Alþýðublaðið - 31.10.1923, Page 1

Alþýðublaðið - 31.10.1923, Page 1
i »923 Mið vikudaginn 31. október. 258. tölublað. Eriend sfmskejti. Nýtt kjöt ( kroppnm úr Borgarfirði í kjðtbúð Kaupf élagsins Laugaveg 33. Khöfn( 30, okt. Umbrotin í Þýekalaudl. Frá Berlín er símað: Ríkis- kanzlarinn hefir lýst yfir þvi, að saxnesku stjórninni sé vikið frá völdum og skipað Heicze, íyrrum dómsmálaráðherra i ríkisstjórn- jnni, umboðsmann . alríkisins í Saxlandi. Heinzs hefir þegar bannað.öll blöð sameignarmanna, skipað ráðherrunum að verða á brott úr stjórnarskrifstofunum, sem ríkisvörnin hefir sett í her- gæzlu auk annará opinberra bygginga, meðal þeirra iands- þingið, og með því komið í veg fyrir fundahöid landsþingsins, þar til umboðsmaður ríkisins kallar það saman. Ráðherrarnir hafa neitað að segja at sér. For- særisráðherrann heimtár, að mál- ið sé lagt fyrir ríkisráðið. Biöðin viðurkenna rétt ríkistorsetans til að víkja saxnesku stjórninni frá, en >Vorwarts< dregur þó í e*a, að nægar ástæður h fi verið fyrir hendi gagnvart Saxiandi, en þar á móti hafi þær verið nægár gagnvart Bayern. Með því að lýðræðis-jatnaðarmenn (spciai-demokratar) eru mótfalfnir vægilegri framkomu gagnvatt . Bayern, er búist við, að ráðherr- ar úr flokki j rfnaðarmaona gangi úr ríkisstjórniioi. Mörg blöð álíta, að frávikoingin sé óheppilegt fordæmi fyrir aíturhaldsstjórnir, er síðar kunni að koma fram- Frá Bayern hefir ekki-enn komlð svar, en v'oa Kahr og Hitler tívítliðaforingi hafa sæzt. Frá llnlir-héruðuuum. Frá Dússeldorf er símað: Full- trúar iðnaðarins eru að semja við hertökuyfirvöldin urn náðun til handa útlægum og fangelsuð- um Þjóðverjum. Eru Frakkar 1 fúsir að sleppi roöunum, er I nauð^ynlegir eru til þess, að full- komin vinna geti orðið upp tek- in af nýju, svo sem verkfræð- ingum, framkvæmdarstjórum o. s. irv., og ennfremur þeim, er hacdteknir hafa verið saklr óvirku mótspyrnunnar, Myutarráðstefnan. Frá Kristjaníu er símað: Mynt- arráðstefnan norræna kom saman í gær til þess að ræða um slit myntarsambándsins. Oslð. Meiri hluti stórþingsins, vinstri jatnaðarmenn og sameignarmenn, leggja til, að frá 1925 skuli KristjaDÍa heita O-ló. Sigurðar Skagfeld söngmaðnr hólt hljómleik í gærkveldi í Báru- búð með ágætri -leiðsögu Páls ís- ólfssonar. Aösókn var góð og lófa- lof mikið og maklegt. Sigurður Skagfeld er söngmaður, sem míkið kveður að. Rödd hans er bæði mjög mikil og á mörgum tónum frábærlega fögur. Háu tón- arnir eru hreinir og sterkir með norrænni karlmensku í hreimnum. Lægra raddsviðið er veigaminna, sem vonlegt er um svo háa tenor- rödd, en þar á hann aftur óvenju- lega mjúka tóna og hljómÞýða. örfáar eru t>ær raddir utan lands Og innan, sem hafa látið mér jafn- vel í eyrum og rödd Péturs Jóns- sonar, þegar hann var bezt fyrir kallaður, en rödd Sig. Skagfelds er einmitt á vissum sviðum mjög lik Póturs rödd, álíka há, ekki eins hvell nó sterk, en aftur mýkii. Maiga söngmenn hefi ég hey t syngja Bajadsen eftir R. Leon- cavallo og get sérstaklega á þ\í lagi borið rödd Skagfelds saman við aðrar, og mátti þar einna bezt heyra, yfir hvílíku raddveldi hann hefir að ráða, og meðferð .þessa lags var ágæt. Prambuiður Skag- felds er með betra móti efiir því, sem gerist um söngmenn vo'a, en naætti þó betri vera, og líkt má segja um sumt í meðfeið söngvanna, og þó að sumir tónar hans hljómi ekki Bem bezt, þá mun það vera af því, að hann á enn mikið ólært. En hann þarf að komast áfram, því að hór er um óvenjulega söngrödd að ræða. Pað muo bráðiega vera síða ta tækifærið til að hlusta á Skagfeld að þessu sinni, og því ættu sem fæstir að sleppa, því að söngur hans er sannarlega hressandi fyiir sálina Bíkharður Jónssou.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.