Ný saga - 01.01.2000, Page 31
Rósa Magnúsdóttir
Menningarstríð í
uppsiglingu
Stofnun og upphafsár vináttufélaga Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna á Islandi
HGAR FYRSTU ÁR MENNINGARSTARFS
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á ís-
landi eru skoðuð kemur í ljós að
keppnisandi kalda stríðsins réð þar ríkjum frá
upphafi og margir helstu framámenn íslands
á sviði menningar og lista, ásamt viðskipta-
jöfrum og stjórnmálamönnum, komu þar
beint eða óbeint við sögu. Islensk menningar-
og vináttufélög Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna voru stofnuð hér á landi urn rniðbik ald-
arinnar. Þessi félög, Íslensk-ameríska félagið
(IAF) og Menningartengsl Islands og Ráð-
stjórnarríkjanna (MÍR), halda enn velli þó að
starfsemi þeirra og grundvöllur hal'i tekið
nokkrum breytingum. Félögin, í tengslum við
aörar stofnanir, höl’öu að markmiði að efla
mennta-, menningar- og vináttutengsl Islend-
inga við þjóðir stórveldanna. Stofnun beggja
félaganna átti sér þó nokkurn aðdraganda og
kemur þar skýrt í ljós að yfirvöld í Bandaríkj-
unum og Sovétríkjunum töldu þennan þátt
utanríkisstefnu sinnar mikilvægan og lögðu
mikla áherslu á að koma upp góðum tengsl-
um við menningarelítu íslendinga. Aðdrag-
andi að stofnun menningarfélaganna og upp-
haf starfseminnar gekk ekki snurðulaust i’yrir
sig en fljótlega náðu forsvarsmenn félaganna
tökunr á skipulaginu og hægt er að miða upp-
haf menningarstríðs við árið 1952. Það er
greinilegt að bæði Sovétmenn og Bandaríkja-
menn lögðu mikla áherslu á menningarstarf
og óbeinan áróður á íslandi. I umfjöllun að-
standenda menningarstarfsins á Islandi kem-
ur einnig fram að tekið var mið al' starfsemi
andstæðingsins og þegar kalda stríðið var
komið vel á skrið varð úr þessari samkeppni
nokkurs konar menningarstríð sem náði há-
ntarki sínu um miðjan sjötta áratuginn.
Það er ekki auðvelt verk að skrifa sögu
menningarstríðsins á Islandi og gæta um leið
fyllsta jafnvægis í umfjöllun. Þó að nrikilvægt
starl' hafi verið unnið í þágu íslenskrar kalda-
stríðssögu á síðustu árum í skjalasöfnum í
Rússlandi þá er mörgunr spurningum varð-
andi menningartengsl Islands og Sovélríkj-
anna enn ósvarað, en rannsóknir hafa helst
tengst beinum flokkstengslum og hliðarfélög
ýrniss konar hafa fengið litla athygli. íslenskir
sagnfræðingar hafa farið vel yfir bandarísk
skjöl er tengjast stjórnmálasögu íslands í
kalda stríðinu og því hægt að meta hlið
Bandaríkjamanna að nokkru leyti.
Agætlega hefur gengið með rannsóknir á
íslensku þar eð aðgengi l'ékkst að hluta heim-
ilda MÍR og Íslensk-ameríska félagsins. Til
þess aö hægt verði að meta og bera sarnan
starfsemi menningarfélaganna á jafnan hátt
verður einnig að skoða skjalasöfn Banda-
ríkjamanna og Rússa en til að byrja með er
hægt að skoða upphaf starfseminnar úl frá
þeim heimildum sem aðgengilegar eru. Því
ber þess að gæta, að á þessu stigi verður um-
fjöllunin aldrei samhverf, eðli menningar-
starfseminnar var ólíkt í upphafi og heimild-
irnar eru ólíkar.
Hér verður farið yfir aðdraganda að stofn-
un MÍR og Íslensk-ameríska félagsins allt frá
upphafi l'jórða áratugarins, en aðaláhersla er
lögð á tímabilið 1948-52 þegar starfsemi fé-
laganna þróaðist og skipulag þeirra komst í
fastar skorður. Markmiðið er að nreta l'ramlag
menningaráróðurs í utanríkisstefnu stórveld-
anna og hversu mikilvægt það þótti að jákvæð
menningarkynning færi fram í samvinnu við
Islendinga. Bæði Sovétmenn og Bandaríkja-
menn lögðu rnikla áherslu á að samstarfsfúsir
Islendingar væru dyggir stuðningsmenn hug-
myndakerfis þjóðarinnar er þeir fylgdu.
Yfirvöld í Banda-
ríkjunum og
Sovétríkjunum
töldu þennan
þátt utanríkis-
stefnu sinnar
mikilvægan og
lögðu mikla
áherslu á að
koma upp góð-
um tengslum
við menningar-
elítu íslendinga
29