Ný saga - 01.01.2000, Page 43

Ný saga - 01.01.2000, Page 43
Steinunn Jóhannesdóttir Islendingar í Alsír ETJA ER ÉG EKKI - EN ÉG ER PRÁ. Ég sat í niatsal International Alger Hotel að kvöldi 22. júní og reyndi að koma niður heila- stöppu. Ég var ásamt manni mínum Einari Karli Haraldssyni að halda upp á að þann dag fyrir 364 árum kvöddu 36 íslenskir leysingjar Alsírborg eftir níu ára ánauð og sigldu út á Miðjarðarhaf með stefnu í norður lil hins kristna heims. Stappan var mjúk í munni, hlaupkennd og minnti á vanillubúð- ing, nema liturinn sem var gráhvítur. Hún var alls ekki bragðvond en samt klígjaði mig við henni. Einar, sem er sannur sælkeri, dró mig að landi. Okkur þótti líklegt að landar okkar hefðu bragðað slíkar delíkatessur á sín- um tíma í Barbaríinu, eins og lönd Norður- Afríku voru kölluð þá. Og heili var reyndar ekki með öllu ókunnugur í íslenskri matar- gerð fyrr á öldum, þótt nútíma íslendingar leggi sér hann lielst ekki til munns. Ég hef lítið fyrir að kyngja létt sýrðum æxlunarfær- unum al' hrúti en heilanum úr sömu skepnu kem ég varla niður. Ég er líklega mótfallin því að éta heila úr skepnu sem er heimskari en ég, sagði ég hálf skömmustuleg fyrir matvendnina. - Ég gæti forheimskast. Maðurinn minn stríddi mér á því að ég gæli líka orðið enn þrárri en ég er og við rifjuðum upp skoðanir Bjarts í Sumarhúsum á þráan- um í sauðkindinni annars vegar og hins vegar í kvenkindinni. Kvenkindin var ennþá þrárri en sauðkindin að dómi Bjarts. Og við urðum sammála um að það væri mest fyrir þráann í mér sem við værum nú stödd í þessari l'or- vitnilegu og að margra dómi háskalegu borg. Það fyrsta sem mætti okkur í ljósaskiptun- um þegar við komum í gegnum öryggishliðin á Huari Boumediene-nugvellinum var tryllt- ur fuglasöngur. Smáfuglar sem þyrluðust milli fagurkrýndra pálmatrjáa. Það virtist ólmur fögnuður í loftinu. Heitur andvari. A götun- um, alls staðar, hermenn og öryggisverðir með byssur. Alsír - heillandi land - ofbeldisfull þjóð. Barbarí Það var veganestið í gról'um dráttum, tínt lil úr gömlum heimildum um Tyrkjaránið 1627, bókum eins og De lci barbarie en général et de rintégrisme en particulier eftir Rachid Mimouni, opinberum skýrlum um Alsírstríð- ið 1954-62 og fréttum liðins áratugar eins og þær hafa birst í heimspressunni. Fréttir heimspressunnar eru þannig. Hún skráir það sem er spektakúlert, sláandi, það sem stingur í augu. Þegir um hið hversdagslega, hljóða, góða. Og það stingur sannarlega í augu að lesa um þjóð þar sem borgararnir skera hver annan á háls í innbyrðis átökum. Það er svo barbarísk leið til að útkljá deilumál, óhugnan- leg aðferð við að taka fólk af lífi. Það er sama aðferð og enn er talin kórrétt við slátrun sauðfjár í þessum menningarheimi og var praktíseruð einnig í okkar heimshluta þar lil tæknivædd sláturhús tóku upp nýrri siði. Það er árþúsundagömul aðferð við fórnarathafnir, aðferð Abrahams, hins sameiginlega ættföður Gyðinga, kristinna manna og múslíma, tákn ýtrustu undirgefni við guð og vilja hans. Það eru ofstækisfyllstu trúmennirnir í Alsír sem grípa til hnífsins og sveðjunnar. En skotvopn- in liafa heldur ekki verið spöruð, ekki heldur bílasprengjur og þvíumlík hryðjuverkatól. Það hel'ur ríkt ógnaröld í landinu frá því í ársbyrjun 1992, þegar síðari umferð fyrstu frjálsu kosningannna í 26 ár var blásin af. 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.