Ný saga - 01.01.1996, Qupperneq 39

Ný saga - 01.01.1996, Qupperneq 39
Guðs lög í verkum Snorra Sturlusonar hann hafi þurft að láta af lögsögn þá. Hins vegar er vant að sjá hvers vegna hann hefði átt að gera það 1232, eins og sumir annálar herma. Sennilega verður þessi gáta aldrei ráðin en hér verður þó bryddað upp á lausn sem gæti komið til greina þótt hún verði seint sönnuð. í tveimur annálum, Hpyersannál og Kon- ungsannál, stendur við árið 1233 að Magnús biskup og Snorri Sturluson hafi sæst en ekki er sagt um hvað þeir sættust. Nærtækasta skýringin er sú að þetta sama ár hélt Magnús verndarhendi yfir manni sem hafði vegið ráðsmanninn í Reykholti.45 Sturla greinir ekki frá beinum samskiptum biskups og Snorra út af þessu, aðeins að Magnús hafi beðið Orækju, son Snorra, um að taka manninn til sín. í>ví er ekki ljóst hvort þeir hafi þurft að sættast. Það er einnig erfitt að sjá hvers vegna mál sem varla gat talist til stórtíðinda var til- efni svo merkilegrar sáttar að hún verðskuld- aði að vera færð í annála. Tvo aðra atburði þessara ára má nefna í þessu sambandi. I fyrsta lagi að almannaróm- ur taldi að Sauðafellsför hefði verið farin að undirlagi Snorra, en í janúar 1229 réðust Vatnsfirðingar á heimili Sturlu Sighvatssonar bróðursonar hans. Virðist álitið hafa snúist gegn honum m.a. vegna þess að hann hafði förina í flimtingum í kveðskap.46 Reyndar sótti Sturla Snorra ekki til saka fyrir fjörráð, ef til vill vegna þess að þeir frændur höfðu hag af því að sættast vegna sameiginlegra hagsmuna þeirra gegn Kolbeini unga. Seinna atriðið er að Magnús biskup kom út til íslands 1232 eftir að hafa verið í Noregi frá því um sumarið 1229.47 Hann kemur frá erki- biskupi, er með bréf sem bjóða Guðmundi biskupi af embætti og sennilega bréf til Sig- hvats og Sturlu um að þeim beri að skrifta fyr- ir glæpi sína gagnvart Guðmundi. Magnús biskup kann að hafa talið það skyldu sína að velgja Snorra nokkuð undir uggum líka. Á kirkjuþinginu í Lateran 1215 var tvennt tekið inn í Guðs lög sem gæti hafa knúið hann til þess. Fyrra atriðið er að þá var yfirvöldum skipað að rannsaka glæpi jafnvel þó enginn kærði þá.4l< Hið síðara var að lög- menn og dómarar skyldu settir af ef al- mannarómur taldi þá hafa framið glæpi. v**4*,vl Þarna tileinkaði kirkjan sér hugtak úr Róm- arrétti sem heitir infamia facti og kveður á um að þeir sem hafa tapað virðingu samborgara sinna geti ekki lengur gegnt trúnaðarstörf- um.4" Þetta er tekið endanlega inn í guðs lög á sama kirkjuþingi 1215 og á þar meðal annars við um dómara og lögmenn. Lausnin á misræmi heimilda um lögsögu- mannstíð Snorra gæti því verið sú að Magnús biskup hafi borið það upp á þingi 1232 að Snorri væri ekki lengur hæfur til að vera lög- sögumaður og Styrmir tekið við lögsögn það árið. Ári seinna hafi Snorri verið búinn að ná sáttum við biskup, t.d. með skrift, og því haft lögsögn aftur að vanda. Þannig yrðu annála- grein frá 1232 um að Styrmir hafi tekið lög- sögn og klausa Sturlu um að Snorri hafi haft lögsögn 1233 ekki í mótsögn hvor við aðra, heldur tvö brot úr mynd sem verður heil ef þau eru skeytt sarnan við annálagreinina um sátt þeirra Magnúsar, Sauðfellsför, ferðir Magnúsar til og frá Noregi og þekkingu á kanónískum rétti. Svona má raða þessurn brotum saman. Hvort myndin er í samræmi við það sem raunverulega átti sér stað vitum við ekki. Mynd 4. Ekki var hlaupið að því að fá skilnað á miðöldum. Þessum hjúum hefur þó tek- ist að fá biskupinn til að lýsa hjóna- band þeirra ógilt. 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.