Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 111

Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 111
Kort sem þetta segir meira en mörg orð. skrá með manna- og staðar- nöfnum. I fimmtánda og síð- asta bindinu eru skrár með mannanöfnum, staðarnöfn- um og atriðisorðum fyrir öll bindin. Atriðisorðaskráin eykur gildi ritsins mikið. Þannig er fyrirhafnarlítið hægt að fá yfirlit yfir hin ýmsu svið sögunnar, t.d. fólks- fjölda, stöðu kvenna, hag- kerfi, gyðingaofsóknir, trúar- brögð, sagnaritun, verktækni, málaralist, landbúnað, versl- un og verslunarleiðir. I Noregi birtust öll bindin á bókmáli nema það sjötta sem kom út á nýnorsku, bókmáls- fólki til mikillar armæðu. Norski textinn er lipurlega skrifaður og mjög læsilegur. Og það sama má segja um vel flestar þýðingarnar, sérstak- lega um áttunda og níunda bindið. Þó vel hafi tekist til um flest get ég ekki látið hjá líða að nefna hve illa hefur til tekist með þýðingu sjötta og sjöunda bindisins. Nægir að benda á að í sjötta bindi, bls. 86, er „Dei brukte heller elv- ane. Det lönte seg ogsá á grave kanalar i seinmellomalderen, pá Po-sletta og i Flandern" þýtt „Menn fluttu meira eftir fljótunum. Það borgaði sig líka á seinni hluta miðalda að grafa skurði, á Pó-sléttunni og í Flandern." „Kanal“ þýðir „skipaskurður" en ekki „skurður" og réttara er að þýða „seinmellomalderen" með „síðmiðaldir" í stað „seinni hluta miðalda". Ann- að verra er að víða eru eyður í þýðingunni. Þannig vantar á bls. 86 þegar verið er að fjalla um verð á iðnaðarvörum: „Det lyder utruleg, men er sant at for denne vogna, eller for dei 800 kyrne, kunne ein i 1397 ha kjöpt 60—70 medels gardsbrug pá Vestlandet i Norge.“ I sjöunda bindi, bls. 72, er „lokalsamfunn" þýtt sem „þorpssamfélag“ og „staðbundið samfélag“, öllu betra hefði verið að nota „svæðisbundið samfélag“ í báðum tilfellunum. Neðar á sömu síðu er „ökologiske systemer“ þýtt sem „efna- hagskerfum“ í stað „vistkerf- um". Ekki hefur fyllilega tekist að halda íslenskri málvenju hvað varðar staðarnöfn. Þannig er t.d. í sjötta bindi, bls. 86, Lúbeck notað í stað Lýbika og Bergen í stað Björgvin og í því níunda, bls. 59 og 70, Lisboa í stað Lissabon. Þó að ýmsu smávægilegu megi finna við verkið og ís- lenska gerð þess, breytir það engu um hve mikill fengur það er að fá það í íslenskri þýðingu. Það á án efa eftir að verða mikið lesið og notað. N ORÐURL AND A- SAGA Það er einn þáttur í rit- stjórnarstefnunni sem er að- finnsluverður. Meiri umfjöll- un um Norðurlönd hefði verið æskileg. Gera hefði mátt grein fyrir á hvern hátt „okk- ar“ samfélög eru frábrugðin, eða lík, hinum „dæmigerðu" Evrópusamfélögum og stytta fjarlægðina milli mannkyns- sögunnar og þjóðarsögunnar. Agætt dæmi er að á miðöldum var staða bænda í N- Svíþjóð, Noregi og á Islandi önnur en víðast hvar í Evrópu. Næstum alger fjarvera Norðurland- anna vekur þá spurningu hvort ekki sé kominn tími til að norrænir sagnfræðingar fari að sinna verkefnum er „standi þeim nær" og skrifi Norðurlandasögu. Næstum alger fjarvera Norðurlandanna vekur þá spurningu hvort ekki sé kominn tími til að norrænlr sagnfræðingar fari að sinna verkefnum er „standi þeim nær" og skrifi Norðurlandasögu. 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.