Ný saga - 01.01.1988, Page 101
var að eíla frjálsræði í við-
skiptalífinu. Hér var þó ekki
gengið langt. Margt, sem gert
var, orkaði tvímælis, og má
þar nefna deilur ríkisstjórnar-
innar við verkalýðshreyfing-
una.
2. 1963—1967. Tímabil
þjóðarsdttar. Horfið var frá
umdeildustu aðgerðunum á
fyrsta tímabilinu. Aðeins Isal-
málið olli verulegum deilum.
3. 1967—1971. Tímabil
kreppu og upplausnar. í fram-
haldi af þjóðarsáttaranda fyrri
ára var Alþýðubandalagi og
Framsóknarflokki boðin
þátttaka í ríkisstjórninni 1967
og 1968, en báðir höfnuðu til-
boðinu. Það fór að rofa til í
efnahagslífi þjóðarinnar árið
1970 en sviplegur dauðdagi
forsætisráðherrans, Bjarna
Benediktssonar, hafði lam-
andi áhrif á störf stjórnarinnar
eftir það. Farinn var sá maður,
sem líklegastur var að leita
nýrra leiða þegar breyttar að-
stæður kröfðust þess. Að vísu
voru áfram í ríkisstjórninni
hæfileikamenn eins og Magn-
ús Jónsson frá Mel og Gylfi Þ.
Gíslason, sem vann mörg af-
rek á 15 ára starfstíma sínum
sem menntamálaráðherra, en
þeir dugðu ekki til. Osveigj-
anleiki viðreisnarflokkanna í
landhelgismálinu 1971 innsigl-
aði endanlega kosningaósigur
þeirra á því ári.
/ upphafi ferils síns jók ríkisstjórnin frjálsrædi í viðskiptalífinu en
Gisii telur þó að ekki hafi verið gengið tangt íþeim efnum. í
versiunum voru sneisafullar hillur af vörum og um jól hafði fólk úr
ýmsu að moða eins og þessi mynd úr kjötverslun Tómasar frá
árinu 1961 ber með sér.
Ósveigjanteiki
vidreisnarflokkanna í
landhelgismálinu
1971 innsigiadi
endanlega
kosningaósigur
þeirra á því ári.
99