Siglfirðingur


Siglfirðingur - 31.10.1935, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 31.10.1935, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 Pað er aðeins eitt íslenzkt líftryggingarfélag, Líftryggingardeild. og það býður betri kjör en nokkuð annað líftryggingarfélag starfandi hér á landi. Líftryggingardeild Sjóvátryggingarfél. Islands h.f. Umboð á Siglufirði hefir Þormóður Eyólfsson, konsúll. nema 7 kr. á ári fyrir heimilis- menn kaupstaða og 6 kr. utan kaupstaða. Auk þess greiðist 1 prc. af skattskyldum tekjum, miðað við 500 kr. persónufrádrátt. Er ráðgert að heildariðgjöld nemi 800 þús. kr. álega og legst sú fúlga algerlega í sjóðinn fyrst um sinn til ávöxtunar þar til hinar almennu ellilífeyrisgreiðslur byrja. Er gert ráð fyrir að sjóðurinn verði orðinn 57 milj. kr. er greiðslur hefjast fyr- ir alvöru. Avinnuleysistryggwgar. Stéttafélögum eða öðrum flokk- um manna er heimilað að stofna atvinnuleysissjóði innan sinna fé- laga til tryggingar félagsmönnum. Er slíkur sjóður hefir verið stofn- aður, fær hann styrk frá ríki og bæjarfélagi í beinu hlutfalli við þau framlög er félagsmenn leggja á sig sjálfir í þessu skyni og skulu þau nema 50 prc. greiddra iðgjalda frá hvorum aðila, að því er snertir sjóði ófaglærðra daglaunamanna og sjómanna. Til annarra atvinnuleysissjóða miðast framlög ríkis og bæja við þann styrk, er úthlutast af framlög* um sjóðsfélaga. Bannað er að veita atvinnuleys- isstyrk: 1. Til manna, sem verkfall eða verkbann nær til, 2. til þeirra, er njóts slysa-, sjúkra- eða örorkustyrks eða eru á opinberu framfæri vegna langvar- andi veikinda, 3. til þeirra, er misst hafa at- vinnu af ástæðum, er þeir eiga sjálfir sök á. 4. til þeirra, er sviftir eru frelsi að opinberri tilhlutun og 5. til þeirra, er neita vinnu, er þeim býðst, að tilhlutun vinnu- miðlunarskrifstofu. Er þetta frumvarp mikið bákn og eitt hið stærsta og umfangs- mesta er ennþá liefir komið fram í Alþingi í þetta sinn. Aðalbreytingarnar á framfærslu- löggjöfinni samkv. þessu nýja frum- varpi eru þær, að sveitfestitíminn er afnuminn. Dvalarsveit sé fram- færslusveit. Landinu er skipt í tvö framfærslusvæði: Sveitir annarsveg- ar og kaupstaðír og kauptún hins- vegar. Skal á hvoru framfærslu- svæði um sig reikna út framfærslu- kostnaðinn, og miða við að einum þriðja víð tölu verkfærra manna. að einum þriðja við skattskyldar tekjur, að einum sjötta við skuld- lausar eignir og að einum sjötta við fasteignamat, eftir þar um sett- um reglum, ef eitthvert sveitarfé- lag hefir orðið að greiða meira en meðal framfærlsukostnað á sínu framfærslusvæði. Áður þurfti fram- færzlukostnaður að vera 15 prc. fram yfir meðallag á öllu landinu til þess, að endurgreiðsla kæmi til. Pá hafa verið lögð fyrir þingið fjáraukalög fyrir 1934. Eru þau að upphæð 2,017,211,76 kr. Hefir stærsti liðurinn verið til dómgæzlu og lögreglnmála 722 þús, kr. 387 þús. kr. haja farið til brúagerða, 316 þús. til síma, pósts7og útvarps, og 109 þús, t> 1 heilbrigðismála. Má af þessu sjá að um engar smáræðis umframgreiðslur er að ræða. Þá hefir þetta þing komið sér upp sínu prívat geldingafrumvarpi eins og næstu þing á undan, og er það í salti sem stendur. Er von- andi að það endist þingmönnum til þingloka, Peir hafa það svona til þess að gæða sér á „mellem slag- ene“. Sérstaklega kvað Pétur Zóf. verða óvenju mælskur, er það er á dagskrá, og þykja það gómsætt um- ræðuefni. Annars er það eftirtektarvert hve vinnubrögð þingsins eru slæleg. Fundir standa sjaldan yfir lengur en frá 10 mínútum uppí 2 kl.st. lengst og oft ekki nema eitt og tvö mál á dagskrá deíldanna. Annað er eftirtektarvert að langsamlega mestur hluti þeirra frumv. er tekin hafa verið til meðferðar hafa kom- ið of seint fram og orðið að vcita þeim viðtöku með afbrigðum frá þingsköpum. Sýnir þetta forsjárleysi og trassaskap þeirra er málin bera fram og ábyrgðarleysi stjórnarinnar og hirðuleysi um að flýtasem mest þíngstörfunum og losa þannig þjóð- ina við að þurfa að ala þingherinn að nauðsynjalausu vikum og mán- uðum lengur en þörf væri. Má í því 'sambandi benda á, að deilan um Doríu-Manga hefir kost- að þjóðina milli 12 og 15 þúsund krónur. Er slíkt óafsakanleg léttúð um meðferð ríkisfjársins þegar þús- undum manna í landinu liggur við hungri af fjárskorti. En þetta er „stjórn hinna vinn- andi stétta“ er þannig notar ríkis- féð, á sama tíma og hinar vinnandi stéttir stynja undan skattakúgun og beinum skorti. Er þetta ekkí dásumleg stjórn! Hvað óttast mennirnir? Nú í síáasta Einherja skrifa þeir báðir, bæjarfógetinn og ritstjórinn, um það, að Siglfirðingur hafi, með því að vekja athygli á grein bæj- arfógeta, gert málið að flokksmáli. Petta er hin mesta firra. meðal annars af því, að þetta skattstofna- mál hefir verið eindregið flokks- mál og prinsipmál núverandi flokka,

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.