Ný saga - 01.01.1988, Page 10

Ný saga - 01.01.1988, Page 10
Auður G. Magnúsdóttir Um frillur gegndi öðru máli, ekkert virðist hafa verið þvi til fyrirstöðu að þær væru af lægri stigum en karlarnir. húsmóðir á heimili þeirra að Eyðihúsum þegar hann var veginn árið 1225.8 Hin ástæð- an var sú að fólk fann sér eng- an samboðinn, eins og etv. Oddaverjar. Hinu má ekki gleyma að á þessum tíma voru Oddaverjar í sókn, höfðu metnað til að ná undir sig völdum. Hugsanlega hefur það verið þeim hagkvæmara að kjósa frillulífi sem sambúð- arform. Með því frömdu þeir ekki hórdómsbrot, en gátu átt margarfrillur. Með sambönd- um sínum virðast þeir bræður hafa náð góðum tökum á Rangárvöllum. Sæmundur sat í Odda, Valgerður, frilla hans og frænka var á Keldum, og önnur frilla Sæmundar varð- veitti einnig bú. Ormur fékk Breiðabólstað í staðfestu frá Þorláki helga, móðurbróður Frillulífi samræmdist ekki boðskap kirkjunnar. Þegar bóndi nokkur hafði sóað fé sínu svo að hann gat ekki gefið dætur sfnar f hjónaband sem þeim væri sæmandi sá heilagur Nikulás aumur á honum. Hann forðaði dætrunum frá frillustandi með gullsekk sem hann færði föður þeirra að gjöf. Það hefði kostað heilagan Þorlák drjúgan skilding hefði hann beitt sama bragði. sínum, hann hafði einnig Velli á Landi, og þar var fyrir búi Borghildur, frilla hans. Og Ormur fékk Dal undir Eyja- fjöllum með frillu sinni, Þóru, systur Kolskeggs auðga. Þóra var nánasti arfi bróður síns, og börn hennar eftir hana, en faðir hafði fjárforræði barna sinna samkvæmt Grdgds. Einnig virðist Kolskeggur hafa átt Leirubakka, og Oddaverjar sátu einnig á Ytra-Skarði og í Gunnarsholti fyrir 1200. Þeir virðast hafa verið mjög héraðsríkir, eins og kemur fram í frásögn af deilum þeirra Lofts Pálssonar og Björns Þorvaldssonar af Haukdælaætt en hann giftist Hallveigu Ormsdóttur Jóns- sonar og settist að á Breiða- bólstað. Loftur stóð fyrir því að Björn var veginn vegna deilna um nytjar af skóglendi, en í Sturlungu segir: „Þat var ok mikil undirrót um missætti þeirra Bjarnar og Lofts, at Oddaverjum þótti þungt, at Haukdælir hæfist þar til ríkis fyrir austan ár.“9 Oddaverjar lögðu kapp á að ráða einir í Rangárþingi og hugsanlega hefur þeim Sæmundi og Ormi þótt heppilegra að eiga margar frillur en vera eiginkvæntir, talið sér hagkvæmara að vera ógiftir. Skal þessi hugmynd nú útskýrð nánar. Fyrst hjónabandið var svona hagkvæm stofnun, stuðlaði að eignatilfærslu og skapaði vináttutengsl, má þá ekki gera sér í hugarlund að það hefði getað komið sér vel að stofna til hjónabanda með mörgum konum? Þeim áttu að geta fylgt fleiri banda- menn, miklu meiri eignir og miklu fleiri börn? Þetta var bara ekki hægt þar sem fjöl- kvæni var bannað — en þá koma frillurnar til sögunnar. BETRA AÐ VERA GÓÐS MANNS FRILLA EN GEFIN ILLA? Olafía Einarsdóttir gerir tilraun til að skilgreina mun- inn á frillu og eiginkonu í greininni „Staða kvenna á þjóðveldisöld. Hugleiðingar í ljósi samfélags og efnahags- kerfis“ sem birtist í Sögu 1984. Þar segir Ólafía að það hafi einkum verið efnahagurinn sem skildi á milli eiginkonu og frillu. Sú síðarnefnda „hafði ekki fjárhagslegt bolmagn til að verða eiginkona og ná þar með efnahagslegu jafnræði við bónda sinn.“'° Máli sínu til stuðnings bendir Olafía ma. á ástarsamband Ragnheiðar Þórhallsdóttur og Jóns Lofts- sonar, foreldra Orms og Páls. Olafía segir að þegar Ragn- heiður hafði verið frilla Jóns í meira en tíu ár hafi hún loks verið í aðstöðu til að gifta sig. Síðan segir Olafía: Bróðir hennar var nú orð- inn biskup og hún hafði nú nægilegt fjármagn á bak við sig til að giftast manni sem var í sambærilegri þjóðfélagsstöðu við það sem faðir hennar hafði forðum notið." Túlka má orð Olafíu þann- ig að Ragnheiður hafi loks séð draum sinn um að verða heiðvirð, gift kona rætast eftir 10 ár í syndsamlegu sambandi. Það verður þó dregið í efa. Gera má ráð fyrir því að Ragnheiður hafi í fyrsta lagi haft sáralítinn áhuga á að gift- ast, enda er sagt að þau Jón hafi elskast frá barnæsku. I öðru lagi er líklegt að Ragn- heiður hafi fundið sig knúna til að láta undan kröfum Þor- láks bróður síns um aðskilnað hennar og Jóns. Einnig er 8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.