Siglfirðingur


Siglfirðingur - 31.10.1935, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 31.10.1935, Blaðsíða 1
IV. árg. Sigluíirði, fimmtudaginn 31. okt. 1935. 35. tbl. ÓFRIÐURINN. Myndbtiar sýna: 1. Jdrnbrautalestina milli Addis Abeba og Djibúti. 2. Frá Tanavatni. 3. Fjallveg i Abessiniu. Ekki er ennþá útkljáð um refsiað- gerðírnar gegn ítölum annað en það, að flestöll ríki Þjóðabandalagsins lát- ast vera eindregið með því, að við- skiftalegar refsingar komi til, en ekki mun þeim beitt verða næstu daga að minnsta kosti. Eru rfkin ekki sammála um aðgerðirnar: 50 ríki kvað hafa fallizt á bæði verziunariegt og fjár- málalegt bann, 47 ríki fjármálaviðsk,- bann eingöngu en 46 ríki á innflutn- ingsbann á ítölskum vörum og út- flutningsbann til Ítalíu. Frá vigstöðvunum*berast þær féttir, að ftalir búist við árás Abessiníu- manna á norðurvígstöðvunum. Kveð- ast þeir vera fullviðbúnir árásinni og muni mæta henni með suarpri vél- byssna og stórskotahríð. — Fréltir koma um það, að herlið frá Abessi- níumðnnum sé að því komið að af- króa her ítala, þann er sótt hefir fram til Adua, og séu herdeildir frá þeim komnar norður f Eritreu. Laval heldur áfram sáttaumleitunum enda þótt þær beri ennþá Htinn ár- angur. Eru þeir af og til að ráða ráð- um sínum, Laval og Eden. Kalla þeir Aloisi baron á sinn fund við og við, og þegar Laval hefir mest við talar hann við Mussolini, en Mussolini læt- ur sér fátt um finnast friðarhjal þeirra fálaga. Hann hefir minnst á það, hve lítinn friðarhug og friðarvilja þeir hafi sýnt og Pjóðabandblagið yfirleitt, þeg- Japanir voru að brytja niður Mansjúr- íumenn og ryðjast þar til valda, ekki hafi þeir heldur mikið kippzt við, er nágrannaþjóðirnar í Suður-Amerfku voru að drepa hvor aðra, né heldur hafi verið orð á því haft, er Frakkar ruddust með báli og brandi um alla Marokko, drápu þar fólk í hrönnum og lögðu undir sig íbúana. Ekki hafi heiminum stórum brugið, er Bandarík- in börðust við Spán og brutust til valda f Filippseyjum eða þegar gull- þorsti Breta leiddi þá útí ljótustu styrj- öld er sögur fara af og þrælslegustu, er þeir réðust á Búana, friðsama bændaþjóð og rændu þá löndum. Pað, sem Laval stingur uppá til samkomulags, er það, að ítalir fái þær landspildur, er þeir þegar hafa náð, %

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.