Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.11.1935, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 23.11.1935, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR Skipulagningin á kjötsölunni. Svar til Jöns bónda á Hofi, frá Jóni í Tungu. Lítill formáli. Pað má ekki minna vera en að ritstj. Siglf- kvitti fyrir kveðjuna er Hofsbóndinn sendi honum þegar hann fór að bera skjöld fyrir sam- sekta menn sína í kjötlagafarganinu. Bóndinn er töluvert upp meðsér af því að teljast til beinadólganna v stjórnarliðinu og virðist vera sæll með sin skipulögðu handjárn um úlfliðanna. Sennilega er hann nú búinn að fá vitneskju um það, að Jón í Tungu og ritstjóri Siglfirðings eru ekki ein- ir um þá skoðun, að afurðasölu- brölt stjórnarinnar er eitt af verstu glapræðum stjórnariiðsins, og hefir orðið Iandi og lýð til stórrar bölv- unar eins og flest verk þeirra ó- lifandi manni sínum, Sophusi Árna- syni, kaupmanni. Eignuðust þau hjón 2 börn, Sigurð nú 14 ára og Sigurlaugu Póru, sem nú er 11 ára. Emilía sáluga var góð kona og göfug. Hún var heimili sínu, manni og börnum allt, lét sig annað útífrá litlu skifta. Sinn verkahring áleit hún að stunda heimilið og annast og hlú sem bezt að jástvinum sín- um og sínum nánustu. Hún var trygg kona og vinföst og vinavönd, hispurslaus í framkomu og hin skörulegasta. Allir, er þekktu frú Emilíu, sakna þessarar hljóðlátu, góðu konu og nánustu ástvinir hennar hafa mikið mi-'St b r sem hún er. Sérstaklega er missirinn mikill og sorgin sár fyrir eiginmann hennar og börn og mun þeim seinfyllt hið stóra skarð, er hér var höggvið. En þótt sár sé söknuðurinn, er það bót á bölinu, að minning hinn- ar góðu konu og ástríku móður er er ljúf og kær: „Hún lægir storma, stríð og böl og strýkur burtu tárin“. happamanna, er farið hafa með mál þjóðarinnar í seinni tíð. Hann hefir sennilega heyrt um samtök sunnlenzkra bænda gegn kúguninni, og kröfur þeirra um rétt- læti í ináli þessu. Hann hefir sennilega heyrt grein- argerðina er lesin var í Útvarpinu fyrir breytingum á afurðasölulögun- um. og komizt þar að raun um hvernig litið er á þetta þjóðar- hneyksli svona alnsennt. Og það skyldi ekki undra mig þó eg trétti aðgorgeirinn og Hriflu- hofmóðurinn væri farinn að lækka í þessum Skagfirzka Framsóknar- dindli. Með skrifi sínu í Einherja hefir Jón á Hofi sýnt, að því miður eru til í íslenzkri bændastétt menn, er meta meira pólitískan stundarhagn- að þess flokks er þeir telja sér hag í að tilbeyra í von um bein og bitlinga, heldur en heill sinnar eig- in stéttar. Pað hefir merkur bóndi haft þau orð um þau afbrigði íslenzkra bænda, er mæla bót afurðasölukáki stjórnarinnar, að þeir væri böðlar sinnar eigin séttar. Jón á Hofi mun eftir þessu vera einn af þeim fáu Skagfirðingum í bændastétt, er get- ur tileinkað sér þenna titil. Ritstj. Framkvæmd kjötsölulaganna. Sæll vertu, Jón á Hofi, þökk fyr- eldri kynningu, en ekki fyrir skrif þín í 23. og 24. tbl. Einherja þ. á. Mér finnst eins og þú sért þar að reka erindi þíns pólitíska flokks og hafir geri það hálfpartinn utan- garna og móti betri vitund af því, að þér fannst þú vera þarna tð ganga beint á móti hagsmunum þinnar eigin stéttar. Og það er eng- inn efi á því, að það hefir þú gert í þessu skrifi þínu. Flokksaginn hefi þar orðið yfirsterkari stéttvís- inni. Eg skrifa ekki þessar línur vegna þess, að mig svíði neitt undan skrifi þínu. Pvert á móti. En mér gremst það, að góður bóndi geti svona al- veg brjóstsviðalaust gengið á mála hjá pólitísku félagi í fullu trássi við meginhagsmuni sinnar eigin stéttar. Mér finnst grein þín vera eitt af því allra auðvirðilegasta, er ritað hefir verið í þessu máli, og þessvegna var eg að hugsa um að leiða hana alveg hjá mér. En vegna þess, að hún birtist í siglfirzku blaði, en þar hefi eg um langa hríð haft flest og mest viðskifti, að minnsta kosti að haustlagi, þá taldi eg rétt að svara því í grein þeirri, er eg tel vera pólitískar blekkingar og útúrsnún- ingar. En hitt ætla eg að leiða hjá mér, sem er persónulegur skætingur. Pá er fyrst á það að minnast, er þú fullyrðir, þó á einkennilega lymskulegan hátt, að eg saki Kjöt- búð Siglufjarðar um, að h ún hafi ekki gert reikningsskil. Pú segir: „Pað er vísvitandi rangt, ef Jón í Tungu heldur því fram, að Kjöt- búð Siglufjarðar hafi enn ekki færi fast verð á kjöt frá árinu sem leið“. Eg hefi nú aldrei sagt neitt um það, að Kjötbúð Siglufjarðar hafi gert sig seka í þessu. — Enda seg- ir þú „ef“. — Pað er rétt eins og þú hafir skrifað grein þína eftir skipun, en viljað skjóta þér undan ábyrgð með „ef“-inu. Menn fá það einhvernveginn í meðvitundina að þú hafir ekki lesið viðtalið, en haf- ir skrifað eftir „diktatí" — eða að minnsta kosti eftir skipun. Hitt er annað mál, að Kjötbúð Siglufjarðar er útbú frá Samvinnu- félagi Fljótamanna og Kaupfélagi Fellshrepps, og, að því er mér skilst verða þarna að koma til greina sam- eiginleg reíkningsskil, af því að þetta fyrirtæki er rekið sem sameinleg heild. Af því leiðir að enda þótt Kjötbúð Siglufjarðar hafi gert full skil, er þar með ekki sagt, að hver deild heildarfyrirtækisins hafi gert það, en meðan svo er ekki, verður ekkert sagt um heildarverð kjötsins. í þessu liggur það, að eg gat ekki svarað ritstj. er hann spurðist fyrir um það, hvað okkur hefði raun- verulega verið greitt fyrir kjötafurð- irnar á síðastliðnu hausti. En til fróðleiks get eg sagt þér frá því, að vafalaust hefði eg ekki ennþá verið búinn að fá viðskifta- reikning minn frá Kjötbúð Sigluf. fyrir síðastliðið ár, ef eg hefði ekki

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.