Siglfirðingur


Siglfirðingur - 11.04.1936, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 11.04.1936, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR náinni frarntíð verður án efa að koma í veg fyrir þessa þjóðfélags- meinsemd. í skjóli hagsmunasamtaka verka- lýðsins, sem allir flokkar viður- kenna réttmæt, laumast hræsnarar sociaiistanna aftan að atvinnuleys- ingjunum og hvísla úr skjóli sínu: „Pú skalt fá atvinnu, brauð og bitlinga ef þú fylgir okkur og okk- ar pólitík. Hún ein getur frelsað þig frá oki vinnuveitandans. Hann er þinn höfuðfjandi. Hann skalt þú svíkja hvenær sem þú sér þérfæri. Við hjálpum þér til þess. Lestu okkar blöð og okkar rit og ekkert annað. Hitt allt er blekking“. Petta er mórallinn. Pessu eitri er óspart daclt inn í hugi lýðsins. Lýðurinn trúir i svipinn að þetta sé þeirra endurlausnarar- Menn láta tælasí í 5vip af hræsninni, fagurgalanum, róginum. Nú eru komin tímamótin, sem lýðurinn fer að ljúka upp augunum og spyrja foringjana : „Hvar er at- vinnan sem þið lofuðuð okkur? Hvar er brauðið handa börnum okkar? f*ið hafið setið við völdin óáreittir í tvö löng ár, en i stað þess að bæta ástandið, versnar það stöðugt. Hvar er atvinnan? Til hvers notið þið 15—16 miljónir á ári ? Ekki fer það til að auka at- vinnuna! Hversvegna látið þið okkur ekki fá atvinnu við sjáfarút- veginn, sem þið ætluðuð að endur- reisa, eða landbúnaðinn, sem þið ætluðuð að skipuleggja, eða iðnað- inn, sem þið ætluðuð að skapa ?“ Við öllum þessum spurningum er þögnin eina svarið. Eina bjargráðið undir næstu kosningar er að smala bjargþrota lýðnum í fjárrétt social- ismans og soramarka þar sem flest- ar sálirnar — gera þær skuldbundn- ar — þó ekki sé nema í ímyndun fjöldans. Pað fer nú að líða að úrslitabar- áttunni. Lýðurinn er þegar farinn að sjá gegnum svikin. Hann sér, að hann hefir alið snákana við brjóst sér. Látið ræna sig réttinum og ginna sig 9ig til þjóðfélagslegra heimskupara. Herópið verður þá: Burt með falsforingjana! Viðgetum sjálf ráðið kjörum okkar. Við vilj- um ekki selja ykkur sannfæringu okkar og skoðanarétt fyrir sviknar atvinnuvonir! Við höfum sett ykkur upp á stallinn og tilbeðið ykkur og rétt ykkur gull og völd. Nú hrindum við goðunum af stöllunum og stjórn- um okkar málum sjálf, án tillits til okkar privat lifsskoðana". Svona endar allt ykkar brölt, socialistar góðir! Þeir sem með svikum sigra, verður með réttlæti refsað. Því lögmáli hafa meiri menn orð- ið að hlíta en lyddurnar, sem nú hampa völdunum framan í verka- lýðinn og ógna honum með at- vinnukúgun. ef hann ekki vill af- henda þeim sína pólitísku sann- færingu. VI. Hinn nýi atvinnuvegur. Aldrei fór það svo, að hinir soci- alistisku stjórnarflokkar létu ekki eitthvað í móti koma niðurdrepi hinna fyrri atvinnuvega. Ekki þó at- vinnuveg, sem skapar lífsbjörg og verðmæti, heldur atvinnuveg sem eyðir lífsbjörg þeirri og verðmæt- um, er aðrir atvinnuvegir reyna að skapa. Og þ'að sem verra er: Hinn nýi atvinnuvegur er í því fólginn, að þar sameinast þessir „vinnuveit- endur" og „vinnuþiggjendur" til þess að eyðileggja arðbæru atvinnu- vegina. „Verkamenn“ hins nýja at- vinnuvegar vinna í Beinaverksmiðj- um stjórnarflokkanna. Sumir vinna að skipulagðri eyðingu og hruni þjóðskipulagsins, en aðrir vinna sama hlutverk og vefararnir í „Nýju fötin keisarans" og stinga gullinu, sem pressað er út úr skatt- þegnunum, í poka sína. Ressi at‘ vinna er stunduð af fjölda manna. Slangurmenni stjórnarliðsins eru gráðug eftir að hreppa inntöku i þessa stjórnar-svikamyllu. Embætti eru stofnuð árlega fleiri en dagarn- ir eru í árinu og flestum þannig hagað, að hægt er að vikka þau út og stinga þar inn í nýjum em- bættismönnum. Nú skifta þessi embætti orðið þúsundum- Og þau kosta miljónir árlega. Vínútsalan i Reykjavík hefir nú tekið við milli 40 og 50 bitlingaþrælum. Síldarút- vegsnefndin hefir kostað ríkið sið* asta ár á annað hundrað þúsund krónur, og svona er það á ótal sviðum. Hér er ekki rúm til að birta þá skrá, en má vera að það verði síðar gert að nokkru. Einu sinni fyrir skömmu var einn háttsettur bitlingafrömuður spurður að því, hvort þetta borg- aði sig nú fyrir stjórnarliðið. „Já, eg er nú hræddur um það“, svar- aði hann. „Þessir menn eru tvennt í senn, lifvörður okkar og valda- assurans. Við reiknum með því, að hver þessara manna hafi til jafnaðar yfir 10 atkvæðum að ráða, sem auðvitað eru á okkar bandi við kosningar. Parna „sikkrum“ við okkur þúsundir atkvæða. Og við gerum meira. Hver embættismaður greiðir vissan hundraðshluta af Iaun- um sinum í flokkssjóð okkar og með þeim peningum getum við haldið uppi vel launaðri “agitation" og kostað útgáfu blaða okkar." Af þessu sézt, að bitlingaherinn er sannefndyr lífvörður stjórnarinna r og afkoma þeirra tryggir henni þæga og auðsveipa þjóna. Ef þeir svíkja. missa þeir embættin og at- vinnuleysið og atvinnurógurinn blas« ir við þeira. Pað væri synd að segja, að mikil störf séu eftir skilin handa sjálfum stórnarherrunum. Og þó eru þeir alltaf önnum kafnir við að stjórna svikkamyllunni, smyrja ganghjólin og skrifa undir greiðslukröfurnar. Pessi nýi atvinnuvegur er áhættu- laus, fyrirhafnarlítill og krefst lítill- ar ábyrgðar og engrar þekkingar. Embættisprófið er að hafa tileink- að sér ofaná og að yfirskini aðal- boðorð socialismans. Hvað æltar landslýðurinn, fátækur og kúgaður, að ala þessa atvinnuhjörð lengi ? Er ekki kominn tími til að fara að rumska og hrista af sér sníkjudýr- in? Framh, AUGLÝSINGAR. Undanfarið hafa byrzt 3 allstórar auglýsingar í »Neista» frá Áfengis- verzlun ríkisins og Tóbakseinkasöl- unni. „Siglfirðingur" sneri sér til þessara rfkisstofnana og bað um að fá auglýsingar þessar til birtingar. en fékk þvert nei. Margt bendir til þess, að auglýs- ingar þessar séu að nokkru leyti út- vegaðar á kostnað Síldarverksmiðja ríkisins, en hvað um það, slík fram- koma, cð ríkisstofnanir, sem haldið er uppi með almanuafé, sé iátnar halda uppi hápólitiskum níðritum um menn og málefni, er í hæsta máta hneyksl- anlegt. í landi, sem á að heita lýð- frjálst mundi valdhöfum hvergi hald- ast slíkt uppi, nema hér á íslandi.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.