Siglfirðingur


Siglfirðingur - 26.02.1955, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 26.02.1955, Blaðsíða 1
£ tölublað. %f) Föstudagurinn ffc febr. 1955. ^/j 28. árg. Þvœttingur „Mjölnis" Eins og lesendum er kunnugt, hafa þeir frændurnir „Siglfirð- ingur" og „Mjöhiir" deilt dálítið um það undanfarið, hvort hyggi- egra hefði verið að flytja 4 millj. krónu tillögu bæjarstjórnar vorr- ar á Alþingi eða við ríkisstjórn- ina. „Siglfirðingur" hefur talið vonlaust að fá „tillöguna" sam- þykkt á Alþingi og jafnvel óheppi legt að flytja hana þar. „Mjölnir" hefur hinsvegar verið á þveröfugu máh. Satt að segja taldi „Siglfirð- ingur" mál þetta vera útrætt, eftir að Alþingi hafði fellt „tillög- una". En þar er „Mjölnir" aftur á öðru máli, svo sem sjá má af grein, sem birtist í 2. tbl. „Mjöln- is", er út kom 27. f.m. Grein þessi nefnist: „Blekkingum svar- að". Heiti greinarinnar er raunar mjög óheppilegt, því bæði er hún barnaleg og auk þess full af blekkingum, svo eigi sé meira sagt — í bili. Menn skyldu nú ætla, að „Mjölnir" væri með grein þessari að benda á einhverjar nýjar leiðir til að fá tillöguná samþykkta, en sú er aldeilis ekki meiningin. — „Mjölnir" er ekkert að hugsa um velferð Siglufjarðar, tilgangurinn er sýnilega enginn annar en sá, að ófrægja og svívirða Einar Ingi- mundarson alþingismann. En þetta ferst „Mjölni" svo óvitur- lega og klaufalega úr hendi, að öllum heiðvirðum mönnum hlýtur að blöskra, og þessi skrif munu áreiðanlega verka öfugt við það, sem til var ætlast. Lesendum kann að finnast hér vera fast kveðið að orði og það er það. En svo þeir, sem eigi hafa lesið grein „Mjölnis", sjái, að það jer eigi ofmælt, og svo þeir geti sjálfir dæmt, skal hér birtur kafli úr grein þessari, og er hann svo- hljóðandi orðrétt: „Áhrifamenn eða „áhrifamenn" „Einar Ingimundarson andmæl- ir því harðlega, að hann hafi neit- að að flytja tillöguna á Alþingi, en samt er það nú staðreynd, hvað sem hann segir, að hann færðist undan því að flytja til- löguna með iG. Jóh.. þangað til skeytið kom, þá skaut hann sér á bak við það og neitaði endanlega að flytja hana. — Hitt er líka staðreynd, að hann lagði að flokksmönnum sínum hér og e.t.v. fleirum, áður en bréf hans kom, bað og heimtaði, þangað til þeir gugnuðu, að þeir ætu ofan í sig fyrri afstöðu sína, og forðuðu sér þannig frá því að verða að við- undri fyrir fylgisleysi sitt og áhrifaleysi á þinginu. Það er því bara orðhengilsháttur, þegar Einar segist ekki hafa neitað. — Samt eru mestar líkur til þess, að þessi hræðsla Einars og flokks- bræðra hans hér um, að hann hefði staðið einn með tillögunni allra sinna flokksmanna, ef hann hefði flutt hana, hafi ekki verið á rökum reist. Því skal ekki trúað að óreyndu, að þingmenn stjórnar flokkanna séu svo fjandsamlegir Siglufirði, að ekki hefði fengizt nægiieg viðbót við það fylgi, sem G. Jóh. var búinn að afla, til þess að koma því í gegnum þingið, ef Einar hefði unnið að því með dugnaði og skröungsskap. Og þó Einar hefði flutt málið, þrátt fyrir andstöðu í eigin flokki, án þess að eiga vísan stuðning fyrir fram, eru samt líkur til þess, að það hefði komizt í gegn. Flokks- bræður hans hefðu hikað við að bregðast honum í máli, sem var jafn þýðingarmikið fyrir kjördæmi hans, og gera hann að viðundri í augum kjósenda sinna." Svo mörg voru þau orð — og mikil má trú „Mjölnis" vera, ef hann heldur að þetta gangi í menn, sem eitthvað hugsa og eitt- hvað fylgjast með gangi mála á Alþingi. — „Siglfirðingur" hefur enga trú á því, — og betur má ef duga skal „Mjölnir" frændi. Það er eigi nóg að taka stórt upp í sig og bulla eitthvað. Það, sem sagt er í blaðadeilum verður líka að vera trúlegt og sannleikanum samkvæmt. En grein „Mjölnis" er mjög áfátt í þessum efnum, svo sem sýnt skal verða. „Mjölnir" lýsir Einar Ingimundar- son ósannindamann. Svo sem menn sjá af „Mjölnis"- kaflanum, sem birtur er hér að framan, þá heldur „Mjölnir" því fram, að hvað sem Einar Ingi- mundarson segi, þá hafi hann samt neitað að flytja „tfflöguna" með Gunnari Jóhannssyni. 1 „íSiglfirðingi" 15. jan. síðastl. segist E.I. aftur á móti ALDREI HAFA NEITAÐ að flytja tillög- una og vitnar í því sambandi til G. Jóh. o.fl. Hér virðist „Mjölnir" vera kom- inn út á hálan ís, og þætti „Sigl- firðingi" fróðlegt að sjá vitnis- burð Gunnars Jóhannssonar hér um. En þar til sá vitnisburður liggur fyrir, er sennilegt, að flest- ir trúi E. I. betur en „Mjölni". 100% þvættingur. Þegar „Mjölnir" telur sig hafa reinargerð frá Tunnuverksmiðjum ríkisins vegna skorts á gjarðajárni. Vegna blaðaskrifa um rekstrar- stöðvun Tunnuverksmiðja ríkisins af vöntun á gjarðajárni telur stjórn verksmiðjanna ástæðu til að gefa eftirfarandi upplýsingar: Hinn 22. okt. s.l., festum vér kaup á gjarðajárni samkv. tilboði dags. 20. okt. Af hendi seljanda var tilskilinn afgreiðslufrestur frá verksmiðju ca. 6 vikur og gengum vér að því skilyrði, en óskuðum jafnframt eftir að járnið yrði af- greitt fyrr en unnt reyndist. Járnið var keypt c.i.f. Sighifjörð og Akureyri þannig,- að seljanda ber að sjá um flutning þess til landsins. Samkvæmt þessu átti járnið að vera tilbúið til afgreiðslu fyrstu daga desembermánaðar og hefði því átt að geta komið hingað um miðjan desember. Þar sem ákveðið var að hef ja tunnusmíði í verksmiðjunni á Siglufirði um miðjan janúar og járnabirgðir voru nægilegar til janúarloka, töldum vér öruggt, að járnið yrði komið nægilega snemma svo eigi kæmi til stöðv- unar verksmiðjunnar sérstaklega, er tekið er tillit til þess, að vér höfum mörg undanfarin ár keypt járn frá þessu sama firma og það ætíð staðið við samninga og af- greiðsluloforð. Síðan ljóst varð, að ekki yrði staðið við loforð á afhendingu, hefur allt verið gert sem unnt er til að flýta afgreiðslu, og hinn 8. janúar tilkynnir seljandi, að járnið muni verða tilbúið í lok janúar, en það loforð hefur ekki staðið. !Nú er fullyrt, að járnið verði tilbúið 10. febr., og mun þá að sjálfsögðu verða flutt hingað svo fljótt sem unnt er. Öllum er ljóst, að stöðvun verk- smiðjanna um tíma, er mjög baga- leg fyrir starfsmenn verksmiðj- anna, en stjórnendur fyrirtækisins telja sig ekki eiga sök á því, eins og skýrt er hér að framan, enda er oss kunnugt um, að margir járnkaupendur hafa orðið fyrir samskonar erfiðleikum um af- greiðslu járns nú. Siglufirði, 1. febrúar 1955. Tunnuverksmiðjur ríkisins Ávarp fil Siglfirðinga frá togarakaupanefnd Eins bg Siglfirðingum er e.t.v. kunnugt tUnefndi bæjarstjórn Siglufjarðar fyrir nokkru nefnd til að athuga möguleika fyrir aukinni togaraútgerð í Siglufirði. Nefnd þessi, en hana skipa undir- ritaðir, hefur rætt þetta mál við kaupsýslumenn, atvinnurekendur og f orstjóra atvinnufyrirtækja hér í bæ og leitað fulltingis þeirra við stofnun hlutafélags, sem yrði stofnað í þeim tilgangi að kaupa og gera út botnvörpung héðan. Eftir þeim undirtektum, sem þetta mál hefur fengið hjá fram- angreindum aðilum má ætla, að nokkurt fé fáist* til hlutafélags- stofnunar, en þó vantar enn mikið á, að nægilegt fé sé fyrir hendi. Fyrir því snúum við undir- ritaðir okkur til allra Siglfirðinga °g spyrjumst hér með fyrir um það, hvort þeir hafi möguleika og vilja til að gerast þátttakendur í hugsanlegu hlutafélagi, sem hefði þann tilgang að kaupa og starf- rækja botnvórpung í Siglufirði. Þeir Siglfirðingar, sem hafa möguleika og vilja tíl að gerast aðilar að fyrirhuguðu hlutafélagi eru vinsámlegast beðnir að skrifa nöfn sín á lista þennan og jafn- komið lygastimplinum á E.I., — hleypur í hann svo mikill pólitísk- ur fítonsandi, að hann missir alla stjórn á sér og finnst, að nú geti hann leyft sér að láta gamminn geysa og sagt allt, sem sér detti í hug. En þá fær hann líka svo mikla munnræpu, að eigi verður (Framhald á %, síðu) framt þá upphæð, sem þeir vilja leggja fram sem hlutafé. Lægsti hlutur er ákveðinn kr. 100,00, ' ;v Við teljum ekki nauðsynlegt að orðlengja þörfina fyrir aukinni útgerð í Siglufirði, hana þekkja allir Siglfirðingar. Árangur þeirrar tUraunar, sem nú fer fram á vegum bæjarstjórn- ar til að stofna hlutafélag um togaraútgerð í Siglufirði er undir því komin hvaða undirtektir þetta mál fær meðal almennings hér í bæ. Sýni það sig, að almennur áhugi sé meðal Siglfirðinga um stofnun hlutafélags er fyUsta ástæða til að ætla, að svo geti orðið og útgerð þriðja botnvörp- ungsins hafizt hér fyrr en seinna. Fyrir því leyfum við undirritað- ir okkur að skora á Siglfirðinga að leggja þessu máU lið hver eftir sinni getu. Sýnum framfaravilja og sam- takamátt okkar með því að hvert einasta heimili í Siglufirði leggi fram einhvern skerf til þessa máls. Jón Kjartansson | Snorri Stefánsson Þóroddur Guðmundsson Kristján Sturlaugsson Bjarni Jóhannsson ÚBVAL AF hljómplöuim fást í i

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.