Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.12.1935, Side 1

Siglfirðingur - 23.12.1935, Side 1
/ VIII. árg. Siglufirði, máoudaginn 23. des. 1935. 41. tbl. Jólaklukkurnar. (Jólahu^ieiðin^). Pegar vér heyrum hina hreimfögru hljóma kirkjuklukknanna, þá vekur það æfinlega hjá oss sérstakan geðblæ. Sjaldan finnum vér þetta þó betur en á aðfangadagskvöld, þegar þær taka að hringja inn jólahátíðina og boða oss frið og helgi jólanna. Þegar jólaklukkurnar hafa hljómað, þá finns oss fyrst, að jólahátíðin sé í raun og veru byrjuð. Um aldaraðir bafa jólaklukkurnar hljóm- að og boðað heiminum hátíð ljóss og friðar mitt í skammdegi og dapurleika. Pær kalla mennina til umhugsunar um löngu liðna atburði, sem urðu til þess að ráða aldahvörfum í heiminum. Fæðing Jesú Krists er einn merkilegasti atburður mannkynssögunnar. Hann kom til þess að boða mannkyninu trú á ný verð- mæti, til þess að hefja merki kærleikans, og leiða mannkynið til frelsis fyrir kærleiks- þjónustuna. Jólahátíðin, sem vér höldum á hverju ári, er minningarhátíð þessara at- burða. Jólin, Kristur og kærleikurinn eru þrjú hugtök, sem í raun og veru tákna eitt og hið sama. Hv«r sem fagnar jólunum fagn- ar Jesú Kristi, fagnar sigri kærleikans- Tímarnir breytast, en kærleikurinn fellur aldrei úr gildi, þessvegna er hin dýpri merking jólanna æ hin sama, Að ytra formi hefir jólahelgin tekiðmikl- um breytingum hin síðari ár. Nú þekkja inargir ekki lengur jólin frá æskuárum sín- um, þó að birtan, gleðin og vinarhugurinn sem þau vekja, sé æ hið sama. Nú gerast margir þeir atburðir, sem ótrúlegir hefðu þótt fyrir 25 árum. Jafnvel ómar jólaklukknanna frá Betle- hem, fæðingarborg frelsarans, berast nú til vor yfir höf og hauður, og vér heyrum raddir frá þeim stöðum, þar sem himnesk- ar hersveitir sungu Drotni Iof og dýrð, og boðuðu mönnunurn velþóknun Guðs og frið á jörðu. Er þetta ekki dásamlegt? Er það ekki fyrirboði þess, sem ein- hverntíma skal verða? Að mannkynið- allt verði eitt í kærleika og fagni sigri kærleik- ans með því að syngja Gnði lof og dýrð. Vér sitjum hér í skammdegi og sólarleysi, vér gleðjumst, þegar vér heyrum hljóma jólaklukknanna og vér hlökkum til þess að fagna jólunum og minnast atburðanna, sem þau eru helguð. Guð gefi að jólaklukkurnar megi hljóma fegurra í eyrum vorum og vekja hjá oss meiri lotningu en nokkru sinni áður og boði oss himneska jólagleði. Vér biðjum þess af hjarta, að þegar jóla- klukkurnar taka að hljóma hér í þessum bæ, þá megi ómar gleði og friðar berast ínn á hvert heimili og bergmála í hjörtum ungra og gamalla og gefa öllum í Jesú nafni GLEÐILEG JÓL. Óskar J. Porláksson.

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.