Ný saga - 01.01.1988, Síða 82

Ný saga - 01.01.1988, Síða 82
Gísli Ágúst Gunnlaugsson öld. Þeir hafa þó byggt rök- semdafærslu sína á öðrum grundvelli en Macfarlane. Vestur-þýski sagnfræðingur- inn Peter Borscheid hefur haldið því fram að ástin hvorki kvikni né dafni án þess að hún sé ræktuð. Til þess að svo megi verða krefjist hún tíma — þ.e. tómstunda. Þar sem lífsskilyrði almennings í þýsku ríkjunum hafi verið það erfið á 19. öld voru þessar aðstæður ekki fyrir hendi. Þess vegna réðu efnahagslegar forsendur að verulegu leyti makavali. Hin rómantíska ást fylgdi, að mati Borscheids, í kjölfar bættra lífskjara í lok síðustu aldar og á þessari öld.15 Af framansögðu er ljóst að erlendir sagnfræðingar og fé- lagsvísindamenn eru nokkuð á öndverðum meiði um það hvenær „ást“ í nútímamerk- ingu hugtaksins ruddi sér til rúms sem grundvöllur hjú- . Lágstéttirnar vildu einnig njótast. skaparstofnunar. Sumir telja að það hafi verið fyrir 200 - 250 árum, aðrir mun síðar. Um ástæður þessa eru einnig skiptar skoðanir. Flestir þeirra höfunda sem hér hefur verið vísað til eru þó sammála um það að í bændasamfélag- inu réðu önnur atriði en ást — einkum þá efnahagslegar for- sendur — mestu um hjúskap- arstofnun og makaval.16 Franski sagnfræðingurinn Philippe Ariés hefur orðað þetta svo að fjölskyldan hafi fyrr á öldum ekki gegnt neinu tilfinningalegu hlutverki. Þetta þýði ekki að ástin hafi ekki verið til staðar. Þvert á móti megi oft greina merki hennar þegar við trúlofun, venjulega þó nokkru eftir gift- ingu, þegar hún hafi vaxið og dafnað af samlífi hjóna. Hann bendir þó á að hið mikilvæga sé, að kærleikur milli hjóna, eða foreldra og barna, hafi hvorki verið nauðsynleg for- senda fyrir tilveru fjölskyld- unnar né því að jafnvægi héld- ist innan hennar. „Þess vegna var það einungis jákvætt ef ástin fylgdi með í kaupbæti."17 HAFÐI „ÁST“ ÁHRIF Á MAKAVAL Á ÍSLANDI Á 18. OG 19. ÖLD? A grundvelli umfjöllunar- innar hér að framan er rökrétt að spyrja hvort ást hafi verið forsenda hjúskaparstofnunar á íslandi á 18. og 19. öld. Með „ást“ í þessu sambandi er þá átt við „rómantíska ást“, sam- kvæmt skilgreiningu Stones sem fyrr var að vikið. A það hefur verið bent að hjónabandsmöguleikar á Is- landi hafi allt fram á síðustu áratugi 19. aldar verið háðir aðgangi að jarðnæði.18 Út frá þessu er líklegt að efnahagsleg sjónarmið hafi ráðið miklu um makaval fyrr á öldum. Hinn mikli aldursmunur sem oft var á hjónum á Islandi gæti bent til hins sama. Þótt á grundvelli slíkra óbeinna upplýsinga mætti e.t.v. leiða líkur að því að ástin hafi ekki verið í öndvegi þegar stofnað var til hjónabands á Islandi á 18. öld og fyrri hluta 19. aldar, væri niðurstaðan harla óáreið- anleg. Á grundvelli þessa má þó setja fram þá tilgátu að önnur sjónarmið en ástin, hafi ráðið mestu um hjóna- bandsstofnun, þótt leita verði haldbetri heimilda til að svara spurningunni. Fyrsti kaflinn í riti Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal um Atla, sem út kom 1780, fjallar um það þegar Atli vill leita ráðs og kvongast. Hann kemur að máli við húsbónda sinn og greinir honum frá þessu. Aðspurður kveðst hann þegar hafa í huga „kvon- arefni", Arnbjörgu, sem var vinnukona á sama bæ. I tilefni af þessu mælir bóndi: „Gott er það að þið þekkist fyrr en þið gangið að eigast en segja máttu mér hvort einsaman til- hneiging ræður fyrir þig eður meiri skynsemi.“ Þegar Atli hefur talið kosti Arnbjargar og biður bónda um vitnisburð um hana segir bóndi: „Vel má hún fá hjá mér þennan vitnis- burð allan, sem þú barst henni, og er það vel að þú gengst fyrir því en fylgir ekki einni saman fýsn þinni.“19 Meðal þeirra kosta sem Atli taldi Arnbjörgu til tekna voru þeir að hún væri góð vinnu- kona, þrifin, nýtin og spar- söm. Hún væri trú og holl í þjónustu, hlýðin, viðfeldin og sveigjanleg í geði, ráðvönd og guðhrædd.20 Þetta gerði hana að álitlegu konuefni í hans augum og húsbóndanum féll
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.