Siglfirðingur


Siglfirðingur - 15.01.1955, Page 1

Siglfirðingur - 15.01.1955, Page 1
Laugardagur 15. janúar 1955. Stutt svar vid vinsam- legri jólakvedju í jólablaði „Mjölnis" er mér send jólakveðja. Er þar af vel- vild rætt um mig og gerðir mínar, svo ekki sé minnzt á hina vönd- uðu meðferð á sannleikanum, sem í greinarkorni þessu birtist, enda er blað þetta viðurkennt fyrir sannleiksást sína og heiðarleik í málflutningi, að minnsta kosti hvað mig og mínar gerðir á Al- þingi snertir. Tilefni þessarar jólakveðju blaðsins til mín er í stuttu máli það, að í októbermánuði s.l. barst mér samþykkt bæjarstjórnarinn- ar hér, þar sem óskað var eftir því, að við Gunnar Jóhannsson flyttum á Alþingi tillögu þess efnis, að Siglufjörður fengi á næsta ári 4 milljónir króna af at- vinnubótafé til uppbyggingar at- vinnulífsins á staðnurn. Þessu er- indi bæjarstjórnar svaraði ég fyrst í síðastliðnum mánuði, þar sem ég tjáði bæjarstjórninni, að að athuguðu máli teldi ég von- laust um að slík tillaga yrði sam- þykkt á Alþingi, meðal annars vegna þess, að samkvæmt fjár- lagafrumvarpinu væru aðeins ætl- aðar 5 milljónir króna til atvinnu- bóta á öllu landinu, og væri því farið fram á % hluta alls fjárins til eins og sama staðarins. Lýsti ég þeirri skoðun minni í svari mínu til bæjarstjórnar, að ég teldi vænlegra til árangurs að vinna að þessu máli við ríkisstjórnina, og einnig gat ég þess, að slík til- laga, ef fram væri borin, kynni að hafa öfug áhrif við það, sem til væri ætlazt meðal annars vegna þess, að um þessar mundir er til athugunar hjá ríkisstjórn- inni að veita Siglufirði í vand- ræðum byggðarlagsins margvís- legri og meiri aðstoð en nokkru sinni áður hefir verið veitt einum og sama stað. Er sízt vanþörf á slíkri aðstoð, enda hefi ég eftir mætti reynt að túlka það á þeim stöðum, sem ég hefi talið réttan vettvang til þess, að aldrei áður hefði Siglufirði verið meiri nauð- syn á aðstoð, sem um munaði en einmitt nú. Þess kafla úr bréfi mínu, þar sem um þetta er rætt getur „Mjölnir" ekki í jólakveðju sinni, af einhverjum ástæðum. Þegar ég var að semja fyrr- nefnt svar mitt til bæjarstjórn- arinnar, barst mér símskeyti frá þæjarstjórn, þar sem lýst var samþykkt hennar um að óska eftir, að við Gunnar Jóhannsson flyttum tillögu við afgreiðslu fjár- laganna um að tekið yrði upp í fjárlög fjögurra milljóna króna framlag til uppbyggingar atvinnu- lífsins á Siglufirði. Þann kafla úr bréfi mínu, sem fjallar um líkur fyrir því, að slík tillaga næði samþykki Alþingis birtir „Mjöinir“ orðrétt í jóla- kveðjunni og staðhæfir, að ég hafi N EIT A Ð að flytja slíka tillögu. Þetta hlýtur „Mjölnir“ að vita, að eru hrein og bein ósann- indi. Eg neitaði ALDREI að flytja tillögu þá, sem hér um ræðir og munu margir geta um það borið, meðal annarra Gunnar Jóhannsson, að ég var þess albú- inn að flytja tillöguna með hon- um, ef bæjarstjórn héldi fast við fyrri samþykkt sína um, að óska eftir, að tillaga þessi yrði flutt. Hitt skal ég játa hreinskilnislega, að mér tókst ekki að afla nægi- legs fylgis á Alþingi við þessa tillögu, sem ætlun mín var að bera fram, að óbreyttri samþykkt bæjarstjórnar, enda er það gagn- stætt öllum venjum, að Alþingi úthluti fé til atvinnuaukningar, heldur heyrir slík úthlutun undir ríkisstjórnina. Eg skj>rði því bæj- arstjórn frá því, að ég teldi von- laust um að margnefnd tillaga yrði samþykkt á Alþingi og taldi að því leyti þýðingarlaust að flytja hana. I svari mínu fólst engin neitun á að flytja tillöguna, heldur ein- ungis einföld lýsing á málavöxt- um, en á þessu hneykslast „Mjölnir" í jólakveðjunni. Annars virðast kommúnistar leggja mikið upp úr því að flytja tillögur og frumvörp á Alþingi, sem þeir vita, að ekki verða sam- þykkt, því að þeim er það áreið- anlega vel ljóst, að minnsta kosti nú orðið, að þeir eru ekki teknir alvarlega á Alþingi, né það, sem þeir láta þar frá sér fara. Það kemur áreiðanlega ekki til neinnar deilu milli mín annars- vegar og „Mjölnis“-manna hins- vegar um nauðsyn þess, að Siglu- fjörður fái 4 milljónir króna — og vel það — til uppbyggingar (Framhald á 4. síðu) 3ólabodskapur „Mjölnis" Sú mun vera venja flestra blaða að helgja jólin með því að láta deilur niður falla og slíðra hin pólitísku sverð. „Mjölnir“ hefur hinsvegar annan hátt á. Hann bítur í skjaldarrendur og eys sví- virðingum yfir andstæðinga sína, bæði búsetta hér og annars staðar. Þessi jólaboðskapur „Mjölnis" ber yfirskriftina: „Ríkisstjórnarflokkarnir á Al- þingi f jandskapast við Sigluf jörð“ 0g undirfyrirsögn: „Forsvarsmemi Sigluf jarðar: Þingmaður kjördæmisins og bæj- arstjórnarmeirihlutinn sýna mann dóm sinn á sérstakan hátt“. Þessar stórorðu fyrirsagnir á jólaboðskap „Mjölnis“ sýna þegar í stað, að hann er í vígahug — og engu jólaskapi. Fyrirsagnirnar sýna einnig, að „Mjölnir“ hugsar sér að hæfa margar „flugur“ (og stórar) í einu höggi. Og vafa- laust hefur þessi mikli jólaboð- skapur legið „Mjölni“ talsvert þungt á hjarta, því ella hefði „Mjölnir" reynt að melta hann yfir jólin, — og það hefði „Sigl- firðingur" talið miklu réttara, því þá hefði „Mjölnir" sennilega kom- izt að þeirri niðurstöðu, að það borgaði sig eigi að birta þennan boðskap. Það er búið, sem búið er, og of seint fyrir „Mjölni“ að iðrast. Við skulum jþá athuga sgalft innihald boðskaparins ofurlítið nánar. Það virðist aðallega hafa verið tveinnt, sem fyrir „Mjölni“ hefur vakað; 1. Að hæla Gunnari Jóhannssyni fyrir dugnað og skörungsskap á þingi. 2. Að hrakyrða: a) Einar Ingimundarson, al- þingismann. b) Meirihluta bæjarstjórnar hér. c) Meirihluta Alþingis. „Siglfirðingur“ er ákveðið þeirrar skoðunar, að „Mjölnir“ sé að vaða reik. Frásögn jólaboð- skaparins sýnir, að Gunnar Jó- hannsson hefur farið óviturlega að ráði sínu. Þegar Gunnar sá, að vonlaust var að afla 4 milljón króna tillögu bæjarstjórnarinnar nægilegs fylgis á Alþingi, þá átti hann að hætta við að flytja til- löguna og leita annarra úrræða. Það er hygginna manna háttur, ef þeir sjá, að þeir geta ekki fengið heitustu óskir sínar upp- fylltar, þá að leita annarra úr- ræða og taka því, sem völ er á — eða með öðrum orðum — fái þeir eigi hið bezta, þá taka þeir því næst bezta. Þetta virðist Gunnar Jóhannsson eigi hafa gert, samkvæmt frásögn „Mjölnis" — heidur lætur hann Alþingi koifella tillögu sína og bæjarstjórnar —. og síðan leggur hann árar í bát, Guanar Jóha.nnsson á jþví ekkert lof skilið fyrir frammi- stöðu sína — þvert á móti — og skörungsskapinn minnumst við eigi á. Viðbrögð Einars Ingimundar- sonar eru allt önnur og viturlegri en Gunnars. Þegar hann hefur gengið úr skugga um, að það muni vera „gjörsamlega von- laust“ að fá 4 milljón króna til- löguna samþykkta á þinginu, þá telur hann tilgangslaust að flytja hana með Gunnari Jóhannssyni, en greiðir atkvæði sitt með tillög- unni, þegar hún er borin upp. En áður en tillaga G.J. var felld, skrifar Einar Ingimundarson bæj- arstjórninni bréf, skýrir henni frá hverra úrræða hann hyggzt að leita. í jólahugleiðingu sinni birt- ir „Mjölnir“ ofurlítinn kafla úr þessu bréfi, en sleppir mjög miklu, sem máli skiptir, og sem skýrir afstöðu E. I. í máli þessu. Svo lesendur sjái, hversu óráð- vandlega „Mjölnir" fer með heim- ildir, þegar honum bíður svo við að horfa, þá birtir „Siglfirðingur“ hér meginhluta bréfsins, og er hann svohljóðandi: „Reykjavík 7. des. 1954. Með bréfi dagsettu 4. okt. s.l. lýstuð þér samþykkt bæjarstjórn- ar, þar sem þess var óskað, að við Gunnar Jóhannsson beittum okkur fyrir því að afla samþykk- is Alþingis fyrir því, að 4 millj. kr. af atvinnubótafé næsta árs rynni til áframhaldandi uppbygg- ingar atvinnulífsins á Siglufirði. tít af þessu erindi vil ég taka þetta frarn. — Á fjárlögum næsta árs er gjört ráð fyrir 5 milljón króna . . atvinnubótaf járframlagi fyrir allt landið. Er því farið fram á, að % hl. af heiidarat- vinnubótafjárframlagi verði látn- ir renna til Siglufjarðar eins. — Þrátt fyrir það, að vandalaust er frá mínu sjónarmiði að lýsa þörf Siglufjarðar fyrir þá f járhæð, sem um er beðið, er það þó svo, eftir því sem ég hefi kynnt mér, að gjörsamlega er vonlaust um, að erindi, sem færi fyrir Alþingi og hnigi að þessu, næði fram að ganga. Er jafnan mikil ásókn fulltrúa flestra kjördæma í land- inu í fé þetta, og er mjög við- kvæmt mál, er gerð er krafa um það opinberlega, að einn staður sé algjörlega tekin fram yfir alla aðra, og að til hans renni meginn hluti f járins. Að öllu atlxuguðu og m.a. því, að nærri fullákveðið mun nú vera af hálfu ríkisstjórnarinnar, að hærri upphæð af atvinnubótafó renni til Sigluf jarðar á næsta ári en nokkru sinni hefur verið orðað að rynni til eins og sama byggð- arlags áður, tel ég mjög vafa- samt, að það myndi verða þess- um málstað til framdráttar, að gera slíka kröfu opinberlega, og öruggt er um, eins og ég áður lýsti, að slíkt erindi myndi ekki ná samþykki Alþingis, ef það yrði borið fram. í samræmi við fram- XFrívmhald á i, síðuX

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.