Siglfirðingur


Siglfirðingur - 07.12.1935, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 07.12.1935, Blaðsíða 1
VIII. árg. Siglufirði, laugardaginn 7. des. 1935. 39. tbl. Jólagjöfin. Stjórnardagblaðið ogTíminn höfðu boðað þau fagnáðartíðindi, að nú hefði stjórnin loks fundið nýjar leið- ir út úr fjáhags-öngþveitinu og kreppunni. Pessi tíðindi voru boð- uð skömmu áður en hin nýja fjár- lagauppsuða vqr lögð fyrir þingið. Pað ráku margir upp stór augu, er þeir litu þenna óvænta boðskap frá stjórnarliðinu, því að enda þótt menn bæri lítið traust til stjórnar- innar um flest eða öll þjóðþrifamál. þá munu menn þó langsízt hafa búizt við, að ættjörðin frelsaðist frá yfirvofandi fjárhagsvoða fyrir tilstilli stjómarHðsins. — Sumir gátu þess þá til, að Jónas hefði, et til vildi, á síðustu ferðareisu sinni, hitt ein- hvern nýjan eldspýtna-Kruger, sem hefði lofað honum peningum handa Framsóknarríkinuíslenzku, gegn því að fá einkarétt til að byrgja hina nýju eldspýtnaeinkasölu að nægum vöruforða, ellegar þá, að Hambro hefði Iofazt til að kaupa einkavíxil af Eysteini, — nú ellegar þá — og það var reyndar ólíklegast, — að Sis hefði boðizt til að sletta í ríkis- kassan'öllu er það hefir hagnazt á skattfrelsinu undanfarin ár. Pað gat líka komið til mála. að bitlingalið stjórnarflokkanna hefði boðizt til að láta „flokkssjóðs prosenturnar" renna til ríkisins og „liðsforingjarnir" ætl- uðu að gefa landinu þær tekjur sín- ar, er þeir hafa framyfir þurftarlaun venjulegra verkamanna, — það get- ur margt skeð á slíkum vandræða- tímum, og sízt fyrir að synja hvað „foringjar hinna vinnandi stétta" vilja þungar fórnir á sig leggja fyrir lýðinn blessaðann — og atkvæði hans á næsta dómsdegi. Pað gat líka vel hugsazt, að Jónas hefði á ferðareisunni komið því til leiðár að A. E. G. ætlaði að gefa allan gróðan af raftækjaeinokuninni. Og ef allt brást, þá var þó allfaf eftir „lífsvenjubreytingin",sem sami Jónas fann eittsinn á einni pílagríms- ferðinni í þágu föðurlandsins. Menn vissu ekkftil að"lífsvenjubreytingin" væri ennþá "praktiseruð" almennt. Pað gat svo sem margt komið til til málá. Og víst var um það, að sjálfur Jónas hafði boðað alveg spánýjan giundvöll til tekjuöflunar og viðreisnar, sem mundi þykja tíðindum sæta og vekja fögnuð meðal landsins þjökuðu barna. Hin vinnandi stétt gat nú loks- ins rétt úr sér eftir alla áþján „í- haldsins" og hina þrautpíndu at- vinnuvegi var nií hægt að reisa úr rústum. Petta var sannarlega lag- lega af sér vikið. Sannarlegur gleði" boðskapur. Stjórn hinna vinnandi stétta haíði sigrazt á örðugleiktinum, borgið heiðri sínum og fezt stór- um í sessi, eins og hennar var von og vísa, og — efnt öll kosningalof- orðin! i „Dýrðin! dýrðin!" sungu bitlinga- herforingjarnir um allt landið. „Dýrðin! dýrðin!" sungu flokks- blöð stjórnarinnar. Já, það var mikið um dýrðir, enda voru jólin í nánd. Pað var sannarlega eftir þeim, blessuðum, að gefa þjóðinni dýr- lega og fagnaðarríka jólagjöf. Svo kom jólagjöfin. Ekki vóru það eldspýtnapening- ar, því að Jónas fann nú engan Kriiger á meginlandinu. Ekki var það lán frá Hámbro, Eysteinn kvað skulda þar yfrið nóg, þótt eigi sé á bætt. Ekki var það fé frá Sís, því að jafnvel þar er líka kreppa, þrátt fyrir skattfrelsið. Ekki voru það gjafa-prósentur frá bitlingahjörðinni, því að hún heimfar meira fé, og flokksjóðirnir aukinn „ágóðahluta", Ekki voru það peningar frá verkalýðsburgeisunum eða „villu''- íbúum Framsóknar, því að þeir hafa nú flestir verið á flótta með fé sitt út úr Iandhelginni, í stað þess að leggja það í íslenzkar bankastofnanir. Pað er tryggara. Ekki voru það peningar frá A. E. G., því að það upplýstist við útvarpsumræðurnar að sá „ágóði" væri tekinn í beinni vöruálagningu svona allt upp í 375 prc. Og ekki gat það verið „lífsvenju- breytingin". Pví að Hambro kvað þverneita að taka það „experi- ment" upp í skuldir, sérstaklega at því, að það hefir ennþá aldrei komið til framkvæmda. Og svo eru fyrirliðarnir ennþá gráðugri í fjársöfnunina en nokkru sinni fyr. Pað er í rauninni mynd- uð hér heil stétt, er kalla mætti proletar-aristokrati.* Eru þar í flokki allir mestu auðsafnendur þessarrar þjóðar, en telja sig jafnframt for- ingja og forsvarsmenn öreiganna og vinnandi stéttanna. Dýrðin! dýrðin! „Sjál Eg flyt yður mikinn fögn- uð!" segir stjórnin! Dýrðin! dýrðin! Svo kom bjargræðið. Pegar búið var að fletta það umbúðunum — skruminu, kotnu í Ijós — nýir skattar, nýir hátollar — nýtt fjáraflarán - nokkurskonar lögtak á síðasta eyri fátæklingsins. Síðasta öryggistaug atvinnuveganna þverskoruvsundur. Petta var nýja bjargræðið. Petta var hið spánnýja bjargráða- fyrirkomulag stjórnarliðsins. Ráðið til að bæta úr vandræð- unum var í sluttu máli þetta: Tekjuskattur var hækkaður. Nýir tollar lagðir á þvínær allar nauðsynjavörur almennings frá 2 og upp í 25 prc. af söluverði. Petta þýðir almenna verðhækk- un á brýnustu lífsnauðsynjum. *) Þ. e. öreifit-yfifBtétt.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.