Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 41

Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 41
Rríöabmgg rí dultnáli hafi nefnt tölurnar 10 til 20.000, er afar sterk vísbending um aö á einhverju stigi málsins hefur verið af alvöru rætt um að flytja burt fleiri en innan við þúsund þurfa- menn. í skýrslu Johnstones er notað mjög svipað orðalag og þeir Magnús og Hannes gera. „To be in agitation“ þýðir að vera til umræðu og var algengt orðalag á þessum tíma.“ Hannes Finnsson skrifaði að málið hafi „komið fyrir al- vöru í tal“, „tænktes“ segir Magnús Steþhensen og “kom í ord” segir Jón Espólín. Rétt hug- takanotkun er ávallt mikilvæg í fræðilegri um- ræðu. Gísli Ágúst Gunnlaugsson gerir réttilega skýran greinarmun á orðasamböndunum að „koma til tals“ eða „hafa t hyggju“, sem vafist hafa fyrir fræðimönnum í þessari umræðu. Tel- ur hann, að Danir hafi aldrei „[haft] í hyggju að flytja alla landsmenn til Danmerkur, þótt hug- myndir um slíka flutninga hafi væntanlega skotið upp kollinum í Kaupmannahöfn árið 1784, verið ræddar óformlega meðal danskra embættismanna og hafnað sem óframkvæm- anlegum og óæskilegunr kosti.“ Þjóðarflutn- ingurinn hafi með öðrum orðum aldrei verið fyrirhugaður, eins og t.d. Sigurður Líndal hafi haldið fram.w Á grundvelli samtímaheimild- anna verður aðeins fullyrt að þjóðarflutningur- inn hafi konrið til tals. Sem fyrr segir er eitt lykilatriðið í umræð- unni um þjóðarflutninga til Jótlandsheiðar hvort rætt liafi verið um að flytja alla þjóðina eða aðeins fámennan hluta hennar, þurfa- menn og flakkara. í breska skjalinu er hrein- lega talað um „the People“ og geta flestir verið sammála um að þar sé átt við alla þjóðina. Skýrsla Johnstones styður því hina hefð- bundnu söguskoðun sem birtist í fullyrðingum þeirra Hannesar og Magnúsar um að rætt hafi verið um að flytja alla þjóðina. Annað mikilvægt atriði þessara áætlana er hinn fyrirhugaði áfangastaður þjóðarinnar. Johnstone segir að hafi átt að flytja fólkið „to the different Quarters of the Danish dom- inions“. Hannes Finnsson og Jón Espólín segja aðeins, að flytja hafi átt íslendingana til Dan- merkur en Magnús Stephensen minnist ekki á áfangastað hinna brottfluttu. Skúli fógeti skrif- aði í sinni skýrslu, að flytja ætti Islendingana til Jótlandsheiða, Finnmerkur og Kaupmanna- hafnar. Ummæli Johnstones sverja sig því í ætt við orð Skúla. Hvort áfangastaðirnir hafi verið fleiri en Skúli nefnir er hins vegar hugsanlegt miðað við orðaval Johnstones. I jrví samhengi má minna á eldri tillögur um brottflutning ís- lendinga til nýlendna Dana í Vestur Indíum, sem kornu fram um aldamótin 17007", og fyrir- hugaðan flutning íslendinga til Grænlands á árunum 1729-30.71 í bæði skiptin var aðeins um takmarkaðan brottflutning að ræða en á- hersla lögð á það að senda heilu fjölskyldurn- ar og hraust ungt fólk af báðum kynjum sem landnámsmenn á joessar slóðir. Vert er að átta sig vel á því, að skýrsla Johnstones um þjóðarflutningana getur vel verið óháð hinum samtímaheimildunum, sem allar eiga rætur sínar að rekja til ís- lenskra embættismanna Danakonungs. Á- stæðan er annars vegar sú, að leyniskýrslur breska utanríkisráðuneytisins hafa ekki verið aðgengilegar íslenskum samtímamönnum Johnstones. Skýrsla Johnstones hefur því ekki getað haft áhrif á hinar heimildirnar. Hins vegar ritaði Johnstone skýrslu sína áður en flestar þær heimildir, sem gefa þjóðar- flutninga í skyn, urðu til. Aðeins álitsgerð Skúla Magnússonar er eldri. Það er joví ekki mjög líklegt að Johnstone hafi uþþlýsingar sínar frá fyrrgreindum íslenskum samtíðar- mönnum, þótt auðvitað sé ekki unnt að úti- loka að hann hafi upplýsingarnar frá Skúla eða munnlega frá Magnúsi, sem dvöldu báð- ir í Kaupmannahöfn veturinn 1785-1786.72 Mun líklegra verður að telja að Johnstone hafi upplýsingar sínar beint frá dönskum stjórnvöldum. Johnstone getur þess í upphafi skýrslunn- ar að hann hafi reynt að afla „the best In- formation on the Subject recommended to my particular Attention“. Orðið „subject“ er í eintölu og óvíst við hvaða mál hann eigi viö. En sendiráðsmennirnir höföu aðallega sam- skipti við utanríkisráðherrann Bernstorff greifa og áttu oft fundi með honum eftir því sem kemur fram í skýrslum sendiráðsins.71 Bernstorff greifi átti ekki sæti í Landsnefnd- inni og var ekki heldur viðriðinn Rentu- kammerið. Hins vegar er líklegt, að þetta mál hafi veriö rætt innan dönsku stjórnarinnar en þar var Bernstorff primus inter pares. Það er því vel hugsanlegt, aðjohnstone hafi upplýs- ingar beint frá greifanum. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.