Ný saga - 01.01.1988, Qupperneq 25
TOGARAÚTGERÐ Á TÍMAMÓTUM
skyndileg viðbrögð við
óvæntu áhugaleysi þess árið
1945, heldur aðgerðir byggðar
á áratuga reynslu.
Loks skipti búsetuþróunin
í landinu undanfarna áratugi
verulegu máli. Stöðugur
straumur fólks úr sveitum og
sjávarplássum hafði legið til
þéttbýlisstaða við Faxaflóa,
fyrst og fremst Reykjavíkur.
Fólksflutningarnir höfðu
mikil áhrif á aðgerðir sveitar-
stjórna úti á landi. Almennt
var álitið, að togaraútgerð
væri kröftugasta meðalið gegn
flóttanum til suðvesturhorns-
ins. Um það vitna m.a. fjölda-
mörg þingmál, einkum frá
sjötta áratugnum, þegar tog-
ararnir voru orðnir sannköll-
uð „óskabörn" byggðastefn-
unnar í landinu.38 Bœjarútgerð
Reykjavíkur var auðvitað
ekki stofnuð til að stöðva
fólksflóttann af landsbyggð-
inni, en engu að síður út frá
sömu forsendum og önnur út-
gerðarfyrirtæki sveitarfélaga.
Bæjarfélagið vildi stuðla að
öflugu atvinnulífi og bættum
lífskjörum bæjarbúum til
handa.
VARANLEG
UMSKIPTI
A næstu árum kom í ljós að
breytingarnar á togaraútgerð-
inni voru engin tilviljun.
Stjórn Stefáns Jóhanns Stef-
ánssonar hélt áfram uppbygg-
ingu togaraflotans og samdi
um kaup á tíu togurum í Bret-
landi árið 1948. Þeir komu til
landsins á árunum 1951—
1952. Fyrirtæki sveitarfélaga
keyptu átta, en einkafyrirtæki
aðeins tvo. Arið 1953 var svo
komið, að bæjarútgerðir áttu
hvorki meira né minna en
nítján togara og hlutafélög í
meirihlutaeigu sveitarfélaga
níu. Aðeins sautján togarar
voru gerðir út á vegum einka-
fyrirtækja.39
Ríkisvaldið og sveitarfélög-
in höfðu tekið upp nýja
stefnu. Einkaframtakið var
ekki eitt um það lengur, að
byggja upp og reka undir-
stöðuatvinnuveg þjóðarinnar.
Því var ekki treyst til þess, að
axla þá ábyrgð á árunum eftir
stríð. Og frammistaða einka-
framtaksins, a. m. k. í togara-
útgerðinni, gaf ástæðu til að
ætla, að hin nýja stefna mikilla
opinberra afskipta væri á rök-
um reist.40
Togarar gerðir út árið 1953.
Rekstrarform og dreifing um landið.
Heimild: Þorleifur Óskarsson: Þættir úr sögu
íslenskrar togaraútgerðar 1945-1970. Kandídatsritgerð í
sagnfræði, H.í. 1987, 212.
Saga undanfarinna
áratuga hafði leitt í
Ijós, að einkaaðilar
væru ekki einfærir
um að tryggja
nægilega festu og
öryggi í
atvinnumálum.
Einkaframtakið var
ekki eitt um það
lengur, að byggja
upp og reka
undirstöðuatvinnuveg
þjóðarinnar.
23