Ný saga - 01.01.1988, Síða 29

Ný saga - 01.01.1988, Síða 29
fjarlæg draumsýn, gott ef ekki handan við okkar tímatal. Ætti ekki að loka öllum sendiráðum Islands á meðan þetta ástand varir? Setja skilti á hurðina: „Lokað vegna orðabókarskorts“. Og ætti ckki þingforseti að byrja alla þingfundi á því að reka út úr sér tunguna framan í þing- heim til að minna á þessa hrikalegu glompu? (Glompa? Hvað merkir þetta orð? Hvernig er það hugsað? Hve- nær kemur það fyrst fyrir? Hvemig er það notað? Svar fæst einhvern tíma á 21.öld). Frá orðabók skulum við flýja í hús. Uti á Melum grotnar niður uppkast — það er Þjóðarbókhlaðan. Lands- bókasafnið í kössum hér og þar um bæinn og getur ekki haldið úti eðlilegri starfsemi hvað þá gegnt skyldum sín- um. Fjársvelt Þjóðminjasafn- ið heldur ekki vatni og býður enn í dag upp á sömu sýningu og þegar opnað var fyrir 35 árum og fer að verða minnis- verð í sjálfri sér. „Af hverju fór aldrei neinn með mig á forngripasafn?" spyr persóna í nýjustu bók Svövu Jakobsdóttur. Ogsvar- ið liggur í augum uppi: á Þjóðminjasafnið kemur nú enginn meir, það er stein- dautt. Ekki nema þessi túr- istahlöss sem er sturtað inn í það yfir hásumartímann og birtast síðan á stéttinni fyrir utan eins og eftir þjófstartað skammhlaup. Nú er talað um nauðsyn þess að ná ferðamanna- straumnum niður í byggð, annars vegar til að hlífa öræf- unum en fyrst og fremst til að mjólka kúna í fjósi í stað þess að elta hana út um reginfjöll. En verður þá ekki að vera eitt- hvað til sýnis? Þarf ekki að vera til Nátt- úrugripasafn þar sem hægt er að sýna tvíhöfða kálf og lamb með þrífót? Eða Sædýrasafn þar sem þessi kvikindi sem lifa í hafinu synda í glerskáp- um gestum og gangandi til sýnis og í leiðinni ágrip af menningarsögu okkar sjálfra og sambúð við hafið. Hugsið ykkur hver not skólakerfið gæti haft af þessum safnkosti á veturna en á sumrin beittum við á þau ferðamönnum. Allt ætti þetta að vera lág- mark okkur sjálfum til að vita hvar við stöndum í stað þess að treysta í sífellu á undrun útlendinga yfir að hér skuli vera Eymundsson, Isafold og Penninn. Hér þyrfti að komast í gagnið Þjóðminjasafn þar sem öldum Islands væru gerð skil. Landnámið, uppruni okkar, sambúð lands og þjóðar. Og hér þyrfti að rísa menningar- „Úti á Melum grotnar niður uppkast - það er Þjóðar- bókhlaðan." miðstöð þar sem menningar- arfurinn væri á boðstólum og rökstólum. Verslun og safn þar sem finna mætti allar út- gáfur íslenskar og erlendar á fornum ritum okkar, verkum þeim tengdum og heiminum sem þær heyra til. Ríkulega útbúið með rökstóla og kjaftastóla. Peningar? Var einhver að tala um peninga? Og það á tímum þegar upp renna Seðla- banki, Ráðhús og Þinghús — hundruð og aftur þúsundir milljóna af almannafé — allt fyrirtæki sem engin brýn þörf er á og sum hver í fullkominni óþökk almennings. 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.