Siglfirðingur


Siglfirðingur - 25.06.1949, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 25.06.1949, Blaðsíða 4
Rússneski síldveiði- leiðangurinn kontinn t- ..... ■ Síld á Grímseyjarsundi Skipverjar á botnvörpungnum BHiða sáu á Grímseyjarsundi f jór- ar síldartorfur s. 1. sunnudags- morgun. Voru tvær þeirra ailstór- ar, en hinar tvær nokkru minni. Fannst þeim yfirieitt sáidarlegt á Sfundinu. Urðu skipverjar varir við er- lendan veiðiskipaflota; allstórt móðurskip og smærri veiðiskip. Töldu skipverjar sig kenna þar rússneskan sidveiðileiðangur. — Rússarnir ætla ekki að láta á sér standa að þessu sinni. Eins og lesendom blaðsins er ikunnugt hafa Sovét-jRússar ekiki halft áhuiga á viðskiptum við Is- lendinga, þrátt fyrir heimsóknir íslenzkra viðskiptaniefnda. Enda skýrði ein þeirra nefnda, sem Ár- sæll Sigurðsson, fyrrv. formaður Sósíalistafélags Reykjavákur, var meðlimur x, að Rússamir teidu dýr tíð hér of miWa og verðlag ailt of hátt. Þeir völdu þá leiðina að senda hingað stóran síldveiðiflota til samkeppni við þann íslenzka, enda léttara fyrir þetta volduiga ein- ræðisríki að afla afurðanna á þann 'hátt, iþar sem vinnukraftur þess mxm stórum ódýrari en hér. S.'l. sumar voru Rússamir tekn- ir að veiðium í íslenzkri landhelgi og þrjóðskuðulst þeir við að hlýða fyrirskipunum íslenzka varðbáts- ins. Siváar hafa og margendurtekið ýmiBkonar yfirgang hér. Verður vandlega að gæta þess á komjandi sumri, að líða eriendu sdldveiðiileið- angrunum engan yfirgang né ó- réttlæfti. SlLDARSTOLKUR! Það yerður bezt að salta á söltunarstöð K. F. 8. í sumar. — Þið sem ekki hafið ráðið ykkur. ættuð að hafa tal af Birni Þórð- arsyni sem f yrst SÖLTUNARSTÖÐ K. F. S. © i }j Laugardagurinn 25. júni 1949 ur> FRÉTTAPISTLAR ★ Norrænaf élagið á Siglufirði sendi nýlega fjóra fulltrúa á vina- 'bæjamót í Hlerning í Danmörku. — Héðan fóru Sigurður Gunniaugs son, Ingibjörg Eggertsdóttir, Gróa Halldórsdóttir og Sigurjón Siigur- jónsson. Á þessu móti mæta líka fuiltrú- ar frá vinabæjvun Siglufjarðar á hinum Norðurlöndunum, en þeir eru Holmestrand í Noregi, Vánérs iborg í Svíþjóð og Utajárva í Finn- landi. Vinabær Sigluf jarðar í Dan- mörku er Heming á Jótlandi og bauð Norrænafélagið þar til þessa móts. Bæjarstjórn Siglufjarðar sendi meðtfulltrúumþessum skraut- ritaða kveðju til 'bæjarstjórnar- innar í Herning og skjaldarmerki Sigiufjarðar á borðfánastöng. — Norrænaféilagið sendi fólagssyst- kinum 'í Herning litmylid af Siglu- firði og stórt íslenzkt tflagig, sem kveðju héðan. Vinabæjahreyfing þessi er til- tölulega ung, og er markmið hennar að auka og viðhalda menn- ingarlegum samskiptum viðkom- andi bæja, sérstaWega og sambúð norrænu þjóðanna, til vaxandi kynningar og vináttu í samræmi við stefnuskrá Norræna félagsins. Þegar fulltmar þessir koma heim aftur, mun Norrænafélagið hér gangast fyrir samkomu til kynningar þessum málefnum, og þar munu fxxlitrúarnir segja frá ferðxim sínxim. ★ Undanfarið hefur verið sérstök veðurblíða um allt land og geta menn nú loksins fagxxað sumri eftir mjög óbláðan og sérstaklega lang- an vetur. Snjórinn, sem var mjög mikil hér, lætur nú undan síga fyrir geislamagixi sólarinnar, og er vonast eftir, að sumarið gefi manni ríkulegt endurgjald fyrir enfiðleikana í vetur. Langt mun þó ennlþá verða þangað til að fært verðxxr yfir Sigluf jarðarskarð, þvá þar liggur jökul enniþá. Er það bagalegt fyrir Siglfirðinga og aðra, að þessi leið er svo seint fær og telja hyggnir menn, að viturlegar hefði verið ráðið, ef vegurinn hefði verið lagður norður fyrir Stráka og inn Almenninga. Það virðist nú vera sannað, að vegur- inn yfir Siglufjarðarskarð upp- fyllir ekki þær vonir, sem til hans voru gerðar í uppháfi og er því kominn támi til þess að athuga mjög alvarlega möguleika fyrir lagningu nýs vegar norður fyrir f jöllin, til þess að leysa úr þeim Örðugleikum, sem Siiglfirðingar hafa svo lengi ihaft við að stríða í samgöngum á landi. Skipaferðir hafa verið mjög strjálar hingað undanfarið, og er það fyllilega að- finnsluvert ef svo á llengur að ganiga. Flugsamgöngurnar virðast nú að nokkru leyti bæta úr samgöngu- erfiðleikum okkar, þegar vel viðr- ar, og er það að þakka ötulli og igóðri stjórn á iflugmáiiunum, að svo er komið. Það er athugunar- vert, að flugfélögin eru rekin af samtökum einstaiklinga svo vel, að vitnað er í þau erlendis sem dæmi fyrirmyndar. Varla gæti maður ímyndað sér, að svo væri, ef riki eða bæjarfélög sæju um rekstur þeirra. ★ Nú er kominn sá tími, að Sigl- firðingar eru farnir að vonast eftir, að síldin fari að sýna sig. Við hana eru tenigdir afkomu- möguleikar Sigiufjarðar að mikilu leyti. Emiþá hefur lítið frétzt um sáldargöngur fyrir Norðurlandi. — Þó hafa sézt nokkrar strjálar „torfur“ á Grimseyjarsundi. — Síldarieitarskip ríkisverksmiðji- anna „Fanney“ er nú að rannsaka Veiðihorfurnar og standa vonir til að síldarvertáð geti hafizt bráð- lega. 1 þessu saxnbandi miá nefna, að undanfarið hefur Rauðkustjórn unnið að því að útvega veiðiskip til að leggja upp aflann hjá Rauðku. Hefur það verið miklum erfiðleikum bundið, meðal annars vegna þess, að margir hyggjast stxmda þorskveiðar á Grænlands- miðum 1 sumar. Þó þefur svo gæfu lega tekizt, að nú er búið að samn- ingsbinda um 20 skip, sem ætia að leggja upp veiði sína hjá Rauðku, og reynt er að ná í fleiri. Er þetta sérstaklega að þakka miklum dugnaði formanns Rauðku stjómar, hr. A.R. Schiöth, sem undanfarið hefur að þessu unnið. Heyrzt hefur, að S.R. séu aðeins búnar að festa með samningum um 80 veiðiskip. '★ Nýlega tókxist samningar um kaup og kjör milli Síldarverik- smiðja ríkisins og Vinnuveitenda- félags Siglufjarðar annarsvegar og Verikamannafélagsins Þróttar hinsvegar. Gildandi kauptaxti er auglýstur annarsstaðar í þessu blaði. Verkfall hafði staðið aðeins í tvo daga, og er það óvenjulega stutt. Enda er ekki Mklegt, að neinn hefði þolað langvarandi verikföll og atvinnuleysi, eftir jafn lélega atvinnu og verið hefur hér allan síðasta vetur, og það sem af er þessu sumri. Því ber að fagna, að samningar tókust svo greiðlega, þó ýmiisilegt mætti segja um mjög ört vaxandi dýrtáð, sem af þessu hlýtur að leiða. Menn gerast nú áhyggjufullir xxm það, hvenær þessum ósköpum er lokið, og allir vonazt eftir því, að einhver heilla- vænleg ráð finnist svo fjárhagur og afkomumögxáexkar þjóðarinnar komizt aftur á heilbrigðan grund- vöfll. Einnig er mjög aðkailandi, að séð verði fyrir nægri atvixmu yfir vetraxtímann, hér á Siglufirði, því ekki getur það talizt heilbrigt fyrirkomulag, að verkamenn hér á staðnum haffi ekkert að gera, nema þann stutta tíma, sem hér er at- vinna í samibandi við síildma. Það er Mka dýrt fyrir verkamenn að sækja atvinnu sána í verstöðvar á Suðurlandi, og þurfa að halda heimilum snum gangandi hér á meðan. Er athugandi, hvort ekki væri betra, að hafa kaupið lægra hér yfir vetrartímann, ef eitthvað fengist til að gera, því það myndi áreiðanlega verða drýgri skilding- ur, sem upp úr því hefðist, því bollur er jafnan heimafenginn baggi. Það væri heillbi'igð krafa til bæjarstjórnarinnar, að hún á ein- hvem hátt reyndi að athuga iþessi miál, og það í fullri alvöru. Einnig væri mjög æskilegt, að framtaks- samir menn myndu að koma hér upp atvinnurekstri, sem einhverja atvinnu gæti skapað hér í bænum, þann tíma, sem venjulega er sára- •lítið eða ekkert að igera. Pottar, 1 fyrir rafmagn (3 stærðir) ENNFREMUR Hnífapör, Skeiðar, og súpuausur EINCO Nýjar bækur Ferðaminningar, eftir Sveinbj. Egilsson. 1 kirkju og utan, etftir JaJkob Jónsson. Tveir júnídagar, eftir Oddný Guðmundsdóttur. Og svo giftumst við, eftir Bjöni Ó. BáJsson. Bókaverzlun Lárusar Þ. J. Blöndal

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.