Siglfirðingur


Siglfirðingur - 11.02.1955, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 11.02.1955, Blaðsíða 4
'4 SIGLFIRÐINGUR GUÐRUN TÖMASDðTTIR FRÁ MIÐHÓLI — MINNINGARORÐ Þann 31. janúar síðastl. lézt að heimili sínu Miðhóli í Sléttuhlíð merkiskonan Guðrún Tómasdóttir 93 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Anna Bjarnadóttir bónda að Mann- skaðahóli á Höfðaströnd, en Bjarni var albróðir Sigríðar Jóns- dóttur móður Sigmundar Pálsson- ar frá Ljótsstöðum. Er sú ætt fjölmenn og merk — og Tómas Jónsson bónda að Miðhóli. Var Tómas einn margra afkomenda Sveins Fljótaráðsmanns, sem þótti mætur og merkur maður á sinni tíð. Guðrún var einkabarn foreldra sinna. Föður sinn missti hún 3ja ára gömul. Hann drukknaði í há- karlalegu. Anna, móðir hennar, giftist aftur Guðmundi Jónssyni hreppstjóra að Yztahóli í Sléttu- hlíð, og átti með honum einn son, Guðmund Anton Guðmundsson, er bjó lengi myndarbúi á Bræðrá í Sléttuhlíð og var hreppsnefndar- oddviti og sýslunefndarmaður Slétthlíðinga um langt skeið. — Hann er látinn fyrir allmörgum árum. ; Guðrún ólst upp á heimili móð- Úr sinnar og stjúpa. Þótti það heimili mjög til fyrirmyndar að þeirra tíma hætti. I Sem gjafvaxta mær kynntist Guðrún ungum og efnilegum manni Jónasi Arnasyni frá Þverá í Blönduhlíð. Var Árni faðir Jón- asar albróðir Magnúsar bónda í Utanverðunesi í Hegranesi. Voru því hin mörgu og mannvænlegu Utanverðuness-systkyni og Jónas bræðrabörn. Guðrún og Jónas eignuðust einn son, Tómas, er síðar var vel þekktur brautryðjandi á sviði verzlunar- og viðskiptamála aust- anmegin Skagaf jarðar. Þótti Tóm- as mætur maður, greindur vel og drengskaparmaður mikill. Ein- hverjar ástæður, sem núlifandi mönnum eru ókunnar, hafa legið til þess ,að sambandið milh þeirra Guðrúnar og Jónasar rofnaði, og þau slitu frekari kynningu. Anna, móðir Guðrúnar, varð ekkja í annáð sinn. Brá Anna þá búi og voru þær mæðgur jafnan eftir það í húsmennsku og höfðu litla soninn, Tómas, hjá sér. — Skildu þær mæðgur ekki fyrr en Anna lézt í hárri elli. Guðrún sýndi móður sinni dótturlega blíðu og umhyggju til hins síð- asta. Var það oft erfitt og vanda- samt að framkvæma þá þjónustu, sem gamalt fólk, sem komið er í kör og bíður hinztu stundar þarfn ast. En með mikilli hugkvæmni og meðfæddri þjónustulund tókst Guðrúnu að ynna þessa þjónustu af hendi með sóma og mikilli prýði. Eftir lát móður sinnar flutti Guðrún til sonar síns, sem var nú kvæntur og byrjaður búskap á Miðhóli. Síðar fluttist hún ásamt fjölskyldunni til Hofsóss. Þegar Tómas varð kaupfélags- stjóri þar. Nú undi Guðrún sér vel. Hún var nú setzt að hjá syni sínum, sem hún hafði búið, eftir því sem þáverandi ástæður leyfðu, undir lífið, og löngum var það hennar heitasta ósk að sonurinn yrði nýt- ur og góður þjóðfélagsþegn. Nú var hann kominn í starfið og reyndist duglegur, framsýnn og djarfhuga. Hann stofnaði Kaup- félag Fellshrepps, sem síðar hlaut nafnið Kaupfélag Fells- og Hofs- hrepps og var fyrsti kaupfélags- stjóri þess. Ánægjan var mikil hjá Guðrúnu. Hún undi sér vel í blessuðum barnahópnum sonar síns og tengdadóttur. En á skammri stund skipast veður í lofti. Allt í einu dró ský fyrir sólu á heimilinu, þegar ást- kæra syninum og góða heimilis- föðurnum var svipt burtu, en hann drukknaði á leið til Siglu- fjarðar veturinn 1938 á bezta aldursskeiði. Þetta var mikið reiðarslag — óskaplegt áfall, sem kom, svo sem oft vill verða, óvænt, miskunnarlaust, fyrir eig- inkonu, börn og aldurhnigna móð- Hún lézt að heimili sínu hér í bæ 7. febr. síðastl. af heilablóð- falli. Hún var fædd að Barði í Fljót- um 24. september 1884 og því á sjötugasta og fyrsta aldursári. Foreldar hennar voru hin merku prestshjón frú Ingibjörg Jafetsdóttir og sr. Tómas Björns- son er fyrst var prestur hér í Hvanneyrarsókn og síðar að Barði í Fljótum. Yoru þau prestshjónin af góðu bergi brotin, t.d. var Jafet faðir frú Ingibjargar albróðir frú Ingibjargar konu Jóns Sigurðs- sonar forseta. En þau voru börn Einars stúdents og kaupmanns í Re^kjavík. Sigurlaug var yngst 10 styst- kyna. Hún ólst upp með foreldr- um sínum í glaðværum systkina- hóp. Að Barði var oft gestkvæmt á þeim árum. Voru prestshjónin mjög gestrisin og veittu gestum og gangandi með mikilli rausn. ur. Vonbrigðin voru mikil. Hún hafði búizt við, að sonur hennar ætti hér lengri starfstíma og talið víst, að hann stæði yfir moldum sínum. Hún gróf upp úr fylgsnum hugans minningar liðinna ára, er sonurinn tritlaði við hlið hennar — óx og dafnaði og varð að góð- um starfsmanni. Þau áttu saman fjölmarga yndæla stund — en þetta var allt liðið, „æskan á braut, blómin dauð, borgirnar hrundar og löndin auð“. Vonirnar björtu, óskirnar heitu, fyrirbænir hjartanlegar, sem alla tíð voru bundnar við soninn ást- kæra og dyggðumríka drenginn, voru nú á svipstundu að engu orðnar. Guðrún sál. var sterkbyggð andlega, skýr og athugul. Hún fékk að erfðum og af góðu upp- eldi óbifanlegt traust á forsjón Guðs. Hún fól Guði allt, sætti sig við hans ráðstöfun og var þeirrar trúar, að það væri öllum fyrir beztu. Hún leit yfir mannvænlega barnahópinn sonar síns. Það stillti tárin og græddi sárin að hlynna að börnunum og hugsun hennar og starf snerist um þau, meðan kraftar entust. Það hverfur af sjónarsviðinu smátt og smátt, góða, gamla fólk- ið, sem bjó í haginn og bætti lífs- skilyrðin fyrir okkur, sem nú er- um um og yfir sextug. Því ber okkur að minnast þess með vinar- og virðingarhug. iStarf þess var mikið, margþætt og merkilegt. Meðal þessa góða fólks má telja Guðrúnu sál. Tómasdóttur. Blessuð sé minning hennar. P. E. Var heimilisbragur þar allur til fyrirmyndar. í því umhverfi myndaðist og mótaðist iSigurlaug ung að árum. Árið 1902 flutti hún til Siglu- fjarðar með foreldrum sínum. Lét faðir hennar þá af prestsskap eftir 35 ára prestsþjónustu. Móðir hennar frú Ingibjörg lézt árið 1918. Tók þá Sigurlaug við stjórn heimilisins fyrir föður sinn og bræður, og að síðustu bjó hún í sama húsi við Norðurgötu, ásamt eina bróðurnum, sem eftir lifir, Kristjáni, til dánardægurs. Saugurlaug var sérlega geðþekk kona, og kom allsstaðar fram til góðs. Þjónustulund átti hún í ríkum mæli. Kom það fram við ágæta aðhlynningu og umsjón á föður hennar háöldruðum og syst- kinum hennar þegar þau þurftu þess með. Sigurlaug telst til þeirra heið- urskvenna, sem í friði og ró vann sín líknarstörf. Þar fékk hún að fullnægja þrá sinni að vera öðr- um að liði og veita yl og birtu inn í daglegt líf meðal vanda- manna sem annarra. Harmur er nú kveðinn að heim- ili bróðursins, sem eftir lifir og systranna tveggja, en minningin um samverustundir með góðu systurinni og endurfundir síðar, er huggun harmi gegn. Jarðarför fröken Sigurlaugar fór fram laugardaginn 19. þ.m. Hófst hún með húskveðju á heim- ili hennar. Athöfnin í kirkjunni var hin virðulegasta. Veður var gott og fjöldi fólks viðstatt. Blessuð sé minning hennar. P. E. Fréttir í stirttu máli Fiskafli hefur verið ágætur, þegar gefið hefur á sjó. Hafa bátarnir aflað frá 4000—9000 pund í róðri. Miklar frosthörkur hafa verið hér síðan með Þorra- komu. Hefur bátahöfnin lagt, og hefur verið erfitt fyrir róðrarbáta að komast að bryggju. Isalög mikil hafa verið inn á leirum. — Hefur sá ís reynzt traustur. Sótti þangað fjöldi unghnga á skauta. Með því að óttast var, að til slysa gæti komið þar innra, lét bæjarstjórn ryðja burt snjónum af allstóru svæði á lóð h.f. Sunnu, og veita vatni á. Varð þarna til ágætt skautasvell. Þar leikur unga fólkið sér á skautum dag- lega. Andlát Þann 12. þ.m. lézt á heimili sínu Hlíðarvegi 22 hér í bæ, Jón Gísla- son, fyrrv. íshússtjóri. Verður þessa mæta manns nánar getið í næsta blaði. Tilkynning frá raf- veitunni TIL ÞEIRRA, SEM NOTA RAFMAGN Sökum yfirvofandi vatnsskorts við Skeiðsfoss neyðist rafveitan til að hætta í bili sölu rafmagns til upphitunar, að minnsta kosti til þeirra notenda, sem eiga þess kost að hita íbúðir sínar á annan hátt en með rafmagni. Mega því slíkir liitanotendur búast við, að hitastraumur verði rofinn hjá þeim eftir 7 daga, og er þeim hér með bent á að útvega sér eldsneyti fyrir þann tíma. Siglufirði, 24, febr. 1955. RAFVEITAN • n|* SIGURLAOG TÖMASDÖTTIR NOKKUR MINNINGARORÐ

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.