Siglfirðingur


Siglfirðingur - 11.11.1935, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 11.11.1935, Blaðsíða 1
> VIII. árg. Sigluíírði, mánudaginn 11. nóv 1935. 36. tbl. MATTHÍAS JOCHUMSSON. 1835 —11. nóvember — 1935. Matthías 35 ára. Matthías 80 ára. I. TRLJARSKÁLD. Eftir séra 'ÓSKAR J. PORLÁKSSON. Fáir, sem ort hafa sálma 04 trúarljóð á íslenzka tungu, hafa verið ástsælli meðal almennings en séra Matthías Jochumsson. Minnin.í hans sem trúarskálds verður áreiðanlega ofarlega í hugum margra nú á 100 ára afmæli hans, og margir munu í anda færa honum innilegar þakkir fyrir þá hugsvölun og blessun, sem sálmar hans og trúarljóð hafa veitt þeim. Séra Matthías var heitur og einlægur trúmaður, er.da eru sálmár hane framúrskarandi innilegir og andríkir. Idinar ytri trúarskoðanir hans voru þó mjög mismun- andi á ýmsum tímum æfi hans. Eftir því sem árin liðu óx frjálslyndi hans og víðsýni, Mótuðust guðfræði hugmyndir hans mjög af skoðunum nýguðfræðinga og unitara. Sérstaklega varð hann fyrir miklum áhrifum af ritum hins unitariska spekings Dr. Channings, og taldi hann beztan allra guðfræðinga. Séra Matthías stóð lengi, því nær einn uppi með skoðanir sínar í ís- lenzku kirkjunni, og þótti sumum sem honum væri ofaukið í prestsstöðu, en nú er svo komið, að mikill hluti íslenzkra presta og íslenzku kirkjunnar hneygist mjög að slíkum skoðunum og þeim, er hann hafði. Pessi þróun í trúarskoðunum séra Matthíasar kem- ur bæði beint og óbeint, fram í sálmum hans og trú- arljóðum, og þó að trúarlíf hans hafi orðið fyrir áhrif- um frá öðrum, einkum erlendum guðfræðingum, þá er hann algjörlega frumlegur sem sálmaskáld. Mest ber á einlægni og trúarhita í sálmum hans, og allstaðar slær hið tilfinningarríka hjarta hans. Peir lýsa auðmýkt hans og lotningu fyrir skaparanum og sköpunarverkinu. Peir lýsa gleði hans og hrifningu yf- ir lífinu, sorgum þess og vonbrigðum og eru þrungn- ir af kjarki og karlmennsku. Tiltölulega lítið ber á trúfræðilegum skoðunum í sálmum séra Matthíasar. Mann leggur guðfræðina að mestu á hilluna, þegar hann yrkir. Hann yrkir aftrú- arþörf, það er hið einlæga samband hans við Guð, sem kemur svo vel fram í sálmum hans, og þessvegna ná þeir svo vel til hjartans. Petta er einn af höfuð- kostunum við sálrn^ séra Matthíasar. Vegna þess, hve lausir þeir eru við alla trúfræði, sem sífelt er að breytast, munu þeir lifa frá einni kynslóð til annarar og svala trúarþrá manna, því þótt guðfræðin breytist, þá er trúarþel mannsins gagnvart Guði æ hið sama, aðeins mismunandi einlægt og þróttmikið. Að þessu leyti eru sálmar séra Matthíasar einstakir í sinni röð meðal íslenzks sálmakveðskapar, og eiga því víst langlífi meðal þjóðar vorrar.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.