Siglfirðingur


Siglfirðingur - 07.12.1935, Side 2

Siglfirðingur - 07.12.1935, Side 2
2 SIGLFIRÐINGUR Pökkum innilega auðsýnda samuð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar og systur, Emilíu Sigfúsdóttur. Soþhus Arnason, börn og systkini. K V E Ð J A til Emilíu Sigfúsdóttur. í hjarta mínu lifa svo margar fagrar myndir. sem mótast hafa á leiðinni um farinn æfistig. En í þeim finn eg máttinn, er kærleikseldinn kyndir, og kendi mér svo snemma að virða og elska þig. Pú komst svo mörgu sinni að kæta mig og gleðja, með kærleik, sem að göfgar og veitir nýjan þrótt. En hérna skiljast leiðir, — nú kem eg til að kveðja. og kyssa þig í anda, mín vina, — góða nótt! Já, hafðu þúsund þakkir; þig geymi guð á hæðum, og gefi þínum ástvinum bjarta' von og þrótt. En síðar, þegar lyft verður húms og heljar slæðum, hittumst við hjá Drottni, mín vina, — góða nótt! Ónefnd vinkona. Kaffið og sykurinn hækkar í verði. Matvælin hækka. Grænmeti og ávextir hækka. Fatnaðurinn I ækkar og allt, er að klæðnaði fólksins lýtur. Skófatnaðurinn hækkar. Allar hreinlætisvörur hækka og má svo lengi telja. Fátæklingurinn getur ekki keypt sér skyrtu, né bót á garmana sína, ekki gúmmístígvél né skódrögur á fæturna, ekki sopið svo fátæklegan molasopa, ekki skolað svo óhrein- indin af höndum sér, að hann með því greiði eigi skatt til stjórn- arliðsins, að það geti afplánað með þeim blóðpeningum sín fyrri fjár- málaafgjöp. PETTA er bjargræðið. PETTA er jólagjöfin! Petta á að koma þjóðinni út úr kreppunni til velmegunar og vel- gengi. Pesgi fjárlög verða samþykkt á þinginu með eins atkvæðis meiri- hluta. Oghak við þennan eins atkvæðis þingmeiri- hlutaer mikill minnihluti þjóðarinnar. Og þ e 11 a á að vera 1 ý ð- ræðisland, sem stjórna á, sam- kvæmt srjórnarskránni, á lýðræðis- grundvelli. í st"ð 1 ý ð r æ ð i s er stjórnað eltir ströngustu nazistisku ofbeldisreglum, af sömu mönnunum.er ekkerttæki- færi láta ónotað til að svívirða það stjórnarfyrirkomulag. En þeir verða fegnir að nota það til framdráttar sjálfum sér. Um þessi nýju fjárlög voru háð- ar langar útvarpsumræður núna í vikunni. Pungum, rökföstum ádeilum var svarað með hótunum einum og skætingi í garð skattþegnanna. En „aumastur allra“ var þó „hátt- virtur" forsætisráðherra, sem jafn- framt er hæstráðandi Iandþúnaðar- málanna. Forsætisráðherra þessi var eitt sinn glímumaður góður og allvel að sér til fótanna. Má því um hann segja líkt og Bjarní Pálsson, landlæknir, sagði um líkið af amtmanninum, þegar hann hengdi hátt sinn á tær líks- ins.( Kvað hann sér æfinlega hafa þótt mun meira koma til fótanna en höfuðsins. Varð manni á að minnast þessa, er menn hlýddu á, vægast sagt, ógreindarlegan vaðal hans og gor- geir í afurðarsölumálunum o. fl. Pví er nú spáð af fjölda þeirra manna, er við stjórnmál fást, að þingrof sé í nánd og nýjar kosn- ingar. Jafnvel margir stjórnarliðar telja víst að svo muní fara. Pað er nú einungis hin ellihruma ORGEL, lítið, snoturt, hljómfagurt, ósk- ast til kaups. R. v. á. Eyrarbakka doría, sem ennþá held- ur stjórninni á floti. Og lélegra flotholt er tæplega hægt að hugsa sér. Enda mun öll áhöfn doríunnar telja sig feiga flóttamenn og standa nú allir í austri.,

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.