Ný saga - 01.01.1988, Side 69

Ný saga - 01.01.1988, Side 69
HIÐ DAGLEGA LIF, HVUNNDAGSSAGAN, SEM VIÐ LEITUM FYRST OG FREMST EFTIR.“ Rætt við Árna Björnsson þjóðháttafræðing Þjóðháttadeild Þjóðminja- safns íslands var formlega stofnuð á eitthundrað ára af- mæli safnsins árið 1963. Hún er því 25 ára í ár. Hvað get- urðu sagt okkur um upphaf þjóðháttadeildarinnar? Þetta var nokkurs konar gjöf ríkisstjórnarinnar til safnsins á hundrað ára afmæl- inu. Sú gjöf þýddi í rauninni einn starfsmann. Það var þó byrjað að senda út spurninga- skrár áður, strax 1959/60, að vísu lítillega í upphafi. Það voru þeir Kristján Eldjárn og ÞórðurTómasson sem sömdu þessar fyrstu spurningaskrár og sendu út. Þeir sendu skrárnar til fróðleiksmanna sem þeir þekktu báðir vegna mikilla kynna af fólki víðs- vegar um landið. Ég er nú ekki alveg frá því að kveikjan að þessu hafi verið sú að árið 1958 lagði Páll Þorsteinsson alþingismaður á Hnappavöll- um fram tillögu á Alþingi um að láta rita það sem hann kall- aði þjóðháttasögu Islands. Þetta er til í þingskjali. Nú veit ég ekki nákvæmlega hvernig þetta gekk fyrir sig en ég þyk- ist vita að þjóðminjavörður, Kristján Eldjárn, hafi verið kallaður til að gefa umsögn um þingmálið og hann hafi náttúrulega séð að það var ekki einfalt mál að fara að skrifa þjóðháttasögu Islands. Ekki nægði að ráða bara mann til þess í nokkur ár! Kristján fór að hugsa um þetta og út úr Þaö kom fyrir að menn hefdu á Þjódminjasafninu hluti, brúkshluti, t.d. frá árabátaöidinni sem þeir vissu lítið um. því kom tvennt. í fyrsta lagi byrjaði hann að senda út spurningaskrár og annað hitt að Lúðvík Kristjánsson kom smám saman inn á vegum safnsins og endaði hér sem starfsmaður. Þetta er upphaf- ið. Lengst af hefur aðeins einn maður sinnt þessu. Fyrst var það Þór Magnússon, síðan ég og það var ekki fyrr en árið 1986 sem annar fastur starfs- maður kom til, Hallgerður Gísladóttir. Hún var þó búin að vera lausráðin í hálfu og heilu starfi í nokkur ár. VERKEFNI ÍSLENSKRA FRÆÐA Hver hafa meginverkefnin verið? Það sá auðvitað hver maður sem fór að hugsa um það að í þessum hröðu breytingum á okkar öld, svo miklu hrað- stígari en áður, gleymdust hlutir og vinnubrögð óðfluga. Það kom fyrir að menn hefðu á Þjóðminjasafninu hluti, brúkshluti, t.d. frá árabáta- öldinni sem þeir vissu lítið um. Menn höfðu gripina, vissu hvað þeir hétu en vissu ekki hvernig haldið hafði verið á þeim, hvernig þeir höfðu verið notaðir. Smám saman rann þetta upp fyrir mönnum, t.d. hélt Jón Helga- son prófessor fyrirlestur um verkefni íslenskra fræða alveg í stríðslok. Þar tekur hann þetta sérstaklega fyrir og telur að þetta sé með því allra brýn- asta sem þurfi að gera. Þetta er þegar árið 1945. Það sem þeir byrjuðu á, fyrst Kristján Eldjárn og Þórður Tómasson, síðan Þór og loks ég, var gamla bænda- samfélagið, gamli landbúnað- urinn, af því að maður sá af þessari gífurlegu fólksfækkun í sveitum og vélvæðingu land- búnaðarins, að það fólk hlaut smám saman að hrynja niður sem vissi hvernig átti að með- höndla gömul amboð. Þannig að fyrstu áratugina var aðal- áherslan lögð á landbúnaðinn. Að sumu leyti stafaði það af því að allir þeir sem fyrst unnu við þetta voru upprunnir úr sveit og vissu frekar um hvað átti að spyrja. Síðan var það um 1980 sem okkur fór að verða ljósara en áður að það voru líka til þjóðhættir í kaup- stöðum og þorpum og ekki minna um vert. Þá hófst dálít- ið átak í því að semja spurn- ingalista og senda út til fólks sem var fætt og uppalið í kaupstöðum. Það eru út komnar fimm slíkar skrár á þessum áratug. Var ekki mikið málað finna úthverjir voru fæddir og upp- aldir í kaupstöðum? Jú, það var töluvert tækni- legt mál. Það er hægt að finna þetta út hjá hagstofunm. Ann- ars fór maður ýmsar aðrar leiðir. Aðalspurningin er ef til vill þessi: Hvcrnig finnur maður yfirleitt heimildar- menn? Þetta byrjaði á því að þeir Kristján og Þórður sendu mönnum sem þeir þekktu L 67
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.