Siglfirðingur


Siglfirðingur - 29.01.1955, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 29.01.1955, Blaðsíða 1
2. tölublað. Laugardagur 29. janúar 1955. 7,Stuðla ber að því, að fólk þurfi ekki að leita sér atvinnu annarsstaðar eða yfirgefa heimili sín hér“ Úrdráttur úr ræðu Einars Ingimundarsonar, alþ.m., fluttri á sameiginlegum fundi Sjálfstæðisfélaganna í Siglufirði 18. þ. m. Sameiginlegur fundur Sjálfstæðisfélaganna í Siglufirði var hald- inn þriðjudaginn 18. þ.m. að Hótel Hvanneyri. Hvert sæti í fundarsaln- um var skipað. — Einar Ingimundarson alþingismaður flutti þar einkar ýtarlegt og greinargott erindi og verður úrdráttur úr því birtur hér á eftir. Á eftir erindi alþingismannsins urðu fjörgugar umræður. — Fundurinn í heild var hinn ánægjulegasti. Erindi alþingismannsins má skipta í fjóra kafla og verður eins og áður er sagt birtur hér úrdráttur úr því. i Áframhaldandi og aukin rekstur þeirra atvinnutœkja, sem fyrir eru. Verða þá fyrst í huga togarar 'Bæjarútgerðarinnar. Eins og ykkur mun kunnugt vera, voru togararnir í fyrstu reknir af svonefndri bæjarútgerð. Sú útgerð bar sig ekki, svo sem kunnugt er. Skuldir hlóðust á útgerðina. — Ekkert rekstrarfé fáanlegt, og endirinn var sá, að haustið 1952 mátti heita algjör stöðvun á rekstri. Lánardrottnar kröfðust skuldalúkningar og auglýst var uppboð á skipunum, sem bundin voru hér við bryggju. Sendinefnd fór héðan til Reykjavíkur til við- tals við ríkisstjórn um þessi vand- ræði. Lauk viðræðum nefndarinn- ar og ríkisstjórnarinnar þannig, að ríkisstjórn ábyrgðist og útveg- aði 4,5 millj. kr. lán til áfram- haldandi reksturs á togurunum gegn því skilyrði, að Síldarverk- smiðjur ríkisins tækju að sér rekstur þeirra. Það varð að samn- ingum og tóku Síldarverksmiðj- urnar við rekstri þeirra 1. apríl 1953. Á árinu 1954 var þessum samn- ingi sagt upp af iSíldarverksmiðj- unum. Þær hafa þó séð áfram um rekstur þeirra og óákveðið fram að þessu, hvort þær hefðu áfram- haldandi rekstur togaranna með höndum, nema þá að nú nýlega hafi verið frá því gengið. Það eru talsvert skiptar skoð- anir á því, hvernig ráðstafa skuli rekstri togaranna. Halda sumir því fram, að sjálfsagt sé, að bær- inn sjálfur annist reksturinn; — togararnir séu hans eign og reknir á hans ábyrgð hvort sem er. Um þessa skoðun er í rauninni ekkert nema gott eitt að segja annað en það, að áætlunin í sambandi við hana er ekki framkvæmanleg. — Það er sem sé óyggjandi vissa, að án aðgangs að lánastofnunum við öflun rekstrarfjár til daglegra þarfa, verður engin stórútgerð rekin, hvorki Bæjarútgerð Siglu- fjarðar né nokkur önnur. Það hef- ur sýnt sig að slíkar leiðir eru gersamlega lokaðar fyrir bæjar- stjórnina, og engin von um, að á næstunni opnist greiðari leiðir í útvegun lána í þessu efni. Það er því mín skoðun, og hún er studd óyggjandi rökum, að fyrir okkur er ekki önnur leið til þess að halda togurunum í rekstri hér í bæ, en að fela Síldarverksmiðjum ríkisins áframhaldandi rekstur þeirra. Þær einar hafa lánstraust og önnur skilyrði til að reka þá, (Framhald á 4. síðu) Hörmuleg sjóslys Togarinn Egill Rauði strandar og með honum farast fimm menn, en 29 var bjargað. Togarinn Egill Bauði frá Neskaupstað strandaði undir Grænuhlíð á Hornströndum miðvikudaginn 26. þ.m. um kl. 18. Tilkynning barst þegar frá skipinu um hvernig komið var, og komu þá á strandstaðinn mörg skip, en vegna veðurs og sjó- gangs komust þau ekki svo nálægt hinu strandaða skipi, að unt væri að skjóta til þess línu, svo hægt væri að hef ja björg- un áhafnarinnar. í gærmorgun komu á staðinn vélbátar tveir frá Bolungavík og Hnífsdal. Fóru þeir eins nálægt hinu strandaða skipi og mögulegt var, og tókst um síðir að koma línu yfir í Egil Bauða. Hófst þá björgunarstarfið og var 13 mönnum bjargað þannig, og þeir jafnóðum selfluttir yfir í stærri skipin, sem biðu fyrir utan. Um leið og því var komið við, var björgunarsveit frá ísa- firði send af stað áleiðis til strandstaðar. Fór hún sjóleiðis og var sett á land nálægt Hesteyri og varð hún síðan að ganga langa leið unz komið var nálægt strandstaðnum. Versta veður var, stórhríð og stormur og göngufæri afleitt. Ekki hefur frétzt hvenær sveit þessi kom á strandstaðinn, en hún hóf björgun þegar í stað, og tókst að koma línu yfir í hið strandaða skip, og um kl. 17 hafði hún náð á land 16 mönn- um. Alls var því bjargað 29 mönnum af 34 manna áhöfn skipsins. Fimm hafa því farizt, 4 Islendingar og einn Fær- eyingur. Hinir látnu sjómenn eru þessir: Stefán Hjálmar Einarsson, kyndari, 44 ára, kvæntur og átti 5 börn. Atli Stefánsson, 18 ára. Hann var sonur Stefáns vélstj. Hjörleifur Þór Helgason, 20 ára, á foreldra á lífi og var hann einkabarn þeirra. Allir þessir menn voru frá Neskaupstað og allir vélamenn. Magnús Guðmundsson, Fáskrúðsfirði, 39 ára, kvæntur og átti 4 börn. Sophus Sandey, færeyskur, háseti. Björgunarmenn og skipbrotsmenn, sem af komust, voru í fyrrinótt að Sléttu, eyðibýli en allgóð húsakynni. Mun það vera um tveggja klukkutíma gang frá strandstað. Á móti þeim átti að koma sveit frá Isafirði með matvæli og fatnað. Til ísafjarðar mun svo hafa verið komið um kl. 10,30 í gær- morgun. — Togarinn Egill Bauði var einn af liinum svo- kölluðu nýsköpunartogurum, 650 brúttólestir að stærð og eign Bæjarútgerðar Neskaupstaðar. Þá er talið víst, að tveir brezkir togarar hafi farizt með allri áhöfn á Halamiðum. Á þessum togurum munu hafa verið samtals 42 menn. Samningurinn við Brunabótafélag Islands Tilboð Samvinnutrygginga. — Umsagnir „Mjölnisu og „Einherja“. Stofnun og starf Brunabótfélags Islands. „Siglfirðingur" telur rétt að gera lesendum nokkra grein fyrir stofnun og starfi Brunabótafélags íslands. Lög um stofnun félagsins voru sett á alþingi í árslok 1915, og var þá ákveðnum manni falið að vinna að stofnun þess. Fyrir valinu varð hr. Sveinn Björnsson, síðar forseti íslands. Hann var því stofnandi og fyrsti forstjóri Brunabótafélagsins. En forstjórastarfi gegndi hann við félagið frá 1916—1920. Fram til 1916 voru vátrygging- ar allar í höndum erlendra trygg- ingarfélaga, Stofnun B.I, er því fyrsti vísir þess að flytja vá- tryggingar úr höndum erlendra aðila í hendur landsmanna sjálfra. Mjög erfitt mun í fyrstu hafa reynzt um endurtryggingar er- lendis. En með aðstoð norsks fé- lags — þó gegn samtökum danskra tryggingarfélaga, sem fram til þessa höfðu að mestu séð um vátryggingar hérlendis — tókst það að lokum. Samkvæmt lögum félagsins ber að tryggja hjá því allar húseignir í kaupstöðum og kauptúnum utan ‘Reykjavíkur — með 300 eða fleiri íbúa. Síðan var þessum ákvæðum breytt á þann veg, að tryggingar- ekyldan náði einnig til allra húsa utan kaupstaða og kauptúna. Sú tryggingarskylda, sem hér með var ákveðin, mun hafa orðið margri fjölskyldu til bjargar frá því að verða öreigar af völdum eldsvoða. Því fram til stofnunar félagsins, mun mikill hluti af hús- eignum landsmanna hafa verið óvátryggður. Fyrstu árin mun félagið hafa endurtryggt mestan hluta trygg- inganna. En með auknum bygg- ingum og þá um leið auknum rekstri og vaxandi varasjóðum, hafa endurtryggingarnar farið minnkandi, og eru nú að verða hverfandi litlar. Það sem endur- tryggt er, er hjá íslenzkri endur- tryggingu. Félagið hefir þannig komið tryggingarstarfsemi sinni algerlega yfir á íslenzkar hendur. Eftir því, sem B.í. hefir tekizt að safna varasjóðum — en þessir (Framhald á 2, síðu)

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.