Ný saga - 01.01.1988, Side 111
Kort sem þetta segir meira en
mörg orð.
skrá með manna- og staðar-
nöfnum. I fimmtánda og síð-
asta bindinu eru skrár með
mannanöfnum, staðarnöfn-
um og atriðisorðum fyrir öll
bindin. Atriðisorðaskráin
eykur gildi ritsins mikið.
Þannig er fyrirhafnarlítið
hægt að fá yfirlit yfir hin ýmsu
svið sögunnar, t.d. fólks-
fjölda, stöðu kvenna, hag-
kerfi, gyðingaofsóknir, trúar-
brögð, sagnaritun, verktækni,
málaralist, landbúnað, versl-
un og verslunarleiðir.
I Noregi birtust öll bindin á
bókmáli nema það sjötta sem
kom út á nýnorsku, bókmáls-
fólki til mikillar armæðu.
Norski textinn er lipurlega
skrifaður og mjög læsilegur.
Og það sama má segja um vel
flestar þýðingarnar, sérstak-
lega um áttunda og níunda
bindið. Þó vel hafi tekist til
um flest get ég ekki látið hjá
líða að nefna hve illa hefur til
tekist með þýðingu sjötta og
sjöunda bindisins. Nægir að
benda á að í sjötta bindi, bls.
86, er „Dei brukte heller elv-
ane. Det lönte seg ogsá á grave
kanalar i seinmellomalderen,
pá Po-sletta og i Flandern"
þýtt „Menn fluttu meira eftir
fljótunum. Það borgaði sig
líka á seinni hluta miðalda að
grafa skurði, á Pó-sléttunni og
í Flandern." „Kanal“ þýðir
„skipaskurður" en ekki
„skurður" og réttara er að
þýða „seinmellomalderen"
með „síðmiðaldir" í stað
„seinni hluta miðalda". Ann-
að verra er að víða eru eyður í
þýðingunni. Þannig vantar á
bls. 86 þegar verið er að fjalla
um verð á iðnaðarvörum:
„Det lyder utruleg, men er
sant at for denne vogna, eller
for dei 800 kyrne, kunne ein i
1397 ha kjöpt 60—70 medels
gardsbrug pá Vestlandet i
Norge.“ I sjöunda bindi, bls.
72, er „lokalsamfunn" þýtt
sem „þorpssamfélag“ og
„staðbundið samfélag“, öllu
betra hefði verið að nota
„svæðisbundið samfélag“ í
báðum tilfellunum. Neðar á
sömu síðu er „ökologiske
systemer“ þýtt sem „efna-
hagskerfum“ í stað „vistkerf-
um".
Ekki hefur fyllilega tekist
að halda íslenskri málvenju
hvað varðar staðarnöfn.
Þannig er t.d. í sjötta bindi,
bls. 86, Lúbeck notað í stað
Lýbika og Bergen í stað
Björgvin og í því níunda,
bls. 59 og 70, Lisboa í stað
Lissabon.
Þó að ýmsu smávægilegu
megi finna við verkið og ís-
lenska gerð þess, breytir það
engu um hve mikill fengur
það er að fá það í íslenskri
þýðingu. Það á án efa eftir að
verða mikið lesið og notað.
N ORÐURL AND A-
SAGA
Það er einn þáttur í rit-
stjórnarstefnunni sem er að-
finnsluverður. Meiri umfjöll-
un um Norðurlönd hefði
verið æskileg. Gera hefði mátt
grein fyrir á hvern hátt „okk-
ar“ samfélög eru frábrugðin,
eða lík, hinum „dæmigerðu"
Evrópusamfélögum og stytta
fjarlægðina milli mannkyns-
sögunnar og þjóðarsögunnar.
Agætt dæmi er að á miðöldum
var staða bænda í N- Svíþjóð,
Noregi og á Islandi önnur en
víðast hvar í Evrópu. Næstum
alger fjarvera Norðurland-
anna vekur þá spurningu
hvort ekki sé kominn tími til
að norrænir sagnfræðingar
fari að sinna verkefnum er
„standi þeim nær" og skrifi
Norðurlandasögu.
Næstum alger
fjarvera
Norðurlandanna
vekur þá spurningu
hvort ekki sé kominn
tími til að norrænlr
sagnfræðingar fari
að sinna verkefnum
er „standi þeim nær"
og skrifi
Norðurlandasögu.
109