Ný saga - 01.01.1988, Qupperneq 8

Ný saga - 01.01.1988, Qupperneq 8
Auður G. Magnúsdóttir legur auður gæti vegið upp á móti ættgöfgi. Og það er mik- ilvægt að hafa hugfast að ekki máttu allir ganga í það heilaga. Samkvæmt Grágás máttu karl og kona ekki giftast nema eiga saman 120 lögaura, sex álna aura, fyrir utan hversdags- klæði sín og vera ómagalaus. Varðaði brot á þessu ákvæði fjörbaugsgarð (brottrekstur úr landi) nema konan væri úr barneign.5 Vafalaust hefur óttinn um ómaga ráðið þessu ákvæði Grágásar. Skilyrðin takmarka hins vegar mjög fjölda þeirra sem gátu gengið í hjónaband eins og Gunnar Karlsson benti á í grein sinni „Kenningin um fornt kven- frelsi á Islandi“ í Sögu 1986. Samkvæmt útreikningum Gunnars, og að gefnum ákveðnum fyrirvara, mun það til dæmis hafa tekið vinnufólk um 20 ár að safna sér fyrir lágmarkseign til hjúskapar. Hjónabandið var því í raun forréttindi þeirra sem eitthvað áttu. Samt verður að gera ráð fyrir því að þeir karlar og kon- ur sem ekki máttu giftast sam- kvæmt þessu skilyrði, hafi mörg hver átt sér lífsföru- nauta, einn eða fleiri, og hafi eignast börn utan hjónabands. Uppfylla þurfti fleiri skil- yrði til að mega giftast. Oft hefur verid bent á Snorra Sturluson sem hinn alforsjálasta I hjónamiðlun með ábata að leiðarljósi fyrir sjálfan sig og sína. Myndin sýnir hinar þrjár „stéttir" kvenna, jungfrúr, eiginkonur og ekkjur. Frillur koma hér ekki við sögu, en margar þeirra stýrðu búum friðla sinna og gegndu hlutverki eiginkvenna þótt sambandið nyti ekki blessunar kirkjunnar. Hjónaefni máttu ekki vera skyldari en í fimmta lið. Þetta varð flóknara ef þau höfðu verið gift áður, eða eignast börn. Máttu þá makar þeirra eða barnsforeldrar ekki held- ur vera nánari að frændsemi en í fimmta lið. A kirkjpþing- inu í Lateran árið 12Í5 var markið fært niður í 4. lið og var nýmæli sama efnis leitt í lög á Alþingi árið 1217. Urval leyfilegra maka var enn frekar takmarkað með guðsifjum, hjónaefnin máttu hvorugt hafa haldið hinu undir skírn né primsignan, og ekki heldur hvors annars börnum. Ekki mátti annað þeirra hafa skírt barn hins. Ef hjónaefnin upp- fylltu þessi skilyrði var hægt að ganga til samninga um brúðkaup. Hjónabandið á þjóðveldis- öld — og lengur — var í raun ekkert annað en kaupsamn- ingur tveggja ætta. Samið var um eignir en lögræði yfir kon- unni fluttist frá föður hennar eða bræðrum yfir á eigin- manninn. „Þegar faðir gifti dóttur sína í burtu var hann að fjárfesta í nýju ættartilbrigði“ skrifar Gunnar Karlsson í grein sinni.6 En hverjar voru renturnar? AÐ FESTA RÁÐ SITT OG RENTUR Oft var vinátta treyst með mægðum. Konan hélt áfram að tilheyra ætt sinni, og einnig börn hennar, og eiginmaður- inn hlaut því að hafa skyldum að gegna gagnvart tengdafólki sínu og öfugt. Með öðrum orðum, það var hægt að verða sér úti um bandamenn. Oft hefur verið bent á Snorra Sturluson sem hinn alforsjál- asta í hjónamiðlun með ábata að leiðarljósi fyrir sjálfan sig og sína. 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.