. Hefir kórinn eflzt allmikið í seinni ttð og bætzt LÖGTAR hefir áður verið auglýst á þinggjöldum ’35 og dráttarvöxtum. Vakin skal athygli á, að dráttarvexti her að greiða af þinggjöldum -g- prc. yfir hvern mánuð. Peir sem ekki hafa aðstöðu til að greiðe þinggjöldin á bæjarfó- getaskrifstofuna kl. 10 — 12 árd. og 1—4 síðd. geta greítt þau lögreglu- þjóni Chr. L. Möller á varðstofunni kl. 6—7 síðdegis. Samkvæmt fyrirskipun verður gengið ríkt eftir að þinggjöldin greiðist án frekari fyrirvara. Skrifstofu Siglufjarðar 26. okt. 1935 G. Hannesson. Permanent-hárliðun. Wella pefmanent er svo viðurkennt að annað betra þekkist ekki, tek ábyrgð á því. — Soron-permanent á kr. 10—12. Hárgreiðslustofa Gróu Halldórs. Sími 179. BSB NÝJA-BÍÓ Sunnudags- mánudags- og þriðjudagskvöld kl. 81: „Connie litla“, Afar skemmtileg dönsk talmynd í 12 þáttum. Aðal hlutverkin leika: Connie litla, Ib Schönberg og Aase Madsen, sem hlaut nafnbótina: „Fegurð- drottning Danmerkur“. Kl. 41; Sýning feilur niður Kl. 61: F. P. 1 svarar ekki. Spennandi og skemmtileg mynd. nýir kraftar. Sigurður Birkis hefir mest- allan þenna mánuö unnið að þjálfun kórsins í heild og einstakra radda hans. Vfsir hefir allmörg ný lög ásöngskrá sinni sem fólkinu mun þykja fengur í að hlusta á. Góðir lindarpennar s og margskonar ritföng, nýkomin. Verzlun Halldörs & Sveins. Nýkomið! Tvisttau, hentugt í skóla- sloppa, ennfremur mikið úrval af herrasokkum og ódýrum bindum. Verzlun Sig. Kristjánssonar. Vetrarstúlka heimili í Skagafjarðarsýslu. Upplýsingar í síma 160. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sig. Björgólfs. Siglufjarðarprentsmiðja.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.