Siglfirðingur


Siglfirðingur - 11.03.1955, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 11.03.1955, Blaðsíða 2
2 SIGLFIEÐINGUR Frumvarp til iaga um breyting á lögum nr. 1 5. jan. 1938, um síldarverksmiðjur ríkis- ins. Flm.: Einar Ingimundarson, Ás- geir Bjarnason, Gunnar Jóhanns- son. 1. gr. 1 stað 1. málsl. 14. gr. laganna kom: Verksmiðjurnar skulu greið Vs% af brúttóandvirði seldra af- urða ár hvert til bæjarsjóðs, þar sem þær eru starfræktar. Má þó gjald þetta ekk nema hærri upp- hæð en sem svarar samanlögðum útsvörum annarra gjaldenda í hlutaðeigandi bæjar-eða sveitar- félagi það ár. Skal verksmiðju- gjaldið áætlað í fjárhagsáætlun- inni, áður en útsvör eru ákveðin. Þar til lokið er endurskoðun á löggjöfinni um tekjur bæjar- og sveitarfélaga, skal lágmarksgjald síldarverksmiðja ríkisins á iSiglu- firði til bæjarsjóðs Siglufjarðar þó aldrei vera minna en kr. 100 000,00. . 'V'. 2- 8r- Lög þessí öðlast þégar gildi, og er jafnframt úr gldi numin 1. gr. laga nr. 51.1941. :.!íií.: sq go fjU;- Greinargerð. 1 14. gr. laga nr. 1 15 jan. 1938, Uih síldárverksmiðjur ríkisins, er svo kveðið á, að þær skuli greiða V-2,% af brúttóandvirði seldra af- Urða ár hvert til bæjarsjóðs eða sveitarsjóðs, þar sem þær eru starfræktar. Samkvæmt þessu ákvæði hafa síldarverksmiðjurnar greitt um- setningargjöld til hlutaðeigandi bæjar- og sveitarfélaga að undan- förnu, og rnunu þær greiðslur hafa numið verulegum upphæðum hlutfallslega sums staðar, þar sem verksmiðjur eru starfræktar, t.d. á Raufarhöfn, þar sem gjaldendur eru tiltölulega fáir. En á Siglu- firði hefur hins vegar munað lítið um greiðslur síldarverksmiðjanna undanfarin síldarleysisár, enda er Sigluf jörður með stærri kaupstöð- um á landinu og útsvarsgjaldend- ur því margir, en lítils megandi við álagningu útsvara, þar sem tekjur og afkoma alls þorra manna þar eru að miklu leyti undir síldveiðunum komnar. — Hefur á undanförnum 3 árum verið jafnað niður á gjaldendur á Siglufirði 2—3 milljónum króna ár hvert, en á þeim tíma hafa umsetningargreiðslur síldar- verksmiðja ríkisins á Siglufirði í bæjarsjóð numið um 7200—37 000 kr. árlega, og má af því marka, hversu lítill hluti greiðslur verk- smiðjanna eru af heildarútsvörum lögðum á gjaldendur á staðnum. Eru þó síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði risafyrirtæki á íslenzk an mælikvarða. Það er að vísu eðlilegt, að greiðslur síldarverk- smiðjanna til hlutaðaeigandi bæj- ar og sveitarfélaga séu komnar undir afkomu verksmiðjanna ár hvert, og skal það játað, að hún hefur ekki verið góð undanfarin síldarleysisár. Hins er einnig að gæta, að verksmiðjurnar hafa nærri frá byrjun rekið starfsemi a.m.k. á Siglufirði, sem er þeim að meira og minna leyti nauðsyn- leg, en þær hafa haft verulegar aukatekjur af. t.d. vélaverkstæði. Er að sjálfsögðu ekki miðað við slíka starfsemi í ákvæðum laga nr. 1 5. jan. 1938 um greiðslur síldarverksmiðja ríkisins til þeirra bæjar- og sveitarfélaga, þar sem þær eru starfræktar. iVerður þó að teíja eðlilegt, að tekið sé tillit til hennar og tekna, sem verk- smiðjurnar afla með henni, við ákvörðun greiðslna til viðkomandi staða. Hitt er þó aðaltilgangurinn með flutningi frumvarps þessa, svo sem séð verður af efni þess að reyna að einhverju leyti að létta undir með bæjarsjóði Sglufjarðar með því að leggja til, að ákveðin verði árleg lágmarksgreiðsla til hans frá síldarverksmiðjum ríkis- ins á Siglufirði. Á nú bæjarsjóður við mikla erfðleika að etja vegna f járskorts, eins og að líkum lætur, eftir 10 samfelld síldarleysisár, og víst er um það, að ekki verður lengra gengið við niðurjöfnun út- svara á borgara bæjarfélagsins, en þegar hefur verið gert. Nefndáosning bæjarstjórnar Forseti bæjarstjórnar var kos- inn: Baldur Eiríksson; 1. varafor- seti: Ragnar Jóhannesson; 2. vara forseti: Ólafur Ragnars. Skrifarar bæjarstjórnar: Georg Pálsson og Sigurjón Sæmundsson. Bæjarráð: Ólafur Ragnars, Ragnar Jóhannesson, Þóroddur Guðmundsson. — Varamenn: Baldur Eiríksson, Bjarni Jóhanns- son, Óskar Garibaldason. Kjörskrárnefnd: Óli G. Bald- vinsson, Jóhann Þorvaldsson, Páll Ásgrímsson. Hólsbúsnefnd: Georg Pálsson, Bjarni Jóhannsson, Sigurjón Sæ- mundsson. — Utan bæjarstjórnar: Pétur Björnsson og Hlöðver Sig- urðsson. Stjórn bókasafnsins: Pétur Björnsson, Hafliði Guðmundsson, Bjarnj M. Þorsteinsson, Kristján ÞAKKARÁVARP Alúðarfyllstu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við fráfall og jarðarför systur minnar, SIGURLAUGAR TÖMASDÓTTUR Kristján Tómasson Sturlaugsson, Benedikt Sigurðs- son. Rafveitunefnd: Páll Erlendsson, Hulda Steinsdóttir og Sigurjón Sæmundsson. — Varamcnn: Egill Stefánsson, Bjarni Jóhaimsson, Gunnlaugur Hjálmarsson. Rauðkustjórn: Óli J. Blöndal, Bjarni Jóhannsson, Einar M. Al- bertsson. — Varamenn: Ölafur Ragnars, Ragnar Jóhannesson, Kristmar Ólafsson. Endurskoðendur bæjarreilín- inga: Páll Erlendsson, Kristján Sturlaugsson. - Endurskoðendur bæjarútgerðar: Georg Pálsson, Hjörleifur Magn- ússon, Benedikt Sigurðsson. Verðlagsskrárnefnd: Sigurður Kristjánsson; varamaður: Guðm. Jónasson. Yfirkjörstjórn: Þ. Ragnar Jón- asson, Gunnar Jörgensen. Undirkjörstjórn: Sigurður Njáls son, Jóhann Jóhannsson, Sigurður Gunnlaugsson.. Heilbrigðisnefnd: Þ. Guðm.son Þ jóðhátíðamef nd: Bjarnveig Guðlaugsdóttir, Ragnar Fjalar Lárusson, Baldur Eiríksson, Stef- án Friðriksson, Regína Guðlaugs- dóttir, Hlöðver Sigurðssop, Júlíus Júlíusson. Endurskoðendur Sparisjóðsins: Stefán Friðbjarnarson og Gísli Sigurðsson. Iþróttamálanefnd: Helgi Sveins- son, Jónas Ásgeirsson, Eldjárn Magnússon, Guðm. Árnason og Eiríkur Eiríksson. Fjallskilastjóri: Kristján Sig- urðsson. Réttarstj. Vigfús Gunnlaugsson Gangnastjóri: Þórarinn Hjálm- arsson. Varamaður í skólanefnd barna- skólans: Hafhði Guðmundsson. Matsmaður húseigna til bruna- tjóns: Eiríkur Guðmundsson. — Varamaður: Jónas Guðmundsson. Stjórn Fóðurbirgðafélags Siglu- fjarðar: Þorkell Jónsson. Fasteignamatsnefnd: Páll G. Jónsson. Varamaður: Gísli Þor- steinsson. Til bæjarstjórnar barst bréf frá Baldri Eiríkssyni í hverju hann telur sig ekki geta tekið sæti í Þjóðhátíðarnefnd, og verður sjálf- sagt kosinn maður í hans stað. L i M sem límir allt. LITLABÚÐIN Leiksýning gagn- fræðaskólanemenda Það er orðin föst venja, að um leið og skólanámi er lokið í barna- og gagnfræðaskólum, þá sé það síðasti samveruþátturinn að bregða sér í ferðalag út á land til að sjá sig um. Er þá farið ýmist til fornhelgra sögustaða — til höfuðborgarinnar eða til þeirra staða, sem eitthvað hafa það til brunns að bera, að þeir séu heimsóknarverðir. Til þessara ferðalaga hefur þurft talsvert fé, og hafa ungl- ingarnir sjálfir leitast við að safna sér í ferðasjóð. Á undanförnum árum hafa 3. bekkingar Gagnfræðaskóla ’Siglu- fjarðar á hverjum vetri komið upp leiksýningu til ferðafjáröfl- unar. Hafa þessar sýningar verið vel frambornar að jafnaði og vandað til þeirra, meðfram til þess að laða að sem flesta sýningar- gesti. í þetta sinn kemur á leiksviðið hjá gagnfræðaskólanemendum gamanleikurinn ,Þorlákur þreytti1. Þetta leikrit hefur ekki verið sýnt hér áður. Engar vangaveltur þarf um það að hafa, að leikritið er vel á svið sett og leikendur halda vel á sínum hlutverkum. Enginn vafi á, að þeir, sem koma á þessa leiksýningu, fara ánægðir út. Siglfirðingar góðir! Sameinumst um að fjölmenna næstu kvöld á þessa leiksýningu. Sameinumst um að leggja drjúgan hlut til ferðasjóðsins fyrir börnin okkar. Tektilstarfa á ný 16. þ.m. Viðtalstími 11—12 f.h. H. KRISTINSSON héraðslæknir Frá og með 15. þ.m. hef ég opna stofu í Aðalgötu 8 kl. 13,30—15,00 alla virka daga. Er búsettur í Eyrargötu 3 (mið- hæð). ÞÓRHALLUR ÓLAFSSON læknir LÖGTÖK eru hafin hjá þeim sem skulda bæjargjöld frá s.I. ári og verður þeim haldið áfram. Greiðið strax og komizt hjá lög- takskostnaði, dráttarvöxtum og ýmsum óþægindum. j Siglufirði, 9. marz 1955. BÆJARGJALDKERINN

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.