Siglfirðingur


Siglfirðingur - 25.06.1949, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 25.06.1949, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 25. júní 1949. — SIGLFIRÐINGUR málgagn sjAlfstæðismanna fíitstjóri: STEFÁN FRIÐBJARNARSON Auglýsingar: FRANZ JÓNATANSSON Ábyrgöarmaður: ÓLAFUR RAGNARS IJtkomudagur: Fimmtudagur SiglufjarSarprentsmiója h.f. 'r#rr'r#'irrrrr###yr#'#v#\##N##N#sr#s##Nr#i###\#y##\#\##NjNrs#>#\r#s^#srs*vr#s###srr#vr#\rr#r#'#vrs##srs###vr# HVRRT STEFNIR SÍÐASTI „Neisti“ gerist svo djailfur að miiklast yfir stjórn Al- þýðuflokksins á bæjanmálunum það kjörtímabil, sem nú er senn á enda gengið. Sannleikurinn er, að aldrei í sögu bæjarfélagsins hefur jafn gáleysislega verið farið með fé bæjarbúa, enda lánastofnanir alar löngu glatað öllu trausti á áreiðanleika bæjarfélagsins í við- skiptum. Bærinn hefur ekki getað staðið við vaxta- og aflborgunar- greiðslur af lánum sdnum, enda þótt hin miður farsæla bæjarstjórn beiti 300.000,00 kr. vaxtalaust í lánsfé til einhverra, sem kynnu að hafa hug á að hætta almanna- fé í, vafasama útgerð. Sú f járveit- ing var samþykkt af krötum og bommúnistum,, en fjárreiður bæj- arins eru þann veg, að litlar eða engar líkur er til, að hægt sé að standa við þessi loforð. Hvernig var það og með „dyragæzluna“, er •fjárhagsáætlunin var rædd. I tvær kvöddstundir er á annað þúsund krónur. greiddar í dyragæzlu, þar sem engra dyravarða var þörf? Hiyemig er það með ábyrgð bæjar- iiks á skuldum og lántökum hinna og iþessara prívat manna, sem kunna að bætast við skuldabagg- ana? Hvernig var það með húsa- skiptamálið, sem kratarnir börðif í gegn með hlutleysi kommúnista ? Sér er það nú hver stjómin og hæfnin, sem einkennir bæjarmáLa- forystu Aliþýðuflokksins. . Er „Neisti“ ætlar sér að telja upp framlkvæmdir Allþýðuflokks- ins á kjörtímabilinu, véfst honum tunga um tönn. Og ekki vom fram kvæmdimar rúmfrekar í blaðinu. Inhri hafnin og sundlaugin, hvcmigt nálægt því að vera full- gert. Það er til fullkominnar háð- ungar fyrir þetta bæjarfélag, að simdlaugin skuli ekki löngu full- gérð. Það'er fullkomin háðung, að bamaskólaböm skuli þurfa að ieita til annarra byggðarlaga til að Ijúka þeim prófum, sem þeim er lögskipað að táka. En hafa ekki siglfirzk böm þurft að fara til Öttafsfjarðar til að ljúka sínum fullnaðarprófum á vori hverju ? Hvemig hefur það verið með áhugann fyrir nýjum gagnfræða- skóla og byggingu. nýs sjúkrahúss eða stælkkun þess eldra. Jú, á hverri fjárhagsáætlun er bæjar- búum heitið, að stórar. upphæðir þess f jár, sem þeir greiða í útsvör, renni til þessara framkvæmda. Það er ekki nóg með það, að ekkert hefur verið aðgert þessu viðvákj- andi, heldur hefur þetta fé, sem eflaust nemur milljónum á kjör- tímabilinu, ekki verið lagt til hlið- ar, ekki geymt þar til aðgerðir gætu hafist, heldur að miklu leyti farið til hluti, sem engin heimild er fyrir á fjárhagsáætlunum bæj- arins. Er það skemmst að minnast ýmiskónar húsabrasks og miarg- háttaðs stuðnings við ýmsa prívat- mienn. Almannafé hefur ekki verið vel varið. Allir bæjarbúar sjá, að við svo búið má ekki lengur standa. Fjár- málum bæjarfélagsins þarf að koma í betra horf, svo á ný geti unnist trú og traust lánastofnana ög annarra á áreiðanleika þessa 'bæjarfélags. Til þess þarf vissu- 'lega að endurskipa bæjarstjórn- ina. Það þarf að koma í veg fyrir, að 6 sósíalistar fái í framtíð, sem liðinni tíð, að sóa á báða bóga fé, sem bæjarbúar vinna fyrir í sveita síns andlitis, Alþýðuflokkurinn og kommúnistar hafa mögulleika til að ráða öllu í afgreiðslu hinna ýmsu mála, enda hafa þessir rauðu hálfbræður oftast sameinast, er fjárhagsgetu bæjarins hefur verið ögrað á sem gleggstan hátt. T.d. má ,benda á, að 300.000 kr. heim- ild fýrir vaxtalausu láni af hálfu iþess bæjarfélags, sem ekki getur greitt vexti af eigin lánum, var samlþýkkt með atkvæðum krata og kommúnista. Sömuleiðis heimildin til að greiða Þrótti kaupkröfumar, eins og þær lágu fyrir, þar til Rjíkisverk^miðjumar og verka- menn semdu sín í milli. Sem betur fer var verkfallið stutt, en aug- ljóst er samjt, ef verkfalið hefði dregist á langinn, að Sigluf jarðar- bær hefði þurft að borga fé, sem enginn annar vinnuveitandi hefði þurft að greiða. Þessum mönnum stendur á sama um fjárhagsof- komu bæjarins. Svo er það húsa- Skiptamálið, sem náði samþykkt með atkvæðum kratanna, en hlut- leysi kommúnista. Þeir sátu hjá endanlega, afgreiðslu málsins. SÍLD SÉST. — Það þykja alltaf gleðitíðindi hér, þegar spyrzt til síldar. Hagur íbúa bæjarins, bæj- arfélagsins sjálfs, já og þjóðar- heildarinnar, er svo bundinn kom|u síldarinnar, að hennar koma verð- ur fagnaðarauki í brjóstum okkar allra. Nú er sólin slkín og sumarið hefur hrakið veturinn algjörlega af höndum sér; nú er vinnudeilur og þrasið er afstaðið, þá máttu koma s'ild, færandi vinnu, fé, betri hag og afkomu. LANDHELGIN. Höfundur „Bæj- arpós'ts“ Mjölnis, sem undanfarið hefur hvað minnst gert úr kröf- unni um víkkun íslenzkrar land- helgi virðist nú vera farinn að sjá að sér. I síðustu dálkum hans gef- ur hann fyllilega í ljós, að þetta nöldur hans stafi af ,,spéhræðslu“ ritstjóra þessa blaðs, er landhelg- ismálið „sé ailvarlegt mál“ í han's augum. Þá er landhelgismálið orðið alvarlegt mál hjá Mjölnismönnum. Guð láti gott vita. VATNSBERA ÞARF GÖTURN- AR. Hér á árunum, áður en Al- þýðuflokkurinn tók við forystu bæjarm'álanna, var það siður í þessum bæ, er þurrkar og umferð þyrttuðu ryki um götumar og veg- farendur, að vatnsbM ók um göt- umar og vætti þær. Þenna sið má aftur upp taka, og því fyrr þvi betra. FESTUGSAFMÆLI. Hinn kunni athafnamaður og vinsæli vinnu- veitandi, Sveinn Ásmundsson, byggingameistari, varð fertugur 16. júní s.l. „Siglfirðingur“ árnar afmælisbarninu alttra heilla í nú- t'íð og framtíð. VERZLUNARVIÐSKIPTI VIÐ SPAN. Attlar líkur benda í þá átt, að takast megi að koma verzlunar- viðskiptum milli Spánar og íslands Er það mikið hagsmunamál, að vinna aftur hina gömlu saltfisk- markaði okkar á Spáni. Af Spán- verjum má kaupa bæði vín og ávexti o.ftt. I sambandi við skipun isllenzks sendiherra í Madríd má gera ráð fyrir auknum viðskiptum milli landanna. Norðmenn hafa ekki tekið upp stjórnmálasamband við Spán, en hafa hinsvegar full- trúa í Madrád og sendiherra Spán- ar hér er fulltrúi síns ríkis í Nor- egi og mun hafa búsetu í Osló. 17. JÚNÍ. Hátðahöldin 17. júní fóru í flestu vel og virðulega fram'. Þó var sá ljóður á hátíðahöldun- um, að þjóðsöngurinn heyrðist aldrei sunginn nema 'í kirkju við guðslþjónustuna. Er það haft fyrir satt, að margoft hafi verið leitað á náðir karlakórsins „Vísir“, en þar hafi ekki náðst saman það margir menn, að hægt væri að syngja þjóðsönginn á eftir há- tíðaræðunum. Ef satt er, að karla- kórinn „Vísir“ þyggi styrk frá bæjarstjórn af ailmannafé, er hart tl þes's að vita, að ekki skuli vera hæigt að fá hann til að syngja á sjálfan þjóðh'átíðardaginn. HÚSGÖGN NÝKOMIN Fataskápar Bókaskápar Borðstofustólar Garðstólar Eldhússett, (Borð, 4 stólar) Kommóður Gangskápar og ýmisl. fl. GESTUR FANNDAL Eldvarinn skápur TIL SÖLU Afgreiðslan vísar á Notuð herraföt Til sölu. Upplýsingar í Verzlun Halldórs Jónassonar Nýja bíó Fimmtudaginn kl. 9: SVIKARINN Föstudagur kl. 9: BALLETTSKÓLINN Laugardaginn kl. 9: SVIKARINN

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.