Ný saga - 01.01.1995, Síða 22

Ný saga - 01.01.1995, Síða 22
Guðni Thorlacius Jóhannesson Að minnsta kosti 2.400 sjómenn voru á Hvalfjarðarsíld og varð afla- hlutur þeirra samtals rúmar 20 milljónir króna Sigurðsson að á þessum árum hafi skip á herpi- nót þurft að veiða um 3.000 mál á vertfð til að hafa fyrir útgerðarkostnaði og launum, eða „fyrir tryggingu“, eins og sagt var.,3J Sveinn Benediktsson sagði í bréfi í nóvember 1948 að þeir útgerðarmenn, sem hefðu stundað veiðarnar „að ráði“, hefðu flestir bætt hag sinn: Hins vegar er hagur útgerðarmanna og út- gerðarfélaga vélbátanna nú almennt mjög bágborinn, sökum fjögurra undanfarinna aflaleysissumra á síldveiðum, svo sem al- kunnugt er.135 Sjómaður á einu af aflahæstu skipunum sagð- ist hafa fengið í sinn hlut margföld verka- mannslaun.136 Aðrir fengu vitaskuld minna, en örugglega urðu næsta fáir til að harma hlutinn sinn. Þannig var hásetahlutur á fjór- um Akranesbátum frá 10.400 krónum upp í 13.710 krónur. Þetta voru góð laun. Einnig gaf það vel í aðra hönd að vinna í sildarverk- smiðju á þessum tíma. Á Akranesi var sagt að starfsmenn verksmiðjunnar hefðu fengið rúmar 20.000 krónur í laun yfir vertíðina og eina vikuna munu útborguð laun til um 60 verkamanna í SRP á Siglufirði hafa numið samtals um 70.000 krónum. Árslaun Dags- brúnarverkamanna á mánaðarkaupi voru rúmar 18.300 krónur árið 1947 og 23.400 krónur árið eftir.137 Að minnsta kosti 2.400 sjómenn voru á Hvalfjarðarsíld og líklega mun fleiri því gera má ráð fyrir nokkrum mannaskiptum á skip- unum.138 Aflahlutur sjómanna varð samtals rúmar 20 milljónir króna. Kaup verkamanna í verksmiðjunum og sjómanna við flutning síld- arinnar varð tæpar 22 milljónir og launa- kostnaður vegna vinnu við veiðarfæri og við- hald skipa og verksmiðja nam um sex milljón- um króna.139 Davíð Olafsson skrifaði að 168 herpinótar- skip hefðu verið á vertíðinni um lengri eða skemmri tíma en í skýrslum SR eru veiðiskip- in sögð vera alls 174. Mest var sóknin í janúar 1948. Þá töldust 1.602 skipverjar vera að veið- um á 122 skipum.140 í ársskýrslu SR fyrir árið 1947 er heildaryf- irlit yfir Hvalfjarðarvertíðina og þar kemur fram að alls tóku SR á móti 1.032.148 málum af síld í Reykjavík. Þar af voru 194.553 mál flutt til geymslu í landi um stundarsakir. Sá afli, sem síldveiðiskip sigldu sjálf með norður, nam 39.948 málum. Að frádreginni rýrnun við flutninga og geymslu varð vetrarsíldaraflinn 1.124.142 mál í bræðslu. SR bræddu úr 960.430 málum, á Akranesi voru rúm 57.000 mál brædd og tæp 37.000 mál fóru til Keflavíkur. Um 27.000 mál fóru í vinnslu hjá Ó. Jóhannesson á Patreks- firði, tæp 20.000 hjá Fiskimjöli í Njarðvíkum og annað eins í síldarbræðslunni á Seyðisfirði, rúm 4.000 mál hjá ísfelli á Flateyri, um 1.000 mál hjá Lýsi og mjöli í Hafnarfirði og svipað í fiskimjölsverksmiðjunni á Bíldudal. Loks voru 160 mál brædd í nýju hvalveiðistöðinni í Hvalfirði.141 Rétt er að geta þess að SR, Fiskifélagið eða verksmiðjurnar sjálfar gáfu ekki upp vinnslu- tölur fyrir einkaverksmiðjurnar, heldur birti Ólafur B. Björnsson þær í skrifum sfnum um Hvalfjarðarvertíðina og hann sagði þær vera frá 29. febrúar 1948 þannig að væntanlega hefur eitthvert smáræði verið unnið í viðbót einhvers staðar. Um 40.000 mál af síld voru fryst til beitu og 32 skipsfarmar af ísaðri síld, eða um 26.000 mál, fóru til Þýskalands.142 Þá var eilítið saltað af síld, eða 1.600 tunnur. Annars þótti ill- mögulegt að salta Hvalfjarðarsíldina vegna þess hve hún var misjöfn að gæðum. Alls fór 61 smálest til niðursuðu og 272 smálestir voru frystar og fluttar út.143 Um þriðjungur síldar- innar, sem veiddist, var sæmilega stór, 33-37 sm á lengd og um 350 gr. að meðaltali, en hinn hlutinn var 24-32 sm og 180-220 gr. f fyrstu var um 16% fita í síldinni en tæp 14% í vertíð- arlok.144 Hún var yfirleitt góð til bræðslu og síldin, sem var flutt til stríðshrjáðra Þjóðverja á hernámssvæðum Vesturveldannna, fékk góðan vitnisburð. Fréttir bárust af því hingað til lands í lok janúar 1948 að „í þeim borgum Þýskalands, sem hennar hafa orðið aðnjót- andi, er ekki um annað meira talað.“145 Fyrir síldarmjöl og lýsi, sem SR unnu úr vetrarsíldinni, fengust rúmar 66 milljónir króna, en samtals nam útflutningsverðmæti þeirra afurða, sem fengust úr þessum afla, um 80 milljónum króna.14í> Það teljast vera um 3,5 milljarðar króna á verðlagi ársins 1995 - og munar um minna. Þá hafði ríkið margvíslegan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.