Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 62

Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 62
Gunnar F. Guðmundsson Það var vandfaríð einstigið milli okurs og lög- mætra tekna Mynd 4. Kaleikur frá Grund i Eyjafirði. Verndarmanni kirkju var skylt að halda henni við og kaupa til hennar bækur, helgimuni og annan nauðsyn- legan búnað. gerð sú hin ranglega, sem hér er á landinu. Pér biskuparnir heimtið tíund af sylgjum og silfurbeltum, koppum og keröldum og öðru dauðu fé, og undra ég mig, hví lands- býið þolir yður slíkar óhæfur, og gerið eigi norræna tíund aðeins, þá sem gengur um allan heiminn og ein saman er rétt og lög- tekin.22 Segja má að hér hafi Loðinn leppur seilst langt yfir skammt í gagnrýni sinni. Fjórum árum fyrr höfðu Magnús konungur Hákonar- son og Jón rauði erkibiskup gert með sér samkomulag sem ásamt öðru fól í sér nýjar reglur um tíund. Par var kveðið svo á að tíund skyldi greidd af garðaleigum, ölgögnum, mylnum og bað- stofum, brauðofnum og skógarleigum, salt- kötlum, netjum og nótum að sá er byggir þessa hluti greiði tíund óskerða af leigum. En hinn er leigir sér framleiðis til afla, taki fyrst af það allt er hann leggur til og kostar og tíundi síðan af afla sínum.23 Enda þótt hér hafi verið um „dauða“ hluti að ræða, mátti nota þá til að skapa verðmæti, sem þá voru tíundarskyld, og einnig leigutekj- ur eigandans. Jafnframt mátti líta svo á að dauðir hlutir væru tíundarskyldir ef þeir höfðu borist eiganda sínum sem greiðsla fyrir unnið verk. Það var vandfarið einstigið milli okurs og lögmætra tekna. Heilagur Tómas hefði trúlega ekki gert aðrar athugasemdir við samkomulagið en þá að tíund ætti að greiða af heildartekjum en ekki að frádregn- um kostnaði.24 En hvernig sem tíundinni var háttað í hverju landi, skyldi ávallt haft í huga að hún væri með einhverjum hætti ávöxtur guðs gjafa. Tíundin höfðingjum í hag? íslendingar voru fyrstir þjóða á Norðurlönd- um til að lögfesta tíund. Hvaða fleiri skýring- ar á þeirri „jartegn" koma til greina en sú sem Ari fróði gat um í upphafi þessa máls? Kon- rad Maurer taldi líklegt að tíundin hefði kom- ið í stað hoftolla í heiðnum sið. Ef þetta er rétt tilgáta, hefur tíundin varla verið nein rót- tæk nýjung þó að gera megi ráð fyrir að mun- ur hafi verið á greiðslubyrði þar sem hoftoll- ur er talinn hafa verið nefskattur, en upphæð tíundar fór eftir efnahag.25 Annar fræðimaður, E.O. Kuujo, gat sér til um að páfinn hefði hvatt Gissur ísleifsson til að fá tíund lög- leidda á íslandi. Áhrifin væru a.m.k. ekki komin frá Liemar erkibiskupi í Hamborg- Brimum, stjórnsetri kirkjunnar á Norður- löndum, því að maður sá hefði á þeim tíma verið í banni páfa.26 Þessa hugmynd má til sanns vegar færa. Varla verða bornar brigður á að Gissur hafi farið á fund páfa, og hér á landi komst á fjórskipting tíundar (quadripar- titio) í samræmi við þá stefnu sem páfarnir voru talsmenn fyrir. Sama gerðist síðar í Nor- egi, en í Danmörku og að nokkru leyti í Sví- þjóð var tíundin þrískipt (tripartitio), senni- lega að enskri fyrirmynd.27 Algengasta skýringin á greiðri lögtöku tí- undar er þó sú að hún hafi verið veraldlegum höfðingjum, einkum kirkjubændum, til hags- bóta því að þeir hafi fengið helming tíundar, það er kirkju- og preststíund, til ráðstöfunar og aukið með þeim hætti völd sín og áhrif.28 Tíundin hefur áreiðanlega létt undir með kirkjubændum fyrstu árin á meðan kirkju- skrúð var fábrotið og í þeim tilvikum þegar prestar voru varla meira en matvinnungar hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.