Siglfirðingur


Siglfirðingur - 14.12.1935, Qupperneq 1

Siglfirðingur - 14.12.1935, Qupperneq 1
 4 VIII. árg. Siglufirði, laugardaginn 14. des. 1935. 40. tbl. Skipulagningm á kjötsölunni. Svar til Jóns bönda á Hofi frá Jóni í Tun£u. Framh. En skal, þér til hugarhægðar, bæta því við, að eg minnist eigi að hafa falað við nokkurn þann, sem ekki er óánægður með fram- kvæmdirnar. Skal eg þar tilnefna flokkun kjötsins. Strax í sumar, er sá boðskapur birtist, að ærkjöt skyldi vera 50 au. lægra en annað kjöt án tillits til gæða eða skrokkþunga, sló miklum óhug á framleiðendur. Og mér er nær að halda að afleiðing þessa hafi Orðið sú; að allflestir hafi hætt við að Ióga sínum geldu ám til innleggs, en hafi annað tveggja sett þær á eða lógað þeim til heirnilis. Mér er fullkunnugt um það, að bændur hér um slóðir fengu allríf- lega upphæð fyrir kjöt af geldum ám á sumarmarkaðinum, meðan sæmilegt verð var á því. Mundu flestir eigi hafa verið í minnstri þörf fytir samskonar markað nú. Pá er flokkun á haustkjötinu. Hvað skyldu margir vera ánægð- ir með hana? Pað virðist blátt áfram vera hreinasta vitleysa, að kjötí lOtil 12 kg. skrokkum, skuli vera lægra en kjöt af þyngri skrokkum. Eg held að flestum komi saman um það, að gæði kjötsins séu mjög svipuð. Pó væri ef til vill ekkert við þessu að segja, ef þessi verðmunur kæmi neytendum að verulegugagni. En svo er ekki nema að mjög litlu leyti, eða aðeins af því kjöti, er þeir kaupa út af sláturhúsunum á haustin. En yfirleitt kaupa menn lít- iðafþvíkjöti þá, það fer í kjötbúð- irnar eða íshúshúsin og þaðan kaupa neytendur þetta ódýra kjöt — nýtt eða frosið — við sama verði sem allt væri fyrsta flokks kjöt, án alls tillits til skrokkþunga. Pá dásamar þú þá miklu bless- un er skipulagning haustrekstranna hafi í för með sér. Eg skal fúslega viðurkenna, að það sé illt að þurfa að bíða lengi eftir því að fá að komast að til slátrunar í Siglufirði. En það eru fleiri hliðar á þessu máli, sem eru engu betri, og vega fyllilega upp „gæði“ skipulagsins að mínum dómi. Skal eg sérstaklega tilnefna þá afleiðingu „skipulagsins" sem hreinn og beinn voði getur stafað af fyrir bændur, en það er, að eigi skuli dag hvern, meðan slátrun stendur, vera nægilega margt fétil slátrunar. Á þessu hefir orðið mikill misbrest- ur í haust, og afleiðingin af því vitanlega sú, að slátrun dregst mik- ið lengur en þyrfti og verður mun dýrari. En það mun þó flestum finnast, að nær stæði skipulags- mönnunum að draga úr slátrunar- kostnaðinum en að auka hann. Er það mikið undrunarefni öllum, er hlut eiga að máli, hve slátrun á Siglufirði er dýr, jafn-stórfelld og hún þó er. Pá fyllist þú miklum vindi útaf því. hve menn hafi boðið kjötið niður, hver fyrir öðrum, meðan frjáls var salan. Eftir minni reynslu í þessu efni, sem vafalausl er fullt eins víðtæk og þín, gerir þú snöggt um meira úr þessu en efni standa til. Pað er vitanlgga ekki hægt með neinni vissu um það að segja, hvað kjöt mundi hafa selzt í haust í frjálsri verzlun, enda fullyrði eg ekki neitt um það í viðtali mínu við ritstjórann. Eg gizkaði rétt á það, er mér þótti sennilegast. En útaf þessu fyllist þú úlfúð og vonzku og ert með skæting ogfnll- yrðingar um hluti, sem þú vitan- lega veizt ekkert um. Pá endar þú fyrri pistil ræðu þinnar með því að segja, að það sé nú eins og annað ranghermi frá minni hálfu, að engin greiðsla fari fram í Kjötbúðinni. Áslæðan fyrir svari mínu til rit- stjórans var sú, að þegar eg slátr- aði á Siglufirði, mig minnir 9. sept. spurði eg Sigurð Tómasson um það, hvernig yrði með greiðslu. Svarar hann þá hiklaust, að nú hafi hann ekkert með greiðslur að gera. því kaupfélagsstjórinn annist þær sjálfur. Eg tók þetta gott og gílt, og hafði raunarekkertútá slíka ráðstöfun að setja. En vitanlega er Jóla-appelsínur, ^yr*' eina krónu. Verzl. Helga Asgrímssonar.

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.