Siglfirðingur


Siglfirðingur - 26.02.1955, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 26.02.1955, Blaðsíða 4
4 SIGLFIEÐINGUK „blekkingasvari'7 Svar við Enda þótt mér sé harla vel ljóst, að til lítils sé að rökræða við kommúnista og málgagn þeirra „Mjölni“, jafn óskamm- feilnir og óprúttnir þeir eru í mál- flutningi sínum, get ég þó ekki með öllu látið ósvarað þeim firr- nm og ósannindum, sem birtast í síðustu grein „Mjölnis", þar sem vikið er að mér og bæjar- stjórnarmeirihlutanum á fremur kuldalegan hátt. Greinarkornið heitir: „Blekkingum svarað“ og mætti vel segja mér, að höfundur hennar væri hinn skólagengni áróðursfræðingur kommúnista hér. Kommúnistar tíðka það annars lítt að skrifa undir nafni — af skiljanlegum ástæðum. Það sérstæða við þetta greinar- korn er annars það, af því að það heitir þessu nafni, að þar er engu svarað, sem áður hefur birzt úr annarra herbúðum viðkomandi því máh, sem um er rætt. Aðeins eru endurteknar þær fullyrðingar og dylgjur, sem þegar er búið að vísa heim til föðurhúsanna, með dálítið breyttu orðalagi frá því, sem áður var. Er „Mjölnis“-grein- in mjög einkennandi fyrir mál- flutning áróðursmanna kommún- ista, er þeir hafa verið kveðnir í kútinn í rökræðum. Þá er það siður þessara manna, sem þeir eru orðnir frægir fyrir um allan heim að setja aðeins upp sak- leysissvip og endurtaka með köldu blóði allt, sem ofan í þá hefir verið rekið, eins og ekkert hafi í skorizt. Greinarhöfundurinn lýsir mik- illi undrun sinni og hneykslan yfir því, að bæjarstjórnarmeirihlutinn breyti samþykkt sinni frá 6. des. s.l., þar sem okkur Gunnari Jó- hannssyni var falið að flytja til- lögu um það á Alþingi, að Siglu- fjörður fengi 4 milljónir króna á fjárlögum þessa árs til atvinnu- aukningar — í það horf með samþykkt sinni 14. eða 15. sama mánaðar, að sömu þingmönnum yrði fahð að vinna að framgangi þessa máls eftir þeim leiðum, sem þeir teldu sigurvænlegastar. Ekki getur þó „Mjölnis“-skriffinninn þess nema að hálfu leyti fremur en fyrri daginn í umræðum um þetta mál, af hvaða ástæðum bæjarstjórnarmeirihlutinn breytti þeirri samþykkt sinni. Læðist því greinarhöfundurinn í kring um kjarna málsins, eins og köttur í kring um heitan graut, eins og hans var von og vísa. Bæjar- stjórnarmeirihlutinn breytti fyrri samþykkt sinni vegna þess: 1) að vonlaust var um, að til- laga þess efnis, sem hér ræðir um yrði samþykkt á Alþingi, ef hún yrði borin , þar fram, — og 2) að líkur væru fyrir, að slík tillaga, ef fram yrði borin á Alþingi, yrði fremur til þess eins og á stóð, að spilla fyrir framgangi máls ins en greiða fyrir því. Eg skil vel, að Gunnar Jó- hannsson teldi sig ekki eiga auð- velt með að taka tillögu sína um 4 milljón króna framlag til Siglu- fjarðar, aftur, eftir að bæjar- stjórn breytti samþykkt sinni, eins og áður er lýst — úr því hann var á annað borð búinn að flytja hana, en hitt á ég ómögu- legt með að skilja, hversvegna minnihluti bæjarstjórnar (komm- únistar og Alþýðuflokksmenn) gerði það að tillögu sinni á bæj- arstjórnarfundi, að ég yrði skyld- aður til þess að flytja erindi inn í Alþingi, sem vitað var um að hvorki myndi verða samþykkt, né myndi verða málstað Sigluf jarðar til framdráttar, ef flutt yrði, nema síður væri. Um bæði þessi atriði var minnihlutamönnum kunnugt, er þeir fluttu tillögu sína. Hvað eiga slík vinnubrögð sem þessi að þýða? Spyr sá, sem ekki veit, en gæta verða minni- hlutamennirnir í þessu tilfelli að því, að umstang þeirra verði ekki málstað Siglufjarðar til beins ógagns og eru þessi orð mælt í fyllstu alvöru. I lok „Mjölnis“-greinarinnar kemst höfundurinn og áróðurs- maðurinn fyrst í essið sitt, er hann endurtekur ósannindi, sem búið er að reka ofan í kommún- istamálgagnið. í feitletraðri setn- ingu segir höfundurinn, að ég hafi færzt undan að flytja umrædda tillögu á Alþingi, þar til bæjar- stjórn hafði breytt samþykkt sinni um flutning tillögunnar, en þá hafi ég skotið mér á bak við bæjarstjórnarsamþykktina og neit að endanlega að flytja tillöguna. Það má að vísu til sanns vegar færa, að ég hafi færzt undan að flytja margumrædda tillögu, áður en ég vissi hver viðbrögð bæjar- stjórnar yrðu út af bréfi mínu til hennar, þar sem ég gat þess, að hvorttveggja væri, að tillagan myndi ekki ná fram að ganga og að ekki væri óhugsandi, að hún myndi fremur spilla fyrir málinu, en greiða fyrir því, ef hún kæmi fram á Alþingi í því formi, sem bæjarstjórn hafði upphaflega hugsað sér. Hitt er hinsvegar ósatt og verður alltaf jafn ósatt, hvað sem „Mjölnir" og áróðurs- sérfræðingar hans endurtaka það oft, að ég hafi haft í huga að neita að flytja 4 milljón króna tillöguna, ef bæjarstjórn héldi fast við fyrri samþykkt sína, varð andi flutning tillögunnar. — Hafi „Mjölnir“ heimildarmenn eða menn að því, að ég hafi ætlað mér að þverskallast við að flytja margnefnda tillögu, að óbreyttri samþykkt bæjarstjórnar, vildi ég gjarnan fá vitneskju um hver eða hverjir það væru. I lok „Mjölnis“-greinarinnar lætur áróðurssérfræðingurinn einnig liggja að því, að mestar líkur séu fyrir, að 4 milljón króna tillagan hefði verið samþykkt, ef ég hefði flutt hana, mcð því að sennilega hefðu nægilega margir þingmenn úr stjórnarfiokkunum og þá einkum Sjálfstæðisflokkn- um stutt hana, þegar á hólminn kom. Ég get ekki látið hjá líða að lýsa undrun minni og um leið vanþóknun á því háttalagi grein- arhöfundar að gera mér ekki að- vart um þennan grun sinn eða vitneskju áður en allt var um seinan, úr því að hann er eða virðist vera svo kunnugur í her- búðum stjórnarflokkanna. Það er áreiðanlegt, að ekki hefði ég látið undir höfuð leggjast að flytja margnefnda tillögu, ef ég hefði talið hinar minnstu líkur fyrir, að hún yrði samþykkt. Þó held ég, þegar öllu er á botninn hvolft, að ég viti betur um, a.m.k. afstöðu flokksmanna minna til þessa máls, en greinar- höfundur, þótt margfróður sé hann sjálfsagt og hafi líklega numið áróðurslist og loddarabrögð utan landssteinanna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, aðrir en ég, treystu sér ekki til að fylgja um- ræddri tillögu, þótt ég flytti hana í því formi, sem til var ætlazt, og stafaði sú afstaða þeirra ekki af því, að þeir væru eða séu f jandsamlegir Siglufirði, heldur af því, að þeir eru því mótfallnir, að úthlutun fjár til atvinnuaukn- ingar verði flutt úr höndum ríkis- stjórnarinnar inn á Alþingi við afgreiðslu fjárlaga. Veit ég ekki annað en að hið sama gildi um þingmenn Framsóknarflokksins. Ég trúi því ekki, að höfundur „Mjölnis“-greinarinnar sé svo skyni skroppinn, að hann geri sér ekki ljóst, að hefðu horfur verið á, að nægilegt þingfylgi ynnizt við 4ra milljón króna framlag á fjárlögum til atvinnuaukingar á Siglufirði, sé öldungis víst, að fulltrúar annarra staða, sem telja sín byggðarlög litlu eða engu betur á vegi stödd fjárhagslega og atvinnulega en Siglufjörð, — hefðu gripið tækifærið og gert tilraunir til þess að koma inn í fjárlögin framlögum til þeirra staða, sem þeir báru fyrir brjósti, engu lægri en gert var ráð fyrir í tillögunni viðkomandi Siglufirði. Ef slíkar tillögur hefðu hrúgazt inn í þingið við afgreiðslu fjár- laganna, en það hefðu þær áreið- anlega gert, ef ég eða aðrinr þingmenn stjórnarflokkanna, sem ábyrgð bera á afgreiðslu fjárlaga hefðu borið fram eina slíka til- lögu, hefði naumast orðið um nema tvennt að ræða: Annaðhvort hefðu allar atvinnuaukningartil- lögurnar verið felldar af stjórnar- flokkunum sjálfum eða allar eða flestar samþykktar og fjárlögin þá verið afgreidd með stórkost- legum greiðsluhalla. Það er af þessum sökum, sem ákveðin upphæð, sem ríkisstjórn- in úthlutar, er ætluð á fjárlögum til atvinnuaukningar á hinum ýmsu stöðum á landinu, en ekki sá háttur á hafður að láta það ráðast við afgreiðslu fjárlaganna, hversu mikið hver einstakur staður ber úr býtum til atvinnu- aukningar. Til þess að breyta þessu fyrir- komulagi og vinna því fylgi, að einum stað á landinu, þótt illa sé stæður, sé úthlutað fé til atvinnu- aukningar á fjárlögum en öðrum ekki, held ég að til þurfi meiri áhrifamenn eða ,,áhrifamenn“ en t.d. Þórodd Guðmundsson, Gunn- ar Jóhannsson, Jón Kjartansson og mig, alla til samans. Aðdróttanir áróðurssérfræðings „Mjölnis“ um störf mín á Al- þingi læt ég mér í léttu rúmi liggja. Ég hefi aldrei verið hlynntur kommúnismanum og vona, að ég hverfi svo í gröfina, að að mér hafi aldrei hvarflað að aðhyllast villukenningar hans. — Ekki hefi ég heldur hvorki fyrr né síðar farið dult með afstöðu mína til þessarar helstefnu, en því fer líka fjarri, að ég geri mér ekki ljóst, að sú afstaða mín er ein nægileg til þess, að um mig sem þingmann og mann verður aldrei kveðinn upp hlutlaus dóm- ur í herbúðum kommúrJsta. Það verður að hafa það. Ég óttast ekki svo mjög, að sá dómur verði lagður til grundvallar, þegar það verður metið, hvort ég hefi unnið mér til sáluhjálpar í lífinu eða ekki. Einar Ingimundarson Settur í embætti S.l. sunnudag var hinn nýskip- aði sóknarprestur, séra Ragnar Fjalar Lárusson, settur inn í em- bætti af séra Sigurði Stefánssyni prófasti Eyjafjarðarpróffastsdæm is. Þjónaði prófastur fyrir altari og ávarpaði þaðan sóknarprest- inn og söfunðinn. Séra (Ragnar flutti predikun í stól og þjónaði síðan fyrir altari. Var athöfn þessi hin virðuleg- asta. Hvert sæti var skipað í kirkj unni. Siglfirðingur býður prestinn og fjölskyldu hans innilega velkom- inn, óskar honum til hamingju með þetta virðulega embætti og auðnist velgengni í lífi og starfit

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.