Ný saga - 01.01.1988, Qupperneq 8
Auður G. Magnúsdóttir
legur auður gæti vegið upp á
móti ættgöfgi. Og það er mik-
ilvægt að hafa hugfast að ekki
máttu allir ganga í það heilaga.
Samkvæmt Grágás máttu karl
og kona ekki giftast nema eiga
saman 120 lögaura, sex álna
aura, fyrir utan hversdags-
klæði sín og vera ómagalaus.
Varðaði brot á þessu ákvæði
fjörbaugsgarð (brottrekstur
úr landi) nema konan væri úr
barneign.5 Vafalaust hefur
óttinn um ómaga ráðið þessu
ákvæði Grágásar. Skilyrðin
takmarka hins vegar mjög
fjölda þeirra sem gátu gengið í
hjónaband eins og Gunnar
Karlsson benti á í grein sinni
„Kenningin um fornt kven-
frelsi á Islandi“ í Sögu 1986.
Samkvæmt útreikningum
Gunnars, og að gefnum
ákveðnum fyrirvara, mun það
til dæmis hafa tekið vinnufólk
um 20 ár að safna sér fyrir
lágmarkseign til hjúskapar.
Hjónabandið var því í raun
forréttindi þeirra sem eitthvað
áttu. Samt verður að gera ráð
fyrir því að þeir karlar og kon-
ur sem ekki máttu giftast sam-
kvæmt þessu skilyrði, hafi
mörg hver átt sér lífsföru-
nauta, einn eða fleiri, og hafi
eignast börn utan hjónabands.
Uppfylla þurfti fleiri skil-
yrði til að mega giftast.
Oft hefur verid bent á
Snorra Sturluson
sem hinn
alforsjálasta I
hjónamiðlun með
ábata að leiðarljósi
fyrir sjálfan sig og
sína.
Myndin sýnir
hinar þrjár „stéttir"
kvenna, jungfrúr,
eiginkonur og
ekkjur. Frillur
koma hér ekki við
sögu, en margar
þeirra stýrðu
búum friðla sinna
og gegndu
hlutverki
eiginkvenna þótt
sambandið nyti
ekki blessunar
kirkjunnar.
Hjónaefni máttu ekki vera
skyldari en í fimmta lið. Þetta
varð flóknara ef þau höfðu
verið gift áður, eða eignast
börn. Máttu þá makar þeirra
eða barnsforeldrar ekki held-
ur vera nánari að frændsemi
en í fimmta lið. A kirkjpþing-
inu í Lateran árið 12Í5 var
markið fært niður í 4. lið og
var nýmæli sama efnis leitt í
lög á Alþingi árið 1217. Urval
leyfilegra maka var enn frekar
takmarkað með guðsifjum,
hjónaefnin máttu hvorugt
hafa haldið hinu undir skírn
né primsignan, og ekki heldur
hvors annars börnum. Ekki
mátti annað þeirra hafa skírt
barn hins. Ef hjónaefnin upp-
fylltu þessi skilyrði var hægt
að ganga til samninga um
brúðkaup.
Hjónabandið á þjóðveldis-
öld — og lengur — var í raun
ekkert annað en kaupsamn-
ingur tveggja ætta. Samið var
um eignir en lögræði yfir kon-
unni fluttist frá föður hennar
eða bræðrum yfir á eigin-
manninn. „Þegar faðir gifti
dóttur sína í burtu var hann að
fjárfesta í nýju ættartilbrigði“
skrifar Gunnar Karlsson í
grein sinni.6 En hverjar voru
renturnar?
AÐ FESTA RÁÐ
SITT OG RENTUR
Oft var vinátta treyst með
mægðum. Konan hélt áfram
að tilheyra ætt sinni, og einnig
börn hennar, og eiginmaður-
inn hlaut því að hafa skyldum
að gegna gagnvart tengdafólki
sínu og öfugt. Með öðrum
orðum, það var hægt að verða
sér úti um bandamenn. Oft
hefur verið bent á Snorra
Sturluson sem hinn alforsjál-
asta í hjónamiðlun með ábata
að leiðarljósi fyrir sjálfan sig
og sína.
6