Siglfirðingur


Siglfirðingur - 09.11.1935, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 09.11.1935, Blaðsíða 1
VIII. árg. Siglufirði, laugardaginn 9. nóv. 1935. 37. tbl. Hörmulegt slys. Prír ungir menn verða úti i fjárleit. Síðastliðinn mánudagsmorgun Iögðu þrír ungir menn á stað til að svipast að té frá Úlfsdalabæj- um, þeir Guðmundur Meyvantsson frá Máná. Kristján Hjálmarsson frá Engidal og Haraldur Björnsson frá Sigulfirði, semstaddur var í kynnis- dvöl að Dalabæ. Leituðu þeir suð- ur Almenninga, alla leið til Hrauna. Par höfðu þeir nokkra viðdvöl, en héldu þaðan aftur heimleiðis kl. 2 um daginn. I sama mund brast þarna á ægiveður af norðaustri með krapahríð, og varð veðurhæð svo mikil um Úlfdali og Almenn- inga, að búandi menn þar þykjast tæplega muna hvassara veður. Er þeir félagar voru eigi komnir heim að morgni þriðjudags, Iögðu þeir Sigurður Jakobsson, bóndi á Dala- bæ og Meyvant Meyvantsson, bdndi að Máná, af stað til að svip- ast ettir mönnunum, Leituðu þeir báóir daglangt og Sigurður alla miðvikudagsnóttina án árangurs. Höfðu þeir spurnir af ferðum leit- armanna á Hraunum. Snemma á miðvikudag var sent hingað eftir mönnum til aðstoðar við leitina. Fóru héðan ellefu menn og leituðu allan miðvikudaginn og fundu þá lík Haralaar, tæpum 500 metrum sunnan við Mánárbæ. Hafði hann hnigið þar niður magnþrota. — Snemma á miðvikudagsmorgun, áð- ur en fregnir bárust hingað af Döl- um, lagði Jón Gunnlaugsson, raf- virki, á stað til símaviðgerðar á Hraunadal, og gerði ráð fyrir að ganga norður til Dalabæjar og gista þar. Er hann hafði lokið starfi sínu, hélt hann sem leið liggur norður Almenninga og gekk þá fram á lík Kristjáns, við svokallaðan Kvígild- ishól. Er hann kom til bæja, hitti hann þar fyrir leitarmenn héðan, er þar dvöldust yfir nóttina og skyldu halda leitinni áfram næsta dag. Sagði hann þeim til líks Krist- jáns, Og á fimmtudagsmorgun,. er leitarmenn fóru að sækja lík hans fundu þeir lík Guðmundar. Var það litlu norðar, við svonefndan Arnbjargarhól. Menn geta þess til, að Kristján hafi veikzt, en hinir reynt að hjálpa honum áleiðís, en hafi þó tekið það ráð, að Haraldur leitaði hjálpar til bæja, en Guðm. yrði eftir hjá Krist- jáni. Atburður þessi er svo sorglegur, að menn setur hijóða við þá fregn, að þrír ungir, hraustir menn bíði bana samdægurs með svo svipleg- um hætti. Við slík atvik verða orðin magn- laus. Hugirnir leita hljóðs ogkyrrð- ar. Siglfirðingur vottar öllum, er hér eiga hlut að máli, lotningarfyllstu samúð sína. Kl. rúmlega 7 í kvöld kvað við líkhringing kirkjuklukknanna. Pað var verið að koma með lík- in — handan yfir fjöllín. Fólksfjöldinn bíður og drúpir höfði. í fyrsta sinn í minnum manna hafa Hk verið flutt þannig y6r þessi fjöll. Margir gönguklæddir menn með langa stafi í höndum koma fyrir götubeygjuna. Kirkjuklukkurnar kveða við — dimmt, en milt, þungt — eins og sorgin. Prjár, ómálaðar líkkistur hver á eftir annarri. Mannfjöldin tekur ofan höfuð- fotin. Hin sorglega lest liður framhjá. I hinum hvítu kistum hvíla dán- ar vonir. Margar þrár. Fjöldi óunninna starfa. Á eftir ganga þeir er mest hafa misst. Peirra er hin hljóðá sorg. Peirra er minningin — harmur» inn — þökkin. Allra hugir dvelja við ungu mennina látnu — líkin, er komu handan yfir fjöllin. Friður guðs sé með yður ungu menn! Leiðrétting frá 26. tbl. „Neista". Misprent- ast hafði um dánardægur Meyvants Meyvantssonar. Pað var 4. nóv. 1933 en ekki 4. okt. 1932 eins og stendur í blaðinu. Petta er beðið að afsaka. Ritstj. „Neista". Bœjarfréttir. > Siglfirðingur kemur út á mánudaginn. Eru þár greinar um Matthías skáld Jochumsson eftir séra Óskar J. Porláksson, Sigurð Björgólfs og „Alþýðumsnn". Myndir eru í blaðinu af þjóð- skáldinu þrítugu og áttræðu. Pá eru har myndir af Matthíasi frá 1868 og fyrstu konu hans, Elínu, og mynd af Matthíasi með bróðurson sinn, séra Matthias. síðar prest í Grímsey, þá á barnsaldri. Blaðið er prentað í litlu upplagi

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.