Siglfirðingur - 14.02.1953, Síða 4
Að skrifa framtíð sína á kjörseðilinn.
Þegar er tekið að bera á kosn-
ingaundirbúningi flokkanna. Blöð
þeirra bera það með sér, að enn á
ný sé í aðsigi reiptog stjórnmála-
mannanna um hylli og fýlgi fólks-
ins, sem á kjördegi er hæstirétt-
ur í málefnum þjóða þeirra, er við
lýðfrelsi búa.
Kommúnistablaðið Mjölnir slett-
ir úr klaufunum fyrsta kosninga-
'hretinu 21. janúar s.l. Má þar
glöggt kenna glímuskjálfta og
nokkurs óróa. Einkum virðast
gyðingaofsóknir og læknahand-
tökur Ráðstjórnarinnar liggja
þeim þungt á hjarta. Birta þeir
greinargersemi, sem feiur það i
sér, að í fyrsta lagi séu þessir
gyðingalæknar búnir að játa sök
sína, í öðru lagi séu allir gyð-
ingar verðlaunaðir og prísaðir í
Rússíá og i þriðja lagi beri Sovét-
rkin ekki sök á nokkurn zíonista.
Minnir málaflutningurinn allur á
mann, sem skilaði, skál, er hann
hafði fengið að láni, brotinni —
með þessum orðum: I fyrsta lagi
fékk ég enga skál lánaða, í öðru
lagi var hún brotin þegar ég fékk
hana og í þriðja lagi var hún heil
þegar ég skilaði henni! Má segja,
að þessi málaflutningur sé ágæt-
ur inngangur að málefnatúikun
kommúnista fyrir væntaniegar
kosningar.
Þá er blaðið orðmargt um ár-
angur jólaverkfallsins og þakkar
með stórum orðum sínum mönn-
um snjöll handbrögð og fimleg.
Ef blaðið hefði verið sanngjarnt
myndi það hafa viðurkennt, að
gangur verkfallsins var þessi:
Þúsundum verkamanna á Suður-
landi var með sama og engum
fyrirvara att út í verkfall í jóla-
mánuðinum. Ríkisstjórnin bað um
stuttan frest verkfallsins meðan
fram færi rannsókn á því, hver
lausn væri heppilegust í málinu.
Því var synjað og hafið verkfall,
sem kostaði þjóðina milljónir og
hafði atvinnu af verkamönnum
þann mánuðinn, sem brýnust er
þörfin fyrir vinnu og tekjur. —
R'ikisstjórnin lét þrátt fyrir þetta
fara fram rannsókn þessa og setti
fram tilboð, á grundvelli rann-
sóknarinnar, sem A.S.Í. gekk að,
með svo til engum breytingum.
Er því ástæða til að æbla, að það
sem „fékkst“ út úr verkfallinu
hefði mátt fá án verkfalls með
samkomulagi við ríkisvaldið. Af-
rek bolsévika og slagsmálamanns-
ins frá ísafirði er því að innihaldi
(Framhald á 3. síðu)
Stefanía Margrét Jóhannesdóttir
(Framhald
ir, sem hún taldi, að henni mætti
til nytsemdar verða á hennar
framtíðarárum. — Trúlegt þætti
mér, að þessari stúlku kæmi til
hugar, þegar hún heyrir talað um
góðar konur, orð Jóns Ögmunds-
sonar, síðar ibiskups, er hann
sagði, þegar hann heyrði góðs
manns getið: „Svo var ísleifur
fóstri minn. Hann var manna
vænstur, manna snjallastur, allra
manna beztur,“ og segja: Svona
var Stefanía mamma min; hún
hafði sarnúð með þeim, sem bágt
áttu, vildi sem flestum hjálpa og
gera gott.
Svo kveð ég þig gamla og góða
vinkona með innilegu þakklæti
fyrir allan þann góðvilja og vel-
gerðir, er þú sýndir mér.
Hvíl þú í friði.
Blessuð sé minning þín.
Franz
—0O0—
In Memoriam
Hinn 30. jan. lézt að heimili
sínu hér í ibæ frú Stefanía M.
Jóhannesdóttir. Hún fæddist að
Þóroddsstöðum í Ólafsfirði. Voru
foreldrar hennar af góðu bergi
brotin. Þegar Stefanía var á öðru
aldursári drukknaði faðir hennar.
Ekkjan hélt áfram búskap um
skeið með börnum sínum, en gift-
ist aftur Páli Halldórssyni.
Stefanía sál. fluttist með móð-
ur sinni og stjúpa að Reykjum á
af 1. síðu)
Reykjaströnd í Skagafirði. Þar
ólst Stefanía upp til fullorðins
ára.
Árið 1890 tók fólk hennar sig
upp frá Reykjum og fór til Amer-
'íku. Stóð Stefaníu til jboða að
fara með því, en hún var þá heit-
bundin pilti á næsta bæ, og tók
frekar þann kostinn að vera hjá
honum.
Gfitist hún síðan þessum unn-
usta sínum, Birni Guðmundssyni
frá Ingv.eldarstöðum, af svo
nefndri Skíðastaðaætt, sem talin
var ein af kynsælli og mannkosta-
ríkari ættum Skagafjarðarbyggða.
Þau byrjuðu búskap á Ingveld-
arstöðum. En árið 1898 fiuttu
þau að Bakka í Viðvíkursveit og
bjuggu þar tii 1906 er þau fluttu
þaðan að Á í Unadal og bjuggu
þar til vors 1915, að þau fluttust
til Siglufjarðar. Mann sinn missti
Stefanía árið 1947, og höfðu þá
verið saman í ágætu hjónabandi
um 46 ára skeið.
Þau eignuðust 3 mjög mann-
vænleg börn, en þau eru Pétur
kaupmaður hér, Sigurlaug og
Aðalbjörg gift Jóhanni Þorfinns-
syni.
Stefanía var vel í meðallagi á
vöxit, frekar þéttvaxin, beinvax-
in og fyrirmannleg í vaUarsýn.
Lundin var ör, skapgerðin stór-
brotin, en snemma mun hugur
hennar hafa hneigst að kristin-
dómsmálum, og orðið snortin af
<S>takstalnai
★ Byltingin í Alþ.fl. var umtalaðasti atburðurinn í stjórnmálalífinu
s'iðari hluta liðins árs. Róttækari armur flokksins, Hannibalarnir, ýttu
með skyndiáhlaupi hinum gætnari mönnum úr valdasessi. Forystu-
maður upphlaupsins var kjörinn flokksformaður. Sá heitir Hannibal
Valdimarsson, þekktastur fyrir svik sín í sjálfstæðismálinu, við stofn-
un lýðveldisins, og mjög öfgafullar stjórnmálaskoðanir. Má ætla, að
hægri armur Alþýðuflokksins styðji vart slíka ævintýramenn, er á
reynir. ®
★ Blað kommúnista, Mjölnir, reynir að afsaka Gyðingaofsóknirnar
austan tjalds með því, að svo og svo margir Gyðingar hafi fengið
verðlaun og virðingu í húsi föður Stal'ins hér áður fyrri. Satt er það,
að sú var síðin, að Gyðingar voru vegsamaðir austur þar, en pólitiskt
veðurfar er óstöðugt í löndum bolsévika og sá, sem situr þar í dag á
veeldisstól getur á morgun hangt í snöru — svo sem dæmin sanna. Nú
hentar það Ráðstjórninni að hefja Gyðingaofsóknir af tveimur ástæð-
um, sem hér skal greina:
1) Til að vingast við nýnazista í Vestur-Þýzkalandi og Arabaríkin
fyrir 'botni Miðjarðarhafs, sem eiga í brösum við Israeil, hið nýstofn-
aða Gyðingaríki.
2) Hin stórfelldu mistök í efnahagsstarfsemi kommúnistar'ikj-
anna verða að skrifast á annarra reikning en hins kommúnistiska
skipulags og leiðtoga þess, og það hefur þótt vænlegt að skella skuld-
inni á Gyðinga.
Þetta er nýr þáttur 1 loddaraleik heimskommúnismans og um það
er ekki spurt þótt hann sé vígður í blóði saklausra. Kommúnistar haga
sér í þessum málurn likt og lýst er þessum orðum skáldsins frá Fagra-
skógi:
„Svo eru sumir sem halda,
að sakalusir munu gjalda,
synda er sekir valda!“
En þótt saklausir gjaldi í dag synda hinna seku kommúnista, mun
réttlætið innan tíðar fyrirhitta byggjendur Kremlar.
kenningu Meistarans mikla frá
Nazaret, og samfara meðfæddri,
góðri greind og heilbrigðri íhygli,
hafði hún alltaf yfirráð yfir skap-
höfn sinni og var hreinlynd og
góðlynd. — Alltaf var öllu í hóf
stillt, framkoman prúð, viðmótið
þýtt hvort sem leiðin lá í glcði
eða sorgarrann.
Um langit skeið fékkst Stefanía
við fatasaum ásamt búverkum.
Hún gekk sem hamhleeypa að
öllum störfum, og naut sér aldrei
hvíldar. Þegar mikið kallaði að,
sem oft vildi verða, sérstaklega
fyrir stórhát'iðar, var unnið slita-
laust nótt með degi.
Á þessum tíma, fyrir hátíðir,
þurfti hún um margt að hugsa.
Hún þurfti þá að líta til barnanna
sinna. Ekki svo að skilja, að það
væru börnin þeirra hjóna. Nei,
það voru fátæku fjölsk.yldurnar í
nágrenninu. Það þurfti endilega
að bæta úr vöntun þeirra að ein-
hverju leyti, svo á heimili þeirra
yrðu gleeðileg jól. Umhyggjan og
aðgæzlan á bágindum meðbræðr-
anna var frábær og umsvifin til
að bæta og reyna að leysa vand-
ræðin voru mikil og ekki eftir
talin,
Enda eignaðist Stefanía marga
vini, sem oít komu til að leita
ráða og njóta hjálpar. Það fannst
þeim tryggast, enda á móti þeim
tekið með heilindum og góðvilja.
Stefan’ia var greind kona og
f-róðleiksfús. Ef hún átti tóm-
stundir tók hún bók. Hún var
orðhög, þó ekki væri mikið að
gert í þeim efnum. Hún hafði
góða rithönd og stílaði vel.
Stefanía var gæfunnar barn.
Hún eignaðist ágætan eiginmann,
sem ásamt henni kom upp mynd-
arlegu heimili, sem fjölmargir
komu á og nutu mikillar gest-
risni. Munu þeir margir vera, sem
minnast þeirra ánægjustunda, sem
þeir áttu á heimili þeirra.
Svo á síðari árum, þegar líkams
kraftar fóru að þverra, gat hún
horft með ánægiju yfir farinn veg
umvafin ástúð og bl'íðu sinna.
ágætu barna.
Við, sem þekktum Stefaníu,
teljum, að hér hafi gengið til
hinztu hvíldar góð kona og merk,
og mun samferðahópurinn minn-
ast hennar með þakklæti og vin-
semd.
Blessuð sé minning hennar.
Páll Erlendsson