Siglfirðingur


Siglfirðingur - 11.02.1955, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 11.02.1955, Blaðsíða 1
3. tölublað. vUy Föstudagurinn 11. febr. 1955 28. árg. Aukum atvinnu bæjarbúa Hraðfrystihúsakostur Siglufjarðar Skömmu fyrir jólin skrifaði ég grein í Siglfirðng og benti þar á, að við Siglfirðingar hefðum meiri hraðfrystihúsakost en nokkur einn staður á Norður- eða Vestur- landi. Taldi ég þetta vera yfir- burði, sem aðrir myndu öfunda okkur af, og benti í því sambandi á Akureyringa, sem um þessar mundir eru að glíma við að koma sér upp stóru hraðfrystihúsi. Les- endum til fróðleiks og til að sýna, að ég fari eigi með rangt mál, birti ég hér hraðfrystihúsaafköst einstakra staða á Norður- og Vesturlandi eins og þau voru á s.L hausti. Skýrslu þessa fékk ég hjá Gísla Hermannssyni verk- fræðingi, sem vinnur hjá Sölu- miðstöð Hraðfrystihúsanna í Reykjavík. I skýrslunni sést, hve mörg tonn af flökum hvert hrað- frystihús getur fryst á 12 klukku- stundum. Tonn flök á 12 klst. Hraðfrystihúsið Kaldbakur, Vatneyri ........................ 10 tonn Hraðfrystihúsið Bíldudal ................................................ 10 — Hraðfrystihús Dýrafjarðar ............................................ 7 — Hraðfrystihúsið ísfell, Flateyri .................................... 12 — Hraðfrystihúsið ísver, Súgandafirði ............................ 10 — Ishúsfélag Bolungavíkur............................................... 12 — Hraðfrystihúsið Hnífsdal....................................,........... 10 — Ishúsfélag Isfirðinga........................................................ 10 — Hraðfrystihúsið Norðurtanginn h.f., Isafirði ............ 10 — Hraðfrystihúsið Frosti, Súðavík................................... 6 — Hraðfrystihús Kaupfélags ÍLangeyrar ........................ 4 — Hraðfrystihúsið Björg h.f., Drangsnesi .................... 10 — Hraðfrystihús Kaupfélags Hólmavíkur........................ 10 — Hraðfrystihúsið Hólanes, Skagaströnd........................ 4 — Hraðfrystihús Kaupfélags Skagstrendinga................ 10 — Hraðfrystihús Kaupfélags Sauðárkróks .................... 8 — Hraðfrystihús Sig. Sigfússonar................................... 10 — Hraðfrystihús Kaupfélags A-Skagfirðinga, Hofsósi 10 — Hraðfrystihúsið Hrímnir, Siglufirði ............................ 6 — Hraðfrystihúsið ísafold, Siglufirði................................ 8 — Hraðfrystihús S. R., Siglufirði .................................... 20 — Hraðfrystihús Ólafsfjarðar........................................... 12 — Hraðfrystihús KEA, Dalvík ...:....................................... 8 — Hraðfrystihús KEA, Hrísey........................................... 8 — Hraðfrystihús Kaupfélagsins á Húsavík .................... 12 — Hraðfrystihúsið Frosti, Raufarhöfn............................ 6 — Hraðfrystihús Kaupfélagsins á Þórshöfn.................... 6 — Á þessari skýrslu sést, að af- köst hraðfrystihúsanna hér á Siglufirði eru nú sem stendur 34 tonn af flökum á 12 klukkustund- um. Auk þess mun vera í ráði að stækka Hrímnir og verða 12 stunda afköstin hér sennilega komin upp í 40 tonn, þegar þeirri stækkun er lokið eða helmingi meiri en á nokkrum öðrum stað á N.- og V-landi. ÞEIÐJI TOGARINN 1 áðurnefndri Siglfirðings-grein benti ég á, að þenna mikla hrað- frystihúsakost bæri okkur Sigl- lirðiugum að hagnýta sem bezt og ^takk upp á, ftð við revndum öU að taka höndum saman og eignast þriðja togarann. Eg hefi, því mið- ur, enga trú á, að bæjarstjórnin valdi þessu átaki einsömul. Málið horfir allt öðruvísi og vænlegar við, ef bæjarbúar sýndu þenna vilja sinn, bæði í orði og verki. Eftir að grein mín var skrifuð, hefur bæjarstjórnin tekið mál þetta upp með miklum myndar- skap, eins og bæjarbúum er kunn- ugt. Sem betur fer virðist bæjar- stjórnin vera einhuga í þessu máli, og öll siglfirzku blöðin, sem síðan hafa komið út, virðast vera sammála um að gjöra sitt til að sameina bæjarbúa um þetta mál. Vií ég nota hér tækifærið til að láta í ljósi fögnuð minn yfir því. — Hið eina, sem blöðin virðast eigi allskostar á einu máli um, er í hvaða formi skuli hafa félag það, er stofnað verður um togar- ann, ef keyptur verður. Á því er ég ekkert hissa, þó mismunandi skoðanir séu um þetta atriði. — Sem stendur er aðalatriðið þó, að við séum öll sammála um, að reyna að eignast 3ja togarann og auka þannig atvinnu bæjarbúa, bæði á sjó og landi. Hitt er svo málefni, sem væntanlegur stofn- fundur þessa félags á að ákveða, hvort það skuli rekið sem hluta- félag, samvinnufélag eða í eih- hverju ennþá öðru formi. Meðan hlutafjársöfnun stendur yfir og meðan óséð er, hvort okkur tekst að eignast 3ja togarann, tel ég eigi ástæðu til að deila um fé- lagsformið í blöðunum. En jafn- skjótt og séð verður, að áform okkar heppnist-, þá — og þá fyrst — tel ég rétt, að. blöðin ræði þessa hlið málsins. VE&UM SAMTAKA Siglfirðingar munu undantekn- ingarlaust vera sammála um, að nauðsynlegt sé að auka atvinnu bæjarbúa. Um leiðir að því marki má vitanlega deila, en þar sem við erum svov lánsamir að hafa hér ónotuð hraðfrystihúsaafköst og meiri en víða annarsstaðar, þá virðist eðlilegast að hagnýta þá góðu aðstöðu, sem bezt og sem fyrst. Og sem betur fer, virðumst við Siglfirðingar vera sammála um, að heppilegasta og fljótvirk- asta leiðin að þessu marki sé, að fá hingað 3ja togarann. Til þess að auðvelda bæjarstjórn þetta viðfangsefni væri æskilegt, að þátttaka okkar bæjarbúa værí sem almennust. Það hefur meiri þýðingu en að framlögin séu há, því það sýnir hvortveggja: 1. að þörfin fyrir aukna atvinnu sé almenn — og 2. að almenningur vilji eitthvað á sig leggja til þess, að f á bætt úr atvinnuleysinu. Ef vel ætti að vera þyrfti hvert einasta" heimili í bænum að leggja fram nokkur hundr- uð krónur. Mönnum kann að virðast hér til mikils ætlast, en ég er eigi viss um, að svo sé, þegar nánar er að gáð. Eg er þeirrar skoð- unar, að mörg eða jafnvel flest heimilin fái framlag sitt ÁRLEGA uppborið — beint eða óbeint — með aukinni atvinnu. Auðvitað yrði þetta misjafnt, eftir ýmsum ástæðum — sum heimili mundu fá framlag sitt margfalt árlega. Eg vil því leyfa mér að hvetja sem allra flesta til að taka þátt í þessari viðleitni til að auka at- vinnu Siglfirðinga. H. Kristinsson GUÐSPJÖLLIN HANS EJNHERJA Þá sjaldan blaðið Einherji kem- ur út, birtir hann svo sem eins- konar yfirlit yfir framkvæmdir á sviði bæjarmálanna. Dregur hann upp allglæsilega mynd af verk- hyggni og snilli, framtakssemi, dugnaði og djarfhug aðilanna, sem að vandamálum bæjarins vinna. Sjaldan er hlutur fram- sóknarmanna gerður minni en hann er. Þess er gætt vendilega. Oftast hefur glæsilegur glaðværð- arblær og yfirborðsmennska auð- kennt þessi skrif, og „rauði þráð- urinn" í gegnum allt sá, að hér í bæ sé svo sem ekkert að, öllu sé í horfi haldið, öllum vandræðum frá bægt svo fremi að framsóknar menn ráði. 1 síðasta tölublaði „Einherja" kveður við nýjan tón. Þar er tal- að um vandræðaástand, sem verði að ráða bót á. Er greinarhöfund- ur, eins og fleiri góðir menn, á þeirri skoðun að eina ráðið til að f jarlægja atvinnuleysið sé að kaupa hingað nýjan togara eða réttara sagt 3ja togarann. Við það er ekkert að athuga. 1 nokkurskonar forspjalli að þessari hugmynd um togarakaup- in er, af gömlum vana, brugðið upp skyndjmynd af ýmsu, sem gert hefur verið til úrbóta á at- vinnuleysinu og til hagræðis og þæginda á öðrum sviðum. Meðal annars er minnzt á Skeiðsfoss virkjunina, og komizt svo að orði að á þessu kjörtímabili hafi veríð hafizt haiida með að koma upp annarri vélasamstæðu við Skeiðs- foss. Af því þessu er fleygt í les- endur með algjörðu ábyrgðarleysi og með svo takmarkalausri yfir- borðsmennsku, þykir rétt að taka þetta til athugunar. 1 gjörðabók rafveitunefndar stendur í febrúar 1949, að Páli Einarssyni þáver. rafveitustjóra og Guðmundi Marteinssyni raf- fræðingi Reykjavík sé falið að leita eftir fjárfestingarleyfi fyrir vélasamstæðu frá Englandi til Skeiðsfossvirkjunarinnar. Nokkru síðar á árinu er skýrt frá því í gjörðabók nefndarinnar, að vélarnar séu pantaðar og hafi verksmiðjan lofað að hafa þær til árið 1952. Ennfremur er getið um greiðsluskilmála. Sumarið 1952 kom tilkynning frá verksmiðjunni um að vélarnar væru tiLÞær hofðu hækkað mjög í verði eða um tæp 300 þús. kr. vegna hækkandi kaupgjalds og verðlags á efni. Rafveitunefnd treysti sér ekki f járhagsins vegna að taka vélarn- ar strax, og í því efni gat bærinn enga aðstoð veitt. Svo var og annað, að útlit var á, að þær kæmu ekki hingað fyrr en sam* göngur væru með öllu tepptar milli Fljóta og Siglufjarðar, en mein- (Framhald á %, síðu)

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.