Ný saga - 01.01.1988, Qupperneq 45

Ný saga - 01.01.1988, Qupperneq 45
GRÁFELDIR Á GULLÖLD OG VOÐAVERK KVENNA VERSLUN OG MENNING En hvar fengu gömlu mennirnir á 12. öld gjaldeyri til að frílista sig og menntast á Þýskalandi, Frakklandi og Englandi eða ef til vill í Róm? Jón Jóhannesson taldi gott ár- ferði og verslun meginskýr- ingu hins ætlaða blómaskeiðs og Björn Þorsteinsson er sam- mála um verslunina og ritar um blómaskeiðið á 11. og 12. öld: „Grundvöllur allra þeirra framfara sem þá verða á Is- landi, hefur verið blómlegur efnahagur á ýmsum sviðum og hagstæð utanríkis- verslun“.ls Verslunin var hag- stæð, að rnati þeirra Jóns og Björns, af því að íslenskir var- arfeldir og skinn voru eftirsótt erlendis. Vararfeldur var yfirhöfn, ætluð körlum, og mun orðið merkja sama og vörufcldur og á að vera dregið af því hve feldirnir voru mikil verslunar- vara. Mcnn héldu lcngst af að vararfeldir hefðu verið skinn- feldir en Jón Jóhannesson taldi að svo hcfði ekki verið heldur hefðu þcir verið gerðir úr vaðmáli og hefði ullar- lögðum, svonefndum röggv- um, verið skotið í vcfinn þannig að flíkurnar líktust loðfeldum eða gærum. Aðal- heimild Jóns um þctta var Grágás og fornleifafundur bendir til að þetta sé rétt.'1'Jón segir okkur að vararfeldir hafi verið mikill tískuvarningur sem útlendingar hafi sóst ákaft eftir og virðist hann trúaður á að heilir skipsfarmar slíkra felda hafi flust frá Is- landi. Um 1200 eiga að hafa orðið mikil tíðindi því að karlmenn erlendis vildu ekki lengur þessa vararfeldi vegna tískubreytingar. Björn Þor- steinsson ritar: . . . . á 12. öld hafa utanríkis- viðskipti Islendinga verið mun meiri en á þeirri 13., og valda samdrættinum tískubreytingar um 1200; iðnaðarvarningur eins og, vararfeldir verður verð- laus, og markaður opnast ekki fyrir ný útflutnings- verðmæti.20 Þá segja þeir Jón Jóhannes- son, Björn Þorsteinsson og Gunnar Karlsson í ritum sín- um um sögu þjóðveldisaldar að íslendingar hafi flutt utan gærur og skinn, tófuskinn, lamb- og kattarskinn, en þessi útflutningur hafi dregist sam- an á 13. öld vegna samkeppni af hálfu Hansamanna sem flutt hafi skinn frá Rússlandi.21 Samkvæmt Jóni Jóhannessyni var blómaskeiðið liðið um 1200, allur verslunarhagnaður rann til Norðnranna, efnahag hnignaði á 13. öld, ef ekki fyrr, og verslun varð óhagstæðari og tekur Sigurð- ur Líndal undir það með þess- urn orðum: „Hér verður einn- ig að hafa í huga að hag lands- manna fór heldur hnignandi á 13. öld og viðskiptakjör versnuðu eins og oftsinnis hefur vcrið vakin athygli á“.2:! Jón segir cnnfremur um þró- unina: Jafnhliða hófst sú menn- ingareinangrun, senr stóð urn aldaraðir, þótt hennar gætti ekki mjög fyrrr en eftir lok þjóðveldisaldar. Hún spratt af því, að nú var ekki leið opin til útlanda nema urn Noreg, en áður, þá er Islendingar áttu sjálf- ir hafskip, lágu leiðir þeirra til margra landa, og menn- ingarstraumar bárust hvaðanæva.’3 Þetta tel ég að séu hæpnar ályktanir og skal nú reyna að færa rök fyrir því. Jóhannes skírari í röggvuðum feldi. Á miðöldum var siður að sýna úlfaldahárklæði Jóhannesar sem röggvarklæði. Talsvert er til af slíkum myndum frá 10. öld og síðar og birtist hér ein þeirra, höggmynd í dómkirkjunni í Mainz frá um 1270. I fyrsta lagi: Fyrir því er aðeins ein góð heimild að ís- lenskir feldir hafi verið eftir- sóttir í Noregi en það er samningur íslendinga við Olaf helga sem til er í gerð frá lokum 11. aldar og segir þar að Islendingar skuli gjalda svo- nefnda landaura í Noregi, „sex feldi og sex álnir vaðmáls eða fjóra aura silfurs“. Ekki kemur fram að feldirnir séu vararfeldir. Jón Jóhannesson vísaði einkum til annarrar heimildar um að vararfeldir hafi skipt miklu máli í útflutn- ingi, en sú er ekki heldur mjög góð, Haralds saga gráfeldar í 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.