Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.11.1935, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 23.11.1935, Blaðsíða 1
MINNING. f I lofti getur veður skipazt skjótt, og skinið hlýja breytzt í dimma nótt, og brosið fyrir beizkum harmi rýmt, í bjarta salnum orðið dauðahljótt. Er hélan hvíta nístir blómin blá og bjarta hlyni þrumufleygar slá, vér kennum geigs og komizt getum við. En hvað er það hjá bleikum vinar-ná? Pá opnar treginn undirdjúpin sín, í augum grátnum táramóða skín. og sorgin rifjar hugljúf atvik upp, sem undirvitund dulklædd geymdi þín, ?ótt blæði hjarta og brenni hugurinn, er blessuð minning förunautur þinn og leiðarsteinn um lífsins miklu röst, sem leiðir þig á tryggar hafnir inn. P'rír góðir drengir gistu vígðan reit, þrír góðir drengir fluttu ljóss í sveit. Grátið þá ekki ! Gleðjist yfir þeim! Hvað göðum hæfir, drottin sjálfur veit. F. H. Berg. Frú Emilía I Sigfúsdóttir. ■ Hún andaðist að heimili sinu 18. þ. m. Hún hafði í hartnær 11 ár átt við megna og þráláta vanheilsu að stríða, sem loks dró hana til dauða. Emilía var fædd 6. september 1898 í Skarðdalskoti hér í Siglu- nrði. Foreldrar hennar voru þau hjónin Sigfús Jóhannesson og Sig- urlaug Guðbrandsdóttir. einkabarn Guðbrandar Eina^ssonar og Rann- veigar Guðmundsdóttur, er bjuggu í 30 ár að Saurbæ í Siglufirði (frá 1857 til 1887). Foreldrar Emilíu sálugu eignuð- ust 10 börn, 6 dætur og 4 syni. Tvo af sonum sínum misstu þau á ungum aldri, en uppkominn sonur þeirra varð úti rétt ofan við bæinn veturinn 1903, aðeins 12 ára gam- all, ásamt Finnboga Hafliðasyni. Systir Emilíu, Júdit, dó í Kaup- mannahöfn 1927. [Alsystkini henn- ar, sem eru á lífi, eru: Guðbrand- ur, Geirlaug, kona Sveins smiðs frá Steinaflötum, Jónína, ekkja Olafs sál. Sigurgeirssonar bakara, Rann- veig og Ragnheiður, báðar ógiftar. Tvö hálfsystkin Emilíu voru Helgi Sigfússon, skipstjóri, er drukknaði af m.b. Fram frá Dalvík 4. nóv. 1933 og Sigurlaug, gift kona í Hrísey. Móður sína missti Emilía árið 1900, rúmlega ársgömul, og gekk þá Geirlaug systir hennar systkin- um sínum í móðurstað, unz hún giftist Sveini manni sínum. Faðir Emilíu fluttisr eftir lát konu sinnar hingað lil bæjarins, og drukknaði hann 1810 af hákarlaskipinu Hekt- or á hafi úti í stórsjó og illviðri. 29, maí 1920 giftist Emilía eftir \

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.