Siglfirðingur


Siglfirðingur - 07.12.1935, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 07.12.1935, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR Pa3 er aðeins eitt íslenzkt líftryggingarfélag, Líftryggingardeild. og það býður betri kjör en nokkuð annað líftryggingarfélag starfandi hér á landi. Líftryggingardeild Sjóvátryggingarfél, íslands h.f. Umboð á Siglufirði hefir Pormóður Eyólfsson, konsúll. » B B Nýju tollarnir. Að tilblutun fjármálaráðherra flyt- ur fjárveitinganefnd frumvarp til nýrra tekjuöfluna fyrir ríkissjóðinn. Er þar stórhækkaður tekju- og eignaskattur og auk þess nýr tollur lagður á fjöldamargar innfluttar nauðsynjavörur. En fyrir kurteísis sakir — eða þá til að blekkja al- þýðuna — er þessi nýi tollur nefnd- ur viðskiþtagjald. Áður voru fyrir gamli tollurinn, vörugjaldið og verð- tollurinn — svo eitthvað varðþetta að heita. Er gjald þetta lagt á innkaups- verð vörunnar og nemur 2 til 25 prc. — T. d. er 5 prc. lagt m. a. á kaffl, sykur og búsáhöld, JO prc. á alla vaínaðarvöru og fatnað og 25 prc. á alla ávexti. grænmeti, niðureuðuvörur o. fl. Áætlaðar tekjur af þessum nýju tollum eru 901 þus., en verður sennilega mun meiri. Hefir svo verið reiknað af fróð- um mönnum, að tollaukning þessi. sem vitanlega kemur langþyngst niður á kaupstaðarbúa og þá hvað helzt þá allrafátækustu, mundi nema uppundir 100 kr. á hverja 5 manna fjölskyldu á ári. Er þarna vel séð og „viturlega" fyrir því að pína fé útúr bláfátækasta hluta þjóðarinnar, Peir vitavel, Alþýðuflokksfulltrúarn- ir. að enda þótt malarbúinn líði skort, og enda þótt hann búi í aum- asta hreysi, og enda þótt hann verði þess aldrei megnugur að afla sér lítilmótlegustu Iífsþæginda, þá getur hann þó aldrei neitað eðli sínu um það að éta. Flestar af hinum hæsttolluðu vör- um eru einmitt sá varningur, sem fátæklingarnir verða helzt tilneydd- ir að draga fram lífið á sakir þess, fyrst og fremst, að innlend neyzlu- vara, að soðningunni undantekinni, er svo rándýr. að þeim er tangt um megn að kaupa hana. Pað er orðið Iuxus-óhúf að neyta kjöts og ísl. smjörs og þessháttar kjarnfæðis, Pað mun alveg óhætt að fullyrða það, að aldrei nokkurntíma hefir framkomið á Alþingi lævíslegri árás í lagafrumv.formi á allra bágstödd- ustu þegna þjcðfélagsins en þetta nýja tollafrumvarp. Og svo eru Alþýðu- og Fram- sóknarfulltrúarnir svo bíræfnir að segja að þetta sé gert til að bjarga fólkinu — gért af h'knsemi og um- hyggju fyrir fátæklingana. Ján Baldvinsson sagði það líka um daginn í útvarsumræðunum, að hann sæi það ekki, að 5 manna fjölskyldu munaði neitt um það að greiða svo sem 2 krónur í sykur- toll á ári. Petta voru nú rökin hans. Jón hefir sennilega verið allvel saddur þá stundina, enda var þetta að aflíðandi miðdegi, og ekki mun- að eftir því, að fátæklingarnir þyrftu þá annað til kviðfylli og viðhalds en sykur! — nú. og svo sennílega 1-1 Q* c i-t T7 a> ETO. a> ?n Q: •1 p ^- m i l-t O f—h H»^ • Cu cro. CTO. - M (7> <-r (TO. C 3 r-f QJ » Qtf CT - ar PB » (/3 r-r »-r a> Oí a> fD 05 C &5 >-t rT •-^ B* 3* < 3 B u> o Q» M Bfl o* r? 09 o c 3 2f ¦xr a> ' a> os • » Qx or \ 3 c B >-t o> 3 a> cro. < » E 3' JO, Q •-t 03- P7* t-r. V> oro. a> i-r »> ^ B C cro. r-r o ¦ c f-r T3- •"{ 13 < Sú ' r—» • <z> to B 1— . o Q* r-f -^i » B <T) >—» • - C_ cro. 3 E , . 2. n> co *<> i-t C/3 ST o i—' ¦ c >-t o cro. "¦t a> p 1 to Cn O: <-í QÍ c o* CD' V* c c> V brauð úr Alþýðubrauðgerðinni. En þau eru enn ótolluð. Nei, það vantar ekki umhyggjuna fvrir blessaðri alþýðunni hjá þessum ístruforsjónum hennar. Pað er typisk mynd af umhyggj- unni, að hugsa sér þá Jón Bald. Héðinn og St.v Jóh. andspænis jafn- mör^um þrautpíndum blásnauðum, horuðum og skattpínum kjallarabú. um úr Skuggahverfi eða Suðurpól.. Setjið ykkur þá mynd vel fyrir hugskotssjónir, og þá sjáið þið mæta vel — ákjósanlega — andann, sem svífur yfir hinni nýju tollalöggjöf — þið sjáið annarsvegar glæsilega ístr- um prýdda leiðtogana og verndar- ana í hlýjum, skjólgóðum „pelsum" með gullspangagleraugu og allt til« heyrandi — hinsvegar öreígann, skjólstæðinginn, sem verið er að pína útúr blóðpeninginn til viðhalds leiðtogunum og bitlingaliðinu. Petta gæti orðið ágæt táknmynd sem ætti að vera til áheimili hver9 einasta alþýðumanns. Ritstjóri og ábyrgðcrftn. Sig. Bj örgól/s. ¦ ¦¦¦¦MMUMMÍMMHHaMHMMMMMÍ Siglufjarðarprentsmiðja 1935.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.