Ný saga - 01.01.1988, Síða 23

Ný saga - 01.01.1988, Síða 23
TOGARAÚTGERÐ Á TÍMAMÓTUM nýsköpunartogara. Thors- bræður hafi hins vegar ákveð- ið að nota stríðsgróðann til að byggja síldarverksmiðju í Orfirisey og stækka Hjalteyr- arverksmiðjuna. En þeir reyndust glámskyggnir í fjár- festingum að þessu sinni. Síld- in brást fyrir Norðurlandi ár- ið 1945 og æ síðan. Frá 1949 var léleg síldveiði allt í kring- um landið og fór ekki að glæðast aftur fyrr en undir lok sjötta áratugarins.’9 S VEIT ARFÉLÖGIN Þær skýringar, sem menn hafa gefið á mikilli þátttöku sveitarfélaga, eru einkum af tvennum toga, algjörar and- stæður og báðar ófullnægj- andi. Fyrst er það kenningin um gróðafíkn sveitarfélag- anna. Sumir hafa haldið því fram í fullri alvöru, að gróða- vonin hafi gagntekið sveitar- félögin. Þau hafi óð og upp- væg viljað komast í þá gull- námu, sem álitið hafi verið að togararnir mundu opna eig- endum sínum. Tryggvi Öfeigsson, framkvæmdastjóri hlutafélaganna Jiípíter og Marz, þeirra einkafyrirtækja sem mest kvað að í togaraút- gerðinni eftir stríð, var ötull talsmaður þessarar skýringar. I viðtali við tímaritið Frjdlsa verslun árið 1967, sagði hann m.a. :30 Um árabil var því haldið fram að togaraútgerðar- menn væru stórfelldir arð- ræningjar. Til þess að sann- prófa þetta og raunar til að hirða þennan ímyndaða stórgróða útgerðarmanna, voru bæjarútgerðir settar á fót. Svipaðar skoðanir má sjá víðar, m.a. í endurminningum Sigurjóns Einarssonar skip- stjóra.31 En það er engin ástæða til að eyða miklu púðri á skýringu sem þessa, enda segir hún nákvæmlega ekki neitt um þau sjónarmið, sem forsvarsmenn sveitarfélaga lögðu til grundvallar. Hún segir fyrst og fremst sína sögu um afstöðu þessara manna til ojúnberra afskipta. Tryggvi Ófeigsson var t.d. svarinn andstæðingur fyrirtækja á vegum sveitarfélaga og taldi þau hafa spillt fyrir togaraút- gerðinni og vaxtarmöguleik- um hennar. Hin skýringin stefnir í þveröfuga átt. Tog- arakaup sveitarfélaga hafi ekki stjórnast af gróðavon, heldur hafi sveitarstjórnarmenn verið að bregðast við lélegri frammistöðu einkaframtaks- ins. Þátttaka sveitarfélaga hafi verið neyðarúrræði til að forða þjóðinni frá atvinnu- leysi og upplausn. Óhætt er að fullyrða, að þessi skoðun hafi verið ríkjandi allt fram á Þegar Reykvíkingar tóku á móti fyrsta nýsköpunartogaranum, Ingólfi Arnarsyni, sagði Gunnar Thoroddsen, nýskipaður borgarstjóri, m.a.: „Skoðanir eru skiptar um ágæti opinbers atvinnureksturs. En það segi ég óhikað, að meginsjónarmið vort hlýtur að vera það, að fá atvinnutækin og halda þeim úti. Óskir allra flokka munu sameinast í því að árna hinni nýju bæjarútgerð Reykjavíkur heilla og velgengni." þennan dag. Lítum á tvö ólík dæmi þessu til staðfestingar. Fyrst greinargerð með frum- varpi viðreisnarstjórnarinnar til laga um kaup á sex skuttog- urum, sem samþykkt var á Al- þingi árið 1970. Þar sagði m - .32 m.a.: Þrátt fyrir góða afkomu tog- araútgerðarinnar á árunum þar á undan [1940—1945] reyndust einkaatvinnurek- endur ekki hafa svo mikla trú á rekstri togara í framtíð- inni að þeir vildu kaupa öll þau skip, sem ríkisstjórnin taldi þá nauðsynlegt að láta byggja til eðlilegrar endur- nýjunar togaraflotans. Hluti af hinum nýju togurum, sem þá voru byggðir voru því seldir í hendur sveitarfélaga til reksturs. Einar Olgeirsson er á sama máli í endurminningum sín- um. Þátttaka sveitarfélaga hafi verið bein afleiðing af tregðu togaraeigenda. Einkaframtak- ið hafi verið eins og snúið roð í hundskjaft og því hafi sveit- arfélögin tekið sig til og bjarg- að málunum á elleftu stundu.33 Skýring sem þessi segir ekki alla söguna. Helst gæti hún skýrt tilurð Bæjarútgerðar Reykjavíkur, en dugir þó ekki ein og sér. I Reykjavík hafði einkaframtakið haldið uppi þróttmikilli togaraútgerð á undanförnum áratugum, en var fremur áhugalítið eftir stríð. Víðast annars staðar hafði einkaframtakið hins vegar verið vita gagnslaust alla tíð, þegar togaraútgerð var annars vegar. Arið 1931 voru t.d. engir togarar gerðir út frá Siglufirði, Akureyri, Seyðis- firði, Neskaupstað, Vest- mannaeyjum og Keflavík. Af hverju keyptu bæjarfélögin ekki togara þá, eða jafnvel enn fyrr? Staðreyndin er sú að 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.