Ný saga - 01.01.1996, Page 7

Ný saga - 01.01.1996, Page 7
Fangarnir á Mön "" i Þ ar fréttir frá landinu, leynilega ef með þyrfti. Pór Whitehead segir svo frá: í fylgibréfi til [Heinrichs] Himmlers skrif- aði Gerlach: „Mikilvægasta verkefnið virð- ist mér að fylkja saman Þjóðverjunum og einmitt á þessu sviði, sem áður var næsta afskipt, vinnum við af öllu afli.“ Hér hefur Gerlach vísast átt við þau verkefni, sem Himmler hafði falið honum með strang- leynilegum fyrirmælum um moldvörpu- starfsemi á íslandi. Eru allar líkur á því, að ræðismaðurinn hafi meðal annars átt að koma hér upp „fimmtu herdeild", til að seilast eftir völdum og áhrifum í landinu fyrir Þriðja ríkið.5 Nasistaflokkurinn átti nú að verða sameining- artákn „germanskra“ Þjóðverja, Volksdeutsche, á íslandi. Innan flokksins starfaði stofnun sem kallaðist Auslandsorganization (utan- landsdeildin - sem Winston Churchill kallaði „Nazitninternsbr. Komintern), sem skipu- lagði flokksfélög nasista út um allan heim. Þegar Bretar hernámu Reykjavík í maí 1940 voru um 50 Þjóðverjar, 38 karlar og 12 konur, skráðir í íslandsdeild Nasistaflokksins og undirdeildum hans.6 Sumir þeirra höfðu þó horfið úr landi sumarið 1939, yfirleitt til að gegna herskyldu í Þýskalandi, en aðrir komið í staðinn. Ef flokksskrá Nasistaflokksins og undir- deilda hans er borin saman við skrá um Þjóð- verja á íslandi í apríllok 1940 kemur í ljós, að 15 af þessum 50 félögum voru farnir úr landi. Á móti koma tveir óskráðir félagar sem gengu í flokkinn haustið 1939 fyrir atbeina Gerlachs. Einnig var dr. Max Keil norrænu- fræðingur ekki á flokksskránni, en hann hafði áður verið rekinn úr flokknum fyrir þá sök að vera frímúrari. En Gerlach sætti hann við Nasistaflokkinn, þótt óvíst sé að hann hafi verið skráður flokksfélagi að nýju. Því var hópurinn ekki stór sem tiltækur var til þjón- ustu við Þriðja ríkið og hafði hann í raun minnkað verulega við komu Gerlachs, þótt ekki væri við ræðismanninn að sakast um það. Það var nú einmitt svo, að þýskir nasistar á íslandi héldu flestir heim til Þýskalands á ár- unum fyrir stríð. Margir þeirra voru á her- skyldualdri, en aðrir virðast hafa farið af per- sónulegum ástæðum. Þór Whitehead vitnar í bréf Gerlachs sjálfs og þar segir m.a.: Meðal hinna fáu Þjóðverja, sem hér eru Mynd 1. Humphrey Quill major (til vinstri) og Slade liðþjálfi (til hægri) rannsaka herfang i þýska ræðismannsbú- staðnum 11. maí 1940. Á milli þeirra er stórt máiverk af Gerlach ræðis- manni. 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.